Wednesday, March 26, 2008



Viljið þið giska?



Ónei, þetta er ekki ég !





Giskið aftur !



Ef þið gáið betur, skoðið myndina mjög vel þá sjáið þið að þetta er forsetafrú Frakkalands, ekki ég ;) Skoðið bara tærnar, þá sjáið þið það um leið !

Tuesday, March 25, 2008

Þegar ég vaknaði í morgun,þá bara vissi ég það. Ég hreinlega fann það á mér! Ætli það kallist ekki sjötta skilningsvitið, eitthvað sem við kvennþjóðin höfum þróað með okkur frá örófi alda. Ég er kona eigi einsömul! Ég varð að athuga þetta betur og það fór ekki á milli mála. Rúmmálsaukningin leyndi sér ekki, ótrúlega gerist þetta hratt. Ég bara vissi ekki hvernig ég átti að láta sjá mig svona, fara í skólann og láta sem ekkert sé og leyfa alþjóð að pískra um þetta. Það er nú þjóðríþrótt Spánverja að tala hver um annan. Ég ýtti við Gumma og reyndi að ræða þetta eitthvað við hann, en hann hafði lítinn áhuga og fannst þetta ekki tiltökumál. Ég fór aftur í spegilinn til að virða undrið fyrir mér, sætta mig við orðinn hlut. Nefið á mér er nú stórt fyrir, en kommón! It's so big it has it's own weathersistem! Spurning um að hringja í Guinness. Ætli þeir séu með símavakt?

,,Uhu... Sorry! tekur þú niður ábendingar um ný heimsmet...
Já, ég er með eitt til athugunnar...
það er á nefinu á mér...
tja! Fyrirbærið? Áður fyrr hefði það kallast bóla, en það var áður en ég sá hluti sem voru farnir að sveima á sporbaug umhverfis það! ... "


Ég vaknaði seint og illa og enginn tími fyrir grenjur eða bókaskrif. En veröldin er miskunnarlaus og kann engum grið. Á þessari stuttu leið steig ég í hundaskít; ekki einn af þessum stinnu pylsulaga, heldur ,,ég át of mikið af baunum" týpuna. Þetta hefur verið svona skrítinn baunahundur sem var framleiddur með innræktun rotta og hárbrúska. Það á ekki af mér að ganga!
Ég settist afsíðis í skólastofunni, en endilega þurfi einn hópfélagi minn í Carto að koma auga á mig og þurfa endilega að tala við mig um hópaverkefni. Það var nú huggun harmi gegn að hann þekkti mig svona... eða kannski ekki...
Greyið settist við hliðina á mér og ég sá hann gjóa augunum á hana Gilitrutt mína öðru hvoru, sjálfsagt hræddur um að hún myndi springa, fyrir utan að fitja upp á nefið og líta í kringum sig öðru hvoru, leitandi að fýluuppsprettunni.

Ég var að koma aftur heim úr skólanum og er að spá í hvað maður geri á svona degi. Er ekki ráðlegast að skríða bara undir sæng, áður en fleiri svona atvik eiga sér stað, vonast eftir því að þegar ég vakna aftur á morgun að þetta hafi bara verið draumur.


Hehe... setti inn Grýla á google - imagin... strax á 4 síðu kom upp mynd af Davíð Oddssyni
Hefur þetta eitthvað með stýrivaxtahækkanirnar í morgun að gera ;) Fær hann viðurnefnið Járnherrann - eða kannski Járnfóturinn... hehehe. Eða kannski bara hreinlega Grýla

Monday, March 24, 2008

Lewinsky hvað???

Hvað er málið með Frakklandsforseta og hans konur?

Fyrir utan það að hann skildi við konu sína núna í haust eftir 11 ára hjónaband, þrátt fyrir að hún hafi búið með öðrum manni 2005 og 2006. Rétt eftir skilnaðinn hittir hann enn eina ,,konuna í lífi sínu", fræga fyrirsætu og milljarðaerfingja og þau giftu sig nokkrum mánuðum seinn. Mánuði síðar giftist hans fyrrverandi svo viðhaldinu sínu sem er maroccoskur milli. Þessa dagana er svo að fara fram uppboð á nektarmyndum af NÚVERANDI forsetafrú, en það er allt í lagi af því að ,,Um er að ræða listaverk, smekklega nektarmynd sem tekin er af þekktum og virtum listamanni."
Það er nú tilbreyting samt að hafa svona spússu sem forsetafrú. Ekki það fyrsta sem manni dettur í hug. Frakkarnir klikka ekki á þessu!


