Það er víst ábyggilegt að það er farið að líða að prófum. Fór í matarleiðangur áðan og fjórir pakkar af morgunkorni og 8 lítrar af mjólk urðu fyrir valinu. Það eru harðir tímar framundan og nú á að fara að taka á því.
Meira að segja fiðlan hefur fengið hvíld í bili og sérlega Linux-áhuga mínum var skúbbað út í horn.
Fór í 4T partý um helgina. Skondið að sjá hvað flestir eru eitthvað alveg eins og þegar við útskrifuðumst, og við verðum fimm ára stúdentar eftir tvö ár ! Holy moly...
Var að henda út úr tölvunni minni og held að ég hafi hent út hljóðinu líka, það heyrist ekkert... hmmmm, nenni ekki að spá í það, greyið verður örugglega hvort eð er strjauðuð eftir próf.
Gummi fór í klippingu, í fyrsta skipti í ár! Aumingja konan sem lenti í að klippa hann, þetta var bara eins og gaddavírsvöndur. Þetta var nú bara snyrt og lagað og núna sjást krullurnar enn betur.
Það er komið svo gott veður og mig langar svo að vera bara úti og leika mér, komast á hestbak og svona. Það er svo stutt eftir, en samt heill mánuður. Það er meira að segja búin að vera sól í Reykjavík undanfarna daga. Þetta bara er ekki sanngjarnt, maður er eins og belja bundin á bás fram á mitt vor... Ég er að hugsa um að kæra mig fyrir að halda mér innilokaðri þvert gegn vilja mínum. Það hlýtur að vera ólöglegt. Ætli það standi einhversstaðar, þarna í greininni sem fjallar um gíslatöku, innilokun eða eitthvað, að það eigi ekki við í þeim tilfellum sem gerandinn er maður sjálfur. Svo til að kóróna allt þá ætti ég að flytja þetta sjálf fyrir rétti.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home