Ekki er maður duglegur að blogga þessa dagana, enda kemst fátt annað en fiðlan að. Setti smá prufutöku sem hún Gréta systir tók fyrir mig inn ;). Ýtið hér til að fá prufutöku
Þvílík skelfing. Ég kem aldrei til með að halda íbúðinni, verð kærð fyrir hljóðmengun. En æfingin skapar meistarann, I will only need 500 years ! Ætti ekki að vera mikið mál. Þau eru með krakka á efri hæðinni, ekki er minni hljóðmengun af því !
Það verða stífar æfingar þegar ég kem austur í litla, sæta, vel einangraða húsið. Er búin að vara sambýlingana við, kannski að þeir hugsi sig tvisvar um eftir að þeir heyra þetta.
Ég verð að fara að læsa apparatið inni svo að ég nái e.t.v. einhverju prófi.
Held að karl faðir minn sé týndur. Hér með lýsi ég eftir manninum ! Hann og Fjóla áttu að koma til landsins á mánudag og það hefur ekkert til þeirra spurst. Hef ekkert heyrt frá honum og veit ekki til þess að systkini mín hafi gert það heldur. Þau hafa örugglega tekið vitlausa vél í Flórida eða Kanada og endað í Suður-Afríku, þar sem þau sitja eflaust með Nelson Rolihlahla, vini og félaga og drekka kaffi. (Nema að hann hafi endað í Texas:)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home