Mottó dagsins : Taktu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því !!!
Lífið er bara allt of yndislegt til að vera að eyða því í stress og læti, og ég er allt of værukær til þess. Mér þykir bara gaman að vera til og hef ekki hug á því að það breytist eitthvað. Núna er bara sól og blíða í Reykjavíkurborg, aldrei þessu vant. Fórum áðan, ég, Ásta og Ringa í ísbúð og skoðuðum aðeins vesturbæinn og Ægisíðuna. Þetta stórmerkilega útivistarsvæði Reykjavíkurbúa.
Ég er alveg búin að komast að því, eftir 22 ára sambúð að ég er engin akkorðsmanneskja og verð það aldrei. Ég vil bara fá að dunda mér í ró og næði og ég verð að fá tíma til að gera hlutina eftir mínu höfði. Ég fæddist í einhverju ótímavæddu rúmi (s.s. ekki í venjulegu sjúkrarúmi ;);)) og veröldin virkar ekki eins fá mínum sjónarhóli og frá annara. Eflaust á það við um alla, en fólk á ekki að reyna að fá mig til að virka eins og þau sjá það í þeirra veröld. Það bara virkar ekki.
Þið sem eruð orðin leið á því að ég man ekki neitt, veit ekki neitt og skil ekki neitt, megið náttúrulega fara til fjandans ;) Ég þarf aftur á móti að búa við þetta. Í síðustu viku var ég á leiðinni í búðina, sem er handan við hornið. Var næstum því komin alveg upp í skóla þegar ég fattaði það, að ég var ekkert á leiðinni í skólann, heldur í búðina að kaupa kartöflur. Ég gleymi að fara í skólann, þegar ég loksins ætla að mæta og heppin að hausinn er fastur á búknum. What a live !
Begga og Ragga eru komnar með pizzu handa mér... Se ja.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home