Friday, April 30, 2004

Nýjasta greinin í lifandi vísindi segir að tónlist auki gáfur hjá krökkum ef þau fara að læra á hljóðfæri fyrir 9 ára aldur. Maður ætti kannski að fara að þakka fyrir það að hafa verið píndur til að æfa sig, þegar maður nennti því engan veginn. Begga frænka barði mig nú einhvern tíman svo með blokkflautunni að ég held að ég sé enn með kúlu. Dásemdar gítarinn sem pabbi keypti einhvern tímann þegar hann fór til útlanda, svona lítill og passaði akkurat fyrir litla putta, og svo píanóið sem best var að æfa sig á fyrir átta á morgnana... En hvar eru laun alls erfiðisins? Ég hlýt að hafa misst af þessum launaseðli, pottþétt. Djöf...

Út kom

...Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results. ...

Vona að þetta komi fram í stærðfærðiprófinu! Ég ætla samt endilega að taka það aftur og gá hvað þeir segja ef maður fær 74 eða eitthvað svoleiðis... Con gradulation...hmmm....xxxx...daaaa...heheheh

Held að froskarnir séu að reyna að drepa sig. Þeir eru farnir að grafa sig undir steinana og bara vera þar. Er farin að halda að þeir séu að reyna að drekkja sér. Halli kom samt með athyglisverða tillögu... Ætli sé hægt að sleikja froskana og komast í vímu? hmmm, en það er andskotanum erfiðara að ná þeim, veit ekki hvort ég tæki sjensinn á að sleikja þá ef ég myndi óvart gleypa þá eða eitthvað. Það gæti verið verra. En þetta gæti verið vert að athuga. Ef ég skyldi nú fara að hegða mér verulega undarlega, þá virkar þetta;)

Thursday, April 29, 2004

Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman.

"Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá
slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í
innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp
stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst
varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona
seint heim því ég veki hana alltaf!" "Iss" segir hinn. "Þú ert að gera
þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer heim þá stilli ég á háu ljósin þegar
ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli
hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og
segi HVER ER GRAÐUR?" "Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera
sofandi."

Hmmmm, nú er ég búin að fatta trixið hjá Gumma !!!

Wednesday, April 28, 2004

Fór út í dag... hafði mig alla leið út í búð hérna hinu megin við hornið. Mjólkin var búin og ég get ekki borðað Coco Puffs með neinu öðru. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en ég bara kem því ekki niður. Keypti mér líka kaffi, gott expresso kaffi ! Ég er samt farin að taka eftir því að það er komin svona olíubrák ofan á kaffið hjá mér. Annað hvort er svona illa þvegið upp eða það hreinlega myndast olíubrák á kaffinu eftir að styrkleiki þess er kominn yfir eitthvað visst stig. Það mætti nú rannsaka þetta. Kitta verður sett í málið þegar hún kemur heim;)... Spurt er... af hverju er olíubrák á kaffinu mínu?

En mér var boðið í mat í kvöld. Lára ætlar að elda fisk handa okkur.

Ég er hreinlega að farast úr eirðarleysi, vil endilega fara að byrja í þessum prófum svo að þeim ljúki einhvern tímann. Ég hef enga eirð í mér til að læra fyrr en það þetta byrjar, þá kemur smá pressa og smá spenningur í þetta allt saman. MIG LANGAR HEIM Í SVEITINA !!!

Tuesday, April 27, 2004

Hvers á ég að gjalda?

Guðmundur er farinn að æfa sig af kappi á gítarinn, meira en nokkru sinni áður, og það svona í upphafi prófatíðar! Svo langar hann bara að læra svona kúl frasa og lagabrot úr Nirvana, Metallica og blúsgangar eru farnir að bergmála í hausnum á mér. En málið er nefninlega að það er ekkert gaman að spila, nema einhver sé að hlusta... Svo er ég komin ofan í eitthvað stærðfræðidæmið, búin að skilgreina sjálfan mig í einangraðu rúmi á tunglinu þegar það er bankað, Gummi, laumar inn nefinu og ,, ég var að spá, ég ætla ekkert að trufla þig en hvernig geri ég a-moll?" eða ,,geturu stillt gítarinn?" eða bara að leyfa mér að heyra nýjustu framfarirnar. Getið þið ímyndað ykkur hvað ég er lengi að koma heim frá tunglinu og hvað þá að fara þangað aftur? Og það fer nú ekkert smá eldsneyti í það...