Hvað eru bandaríkjamenn að velta sér upp úr Lewinsky enn þann dag í dag? Og þvílíku hreinsanirnar sem eru unnar þar þessa dagana með ríkisstjórana. Held reyndar að það hafi meiri pólitískan tilgang að upplýsa öll þessi framhjáhöld en að það komi eitthvað við siðferðiskennd þeirra.
Það sem ég átta mig bara ekki alveg á er þetta með konurnar þeirra. Ef ég væri með lögfræðigráðu frá Harvard og hefði lagt starfsframann á hilluna til að ala upp börnin mín með manninum mínum og standa með honum í hans starfsframa í blíðu og stríðu, hans markmið verða þeirra markmið; komast síðan að því að hann væri búinn að eyða milljónum í hórur sl. árin. Djöfull myndi ég þokkalega urlast! Ég held að eina ástæðan fyrir því að hún stóð þarna við hliðina á honum er að hún átti viðhald líka;)

Never the less. Frakkar virðast hafa tekið þann pólinn í hæðina að pólitískur leiðtogi þarf ekki að vera einhver siðapostuli eða fyrirmynd annara í einkalífinu. Telst þetta sem aðskilnaður ríkis og kirkju? ;)

En fyrrverandi frakklandsforsetafrú fór að mínum ráðum... grenjaði svolítið og skrifaði svo bók um það! Það sem verra er er að núna er hún með móral yfir trúnóinu sem hún fór á og er að reyna að afturkalla útgáfuna. Þetta er bara eins og góð slúðursaga af balli í Valaskjálf;)

Saturday, March 22, 2008

Ræðu aldarinnar er að finna hérna:
Obama speech

Og alveg þess virði að eyða einum 30 mínútum í að hlusta á hana, bandaríkjamaður eða ekki; Ég held hún eigi við okkur öll!
Stundum þegar ég heyri ræður þar sem kynþáttafordómar koma við sögu, finnst mér eins og ég ætti að skammast mín fyrir að vera jafn skjannahvít og ég er. Oftar en ekki er verið að dæma hvíta fólkið í heild sinni fyrir að fara svona illa með litað fólk. Vissulega á það allt saman sína sögu og gerist enn í dag. Ég vil samt ekki láta stilla mér upp við einhvern vegg eða flokka mig í einhvern flokk. Þessi ræða ,,A more perfect union" fjallar um þetta frá báðum hliðum. Hann talar um hvíta ömmu sína sem viðurkenndi að það vekti hjá henni ótta að mæta svörtum manni úti á götu en jafnframt elskaði hún barnabarn sitt meira en allt annað í veröldinni.

Fordómar eru fáviska og hræðsla á hvorn veginn sem þeir eru. Þegar ég heyri einhvern koma með yfirlýsingar um aðra kynþætti eða þjóðfélagsstéttir þá segir það mér meira um viðkomandi en málefnin sem hann talar um.
Maður lærir margt af ferðalögum og kynnast öðruvísi fólki. Ég er að verða komin á þá skoðun að fólkið í heiminum er alls staðar eins í megin atriðum (ég á nú samt helvíti mikið enn eftir að skoða í heiminum;) ) . Það má flokka það í 4 - 6 hópa og það hefur ekkert með kynþátt, kyn, kynhneigð eða stéttarskiptingu að gera.

Vísindavefurinn
Samkvæmt rannsóknum í málvísindum merkir orðið 'heimskur' nefnilega bókstaflega að vera heimaalinn, að hafa sjaldan komið út fyrir heimilið...

Ég held að það sem fólk þekkir ekki er það oftar en ekki hrætt við og kemur í framhaldi af því með óréttmætar yfirlýsingar. Ef ég hefði búið á sama staðnum alltaf, alltaf umgengist sama fólkið, aldrei farið neitt í skóla og lítið lesið um ævina. Myndi ég ekki fá áfall ef svartur maður myndi ganga um götur bæjarins? Eða tveir karlmenn að leiða hvorn annan? Jafn vel tveir karlmenn með barn þar sem krakkinn kallar báða pabba.
Litla Bergrós Ásta gónir þvílíkt á afríkubúana hérna. Og eftir að hún fór að benda þá fer þetta að verða frekar vandræðalegt stundum þegar hún bendir, kallar og gónir á fólkið. En hún er 9 mánaða og vitsmunavera miðað við það!

En ræðan er góð. Held með Obama, jafnvel þó ég sé af sama "kyni og kynþætti" og Clinton. Þá er spurningin, er það vegna þess að hann er svartur eða málefnanna?

Never the less...

Páskasteikin í ár... Tja... Ætli ég verði ekki bara að fara að éta helvítis naglann;) En maður getur ekki bæði selt kúna og drukkið úr henni! Kannski best að eiga hann áfram ef enn harðnar í ári.
Á nokkrar andabringur í frosti. Gréta systir gerði þessa snilldar appelsínusósu um áramótin, spurning um að reyna að leika þann leik eftir. Annars langar mig að prófa kalkún og fyllinguna hennar Sirrýar systur. (Veit að Gréta systir er með kalkún svo það er spurning um að njósna um hvernig hún ætlar að elda hann)

Rassinn stækkar lítið af páskaeggjunum þessa páskana. En kannski eins gott ef ég ætla að komast eitthvað áfram í hlaupum. Langar að fara í hálft maraþon með Rocio næsta vetur en það eru fuc.... 21 km svo það þarf þá að taka sig vel á!