Pabbi rak inn nefið áðan, heilsaði og spurði frétta en var sofnaður í stofusófanum áður en ég náði að svara. Mikið óskaplega öfundaði ég hann af því hvað hann gat látið fara vel um sig í sófanum og sofið vært í hátt á annan tíma. Ég er farin að nota allan sólarhringinn í að læra, ómeðvitað, og pottþétt óviljandi!
Vaknaði í nótt, var svöng og fór að fá mér að borða. Ég veit það að ég var að hugsa um hringheildi þegar ég vaknaði og var að spá í það á meðan ég borðaði, kíkti á bókina þar sem hún lá opin á skrifborðinu áður en ég fór aftur að sofa til að tékka hvort þetta væri nú ekki rétt pæling hjá mér. Fór að spá í það þegar ég vaknaði í morgun hvort þetta hefði bara verið draumur. Sá mjólkurglasið á borðinu þegar ég kom fram, þannig að þetta var í alvöru. Geðheilsa mín stendur á völtum fótum þessa dagana, eða öllu heldur valtari fótum en áður...

Monday, April 26, 2004

Öxin og jörðin geymi hann best...

Það sem ég held að þetta hafi nú átt að vera var... öxin og jörðin geymi hana best... og er þá átt við Green-setninguna. Þessi ráðsmaður, sem ekki var getið, hvorki fyrr né síðar, var í raun hreppsómagi sem féll í trans og ropaði upp úr sér spádómum Nostradamusar um að innan tíðar myndi snarklikkað nut-case setja fram setningu, jafnvel sanna hana með yfirnáttúrulegum rökum, og skíra hana síðan í höfuðið á sjálfum sér... ,,Green-setningin". Hætt er við að þessi setning muni leiða til ragnarraka ef henni verður ekki kippt hið snarasta út úr öllum kennslubókum, fyrr og síðar !
Við verðum að standa saman í þessu og koma í veg fyrir að hún leiði okkur til glötunar...

(Green-setningin er s.s. stærðfræðigreiningar-setning ættuð frá Sataníu y mi favorito;))

Saturday, April 24, 2004Giskið hver er á leiðinni á tónleika ;)

Held á tveim miðum, en ég held samt að mér hafi nú tekist að kaupa 5. Nú er ég nefninlega orðinn meðlimur í Metallica-klúbbnum. Þá pranga ég umframmiðum upp vini og ættingja. Axel bróðir ætlar samt að koma með mér pottþétt. Ég verð meira að segja fyrir sunnan þessa helgi, þ.e. á landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu, þannig að mig munar ekkert um að fara á tónleikana í leiðinni. Spurning hvernig ég verð eftir viku legu í tjaldi og umkringd snarvitlausum klikkhausum... Það var minnst kosti ógeðslega gaman síðast á Vindheimamelum.Fór á Metallica á Roskilde í fyrra.... Scream for me Roskilde !!!!!
Það var geggjað... Að vísu verða bara 15 þúsund manns þarna, en það voru um 100 þúsund á Roskilde. Fékk miða á svæði A, þannig að ég ætti að sjá Hetfield almennilega... Efast samt um að þeir muni eftir mér þarna ;)

Friday, April 23, 2004

Nú er bekkurinn kominn með sína eigin heimasíðu, þar sem allir hafa aðgang og geta bloggað það nýjasta... Við gerum okkur náttúrulega fyllilega grein fyrir því að við erum samansafn af mismiklum nord-um og misskrítnu fólki, aðallega samt skrítin nord, og óvíst hvort einhver annar en við nennum að skoða þetta blogg, en fyrir þá sem hafa áhuga... verkfræðicoolistar

Fékk grill, blóm og rauðvín í gær, svona í tilefni af sumardeginum fyrsta. Gummi gerði lúmska tilraun til að losna við mig í eitt skiptið fyrir öll. Hann sem sagt staðsetti grillið fyrir neðan opinn herbergisgluggann minn þannig að öll mengunin kom inn. Þegar ég svo loksins fattaði að þessi reykur og lykt kom ekki úr hausnum á mér (var að læra stærðfræðigreiningu) þá var ég rétt nærri dauða en lífi af koldíoxíðeitrun. Ég sá við honum, í þetta skiptið, og lokaði glugganum. Það leikur enginn svo auðveldlega á mig ;)

Hef áhyggjur af froskunum. Þeir eru farnir að grafa sig í sandbotninn voðalega oft og mikið. Veit ekki hvort þeir eru að leita að matarleifum eða hvort það er eitthvað annað í gangi. Ég hélt samt að þetta væru tveir karlar, en nú á síðustu og verstu tímum virðist ekki skipta máli hvort kynið það er, hvernig það er á litinn eða hvort það er af sömu tegund yfirleitt. Voðalega er maður eitthvað gamaldags í sér og eftirá í nútíma samfélagsþróun.

Wednesday, April 21, 2004

Mottó dagsins : Taktu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því !!!

Lífið er bara allt of yndislegt til að vera að eyða því í stress og læti, og ég er allt of værukær til þess. Mér þykir bara gaman að vera til og hef ekki hug á því að það breytist eitthvað. Núna er bara sól og blíða í Reykjavíkurborg, aldrei þessu vant. Fórum áðan, ég, Ásta og Ringa í ísbúð og skoðuðum aðeins vesturbæinn og Ægisíðuna. Þetta stórmerkilega útivistarsvæði Reykjavíkurbúa.
Ég er alveg búin að komast að því, eftir 22 ára sambúð að ég er engin akkorðsmanneskja og verð það aldrei. Ég vil bara fá að dunda mér í ró og næði og ég verð að fá tíma til að gera hlutina eftir mínu höfði. Ég fæddist í einhverju ótímavæddu rúmi (s.s. ekki í venjulegu sjúkrarúmi ;);)) og veröldin virkar ekki eins fá mínum sjónarhóli og frá annara. Eflaust á það við um alla, en fólk á ekki að reyna að fá mig til að virka eins og þau sjá það í þeirra veröld. Það bara virkar ekki.
Þið sem eruð orðin leið á því að ég man ekki neitt, veit ekki neitt og skil ekki neitt, megið náttúrulega fara til fjandans ;) Ég þarf aftur á móti að búa við þetta. Í síðustu viku var ég á leiðinni í búðina, sem er handan við hornið. Var næstum því komin alveg upp í skóla þegar ég fattaði það, að ég var ekkert á leiðinni í skólann, heldur í búðina að kaupa kartöflur. Ég gleymi að fara í skólann, þegar ég loksins ætla að mæta og heppin að hausinn er fastur á búknum. What a live !

Begga og Ragga eru komnar með pizzu handa mér... Se ja.

Tuesday, April 20, 2004

Litla ófétið, hún litla systir mín, sem er höfðinu hærri en ég, stal lúkkinu mínu. Hún afrekaði það uppá eigin spýtur að búa sér til blogsíðu, en eins einkennilegt og það nú er þá er bakgrunnurinn óheyrilega líkur mínum. Held að þetta hafi nú aðallega verið til að gera at í mér. Þeir sem vilja skoða bloggsíðuna hennar geta farið hingað . Ég fæ nú hugsanlega að skipta mér eitthvað af þessu hjá henni, af því að ég er nú einu sinni stóra systir hennar.

Monday, April 19, 2004

Það er víst ábyggilegt að það er farið að líða að prófum. Fór í matarleiðangur áðan og fjórir pakkar af morgunkorni og 8 lítrar af mjólk urðu fyrir valinu. Það eru harðir tímar framundan og nú á að fara að taka á því.
Meira að segja fiðlan hefur fengið hvíld í bili og sérlega Linux-áhuga mínum var skúbbað út í horn.

Fór í 4T partý um helgina. Skondið að sjá hvað flestir eru eitthvað alveg eins og þegar við útskrifuðumst, og við verðum fimm ára stúdentar eftir tvö ár ! Holy moly...

Var að henda út úr tölvunni minni og held að ég hafi hent út hljóðinu líka, það heyrist ekkert... hmmmm, nenni ekki að spá í það, greyið verður örugglega hvort eð er strjauðuð eftir próf.

Gummi fór í klippingu, í fyrsta skipti í ár! Aumingja konan sem lenti í að klippa hann, þetta var bara eins og gaddavírsvöndur. Þetta var nú bara snyrt og lagað og núna sjást krullurnar enn betur.

Það er komið svo gott veður og mig langar svo að vera bara úti og leika mér, komast á hestbak og svona. Það er svo stutt eftir, en samt heill mánuður. Það er meira að segja búin að vera sól í Reykjavík undanfarna daga. Þetta bara er ekki sanngjarnt, maður er eins og belja bundin á bás fram á mitt vor... Ég er að hugsa um að kæra mig fyrir að halda mér innilokaðri þvert gegn vilja mínum. Það hlýtur að vera ólöglegt. Ætli það standi einhversstaðar, þarna í greininni sem fjallar um gíslatöku, innilokun eða eitthvað, að það eigi ekki við í þeim tilfellum sem gerandinn er maður sjálfur. Svo til að kóróna allt þá ætti ég að flytja þetta sjálf fyrir rétti.