Tuesday, March 18, 2008

Og krónan er í sögulegu lágmarki!
Þarf að borga leiguna á morgun og hún er búin að hækka um 12 þús. kall íslenskar krónur frá því um síðustu mánaðarmót. Gott að ég á nóg af fötum og bleyjum á krakkann í bili. Meira verður ekki keypt fyrr en evran er aftur komin niður fyrir 110 kallinn en hún er tæpar 123 kr. núna! Það er að hitna svo mikið í veðri að samfellan fer að duga ein og sér.

Er að brasa í video-klippi-málum. Á aldrei eftir að hætta að segja video þó svo að þetta sé meira stafræn myndbands upptökuvél! Ég veit það kemur að því að krakkinn minn spyr að því, af hverju ég tali um video? Eða af hverju ég tali um að festa þetta á filmu? Þá ætla ég að staldra aðeins við og upplifa ,,mómentið" sem ÉG er manneskjan sem er eldri og vitrari;) hehe
Eins og krakkinn sem hlustaði á afa sinn tala um vin sinn sem var prentari og sagði: ,,En afi ! Hvernig getur maður verið prentari?"

En engu að síður! Hver veit í hvaða forriti er best að klippa og brasa þetta? Er að hlaða spólunum inn og er að verða búin að fylla 300 GB harðan disk. Ég sé nú alveg að myndirnar af krakkanum, fyrsta mánuðinn, eru ekki alveg að gera sig. Ég held að ein spólan sé bara þar sem hún er sofandi, en það var verið að bíða eftir því að hún vaknaði til að festa það á FILMU. Spurning um að stytta það aðeins;)

Annars er hrikalega gott veður þessa dagana. Mér er heitt í andlitinu eftir göngutúrinn í dag. Við Gummi splæstum á okkur borðtennisspöðum (áttum 3 evrur frá því í góðærinu) en það er fullt af borðum í garðinum hérna hjá. Borðtennis er nú varla úti íþrótt, en það breytir svo sem litlu hérna. Verra að spila á móti sólinni, maður reiknar bara út m.v. hvellinn þegar kúlan var slegin til baka og reynir þá að sveifla spaðanum nóg og athuga hvort það kemur ekki dynkur til marks um að maður hafi hitt... Ég þarf varla að taka það fram hver vann, er það nokkuð?

Monday, March 17, 2008

Úfff... ég var að enda við að éta heila dós af svörtum ólífum. Ég bara alveg gleymdi mér og þar sem þær voru hérna í skál við hliðina á mér... Hverjar eru líkurnar á að ég eyði það sem eftir lifir dags á dollunni? En það er þá þráðlaust netsamband hérna svo ég get tekið tölvuna með...

En páskafríið er byrjað og aldrei þessu vant ætlum við að taka því bara rólega. Ekkert ferðalag, engar heimsóknir og ekkert skipulagt fyrirfram. Sl. daga höfum við bara leikið við Stubbalubb og dundað hitt og þetta. Við erum búin að vera dugleg að brúka tennisvöllinn hérna við hliðina og farin að geta spilað leik án þess að uppgjöfin gangi bara fram og tilbaka án stiga. Hitinn og þurrkurinn er að gera útaf við allt hérna. Það bíða allir eftir rigningu. Það hafa verið um 20 til 25 stig á daginn sem er fínn hiti. Ekki of heitt og ekki of kalt, en það hefur ekki rignt vikum saman og lítið þegar það gerist. Þetta er ekki eðlilegt fyrir þetta tímabil.
En það er fínt að komast í sólbað öðru hvoru.

Eg veit ekki hvað er eiginlega í gangi með efnahagsmálin, en ef krónan heldur áfram að vera í frjálsu falli þá stefni ég hraðbyr í gjaldþrot! Útreikningar sem gerðir voru þetta árið eru allir á skjön, þó höfðu þeir eitthvað slagrými.
Evran fór í 119 kr í dag en þegar við komum út þá var hún í 89 kr og um 95 kr um áramótin.
Og miðað við hlutabréfamarkaðinn þá má áætla að íslenskt efnahagslíf sé í rúst. Fyrir utan ríkissjóð kannski sem var rekinn með hagnaði. En það er svo sem öll Evrópa sem og Bandaríkin sem taka þátt í þessari kreppu.
En ætli þetta dugi til að hinn hefðibundni Íslendingur fari að spara?

En skólinn er byrjaður aftur eftir annaskipti, ég hef nú smá rými til að anda öðru hvoru. Þarf að fara að huga að lokaverkefni en er ótrúlega ófrumleg í hugsun eitthvað. Spurning um að heyra í einhverjum heima og athuga hvort þeir séu ekki með eitthvað mælingaverkefni sem er ekki of lítið eða of stórt svo ég geti unnið það í sumar á launum :) Það væri voðalega notalegt fyrir bankareikninginn minnstkosti!