Thursday, April 08, 2004

Ekki er maður duglegur að blogga þessa dagana, enda kemst fátt annað en fiðlan að. Setti smá prufutöku sem hún Gréta systir tók fyrir mig inn ;). Ýtið hér til að fá prufutöku

Þvílík skelfing. Ég kem aldrei til með að halda íbúðinni, verð kærð fyrir hljóðmengun. En æfingin skapar meistarann, I will only need 500 years ! Ætti ekki að vera mikið mál. Þau eru með krakka á efri hæðinni, ekki er minni hljóðmengun af því !
Það verða stífar æfingar þegar ég kem austur í litla, sæta, vel einangraða húsið. Er búin að vara sambýlingana við, kannski að þeir hugsi sig tvisvar um eftir að þeir heyra þetta.
Ég verð að fara að læsa apparatið inni svo að ég nái e.t.v. einhverju prófi.

Held að karl faðir minn sé týndur. Hér með lýsi ég eftir manninum ! Hann og Fjóla áttu að koma til landsins á mánudag og það hefur ekkert til þeirra spurst. Hef ekkert heyrt frá honum og veit ekki til þess að systkini mín hafi gert það heldur. Þau hafa örugglega tekið vitlausa vél í Flórida eða Kanada og endað í Suður-Afríku, þar sem þau sitja eflaust með Nelson Rolihlahla, vini og félaga og drekka kaffi. (Nema að hann hafi endað í Texas:)

Thursday, April 01, 2004

Sumir eru bara dæmd mistök !
Nýjasta áhugamálið þessa dagana er að læra á fiðlu. Spilaði í fyrsta sinn í fyrradag, fyrsta lagið mitt sem var ABCD. (það er svo einfalt að spila það á fiðlu af því að flest tónbilin í laginu eru tónbilin á milli strengjanna) Þetta var á fiðluna hennar Láru.
Í gær fórum við Begga og keyptum strengi í gömlu fiðluna sem amma gaf mér og við settum þá í í dag. Viti menn, það virðist vera hægt að spila á hana. Keypti líka myrru á bogann og bar duglega á hann.
Sirrý vissi eitthvað af þessu brölti mínu eftir að ég talaði við hana í morgun. Svo þegar ég var búin að setja strengina í og stilla hana þá ákvað ég nú að leyfa henni að heyra.

Hringdi í Sirrý... (viðtalandi = skáletrað)

Halló

Hæ, heyrðu hlustaðu...

Svo renndi ég boganum nokkrum sinnum yfir strengina og hafði tólið við fiðluna.

Heyriru?

Jaaaáááá...

Erett ekki flott? Gat meira að segja stillt hana sjálf, bara eftir píanóinu, hún virðist alveg virka, fyrir utan það að ég kann ekki á hana...

Hver er þetta?

Huh...ég... er þetta ekki Sirrý systir?

eeee helduru að þú sérst ekki að tala við vitlausa manneskju

Hey, leyfðu mér að tala við hana (hélt að þetta væri Þúfu-dóttirin)

ég á enga systir, helduru að þú sérst ekki að hringja eitthvað vitlaust

Í hvaða númer hringdi ég?

4370

Þá náttúrulega trompaðist ég úr hlátri og stelpu greyið fór að hlægja líka. Einhver fyrir aftan hana fattaði að það var eitthvað furðulegt um að vera í símanum, hann hefur örugglega heyrt gaulið líka.

Óóóóooo, ég gleymdi að ýta á núll (það er innanhús kerfi hérna) ææææ,æææ. Heyrðu, þá ætla ég að drífa mig að hringja í Sirrý systur og spila fyrir hana...

Já, gerðu það...

já, ehe bless bless. di-di-di-di

Múhehehehehehe. Og það var ekki eins og ég hefði hitt á að hringja á Djúpavog þar sem ég þekki engann. ÉG HRINGDI Í NÆSTA HÚS !!!, og sé þessa manneskju örugglega reglulega. Ætli hún sé með símanúmerabirti. Ætti kannski að prófa að hringja aftur og spyrja hana að því. Þá heldur hún að ég sé alveg geðveik, ekki bara 98%.

Hæ, þetta er fiðlusnillingurinn í næsta húsi, var bara að spá hvort þú værir nokkuð með símanúmerabirti? Þú veist ekkert hver ég er, er það?