Saturday, March 22, 2008

Ræðu aldarinnar er að finna hérna:
Obama speech

Og alveg þess virði að eyða einum 30 mínútum í að hlusta á hana, bandaríkjamaður eða ekki; Ég held hún eigi við okkur öll!
Stundum þegar ég heyri ræður þar sem kynþáttafordómar koma við sögu, finnst mér eins og ég ætti að skammast mín fyrir að vera jafn skjannahvít og ég er. Oftar en ekki er verið að dæma hvíta fólkið í heild sinni fyrir að fara svona illa með litað fólk. Vissulega á það allt saman sína sögu og gerist enn í dag. Ég vil samt ekki láta stilla mér upp við einhvern vegg eða flokka mig í einhvern flokk. Þessi ræða ,,A more perfect union" fjallar um þetta frá báðum hliðum. Hann talar um hvíta ömmu sína sem viðurkenndi að það vekti hjá henni ótta að mæta svörtum manni úti á götu en jafnframt elskaði hún barnabarn sitt meira en allt annað í veröldinni.

Fordómar eru fáviska og hræðsla á hvorn veginn sem þeir eru. Þegar ég heyri einhvern koma með yfirlýsingar um aðra kynþætti eða þjóðfélagsstéttir þá segir það mér meira um viðkomandi en málefnin sem hann talar um.
Maður lærir margt af ferðalögum og kynnast öðruvísi fólki. Ég er að verða komin á þá skoðun að fólkið í heiminum er alls staðar eins í megin atriðum (ég á nú samt helvíti mikið enn eftir að skoða í heiminum;) ) . Það má flokka það í 4 - 6 hópa og það hefur ekkert með kynþátt, kyn, kynhneigð eða stéttarskiptingu að gera.

Vísindavefurinn
Samkvæmt rannsóknum í málvísindum merkir orðið 'heimskur' nefnilega bókstaflega að vera heimaalinn, að hafa sjaldan komið út fyrir heimilið...

Ég held að það sem fólk þekkir ekki er það oftar en ekki hrætt við og kemur í framhaldi af því með óréttmætar yfirlýsingar. Ef ég hefði búið á sama staðnum alltaf, alltaf umgengist sama fólkið, aldrei farið neitt í skóla og lítið lesið um ævina. Myndi ég ekki fá áfall ef svartur maður myndi ganga um götur bæjarins? Eða tveir karlmenn að leiða hvorn annan? Jafn vel tveir karlmenn með barn þar sem krakkinn kallar báða pabba.
Litla Bergrós Ásta gónir þvílíkt á afríkubúana hérna. Og eftir að hún fór að benda þá fer þetta að verða frekar vandræðalegt stundum þegar hún bendir, kallar og gónir á fólkið. En hún er 9 mánaða og vitsmunavera miðað við það!

En ræðan er góð. Held með Obama, jafnvel þó ég sé af sama "kyni og kynþætti" og Clinton. Þá er spurningin, er það vegna þess að hann er svartur eða málefnanna?

Never the less...

Páskasteikin í ár... Tja... Ætli ég verði ekki bara að fara að éta helvítis naglann;) En maður getur ekki bæði selt kúna og drukkið úr henni! Kannski best að eiga hann áfram ef enn harðnar í ári.
Á nokkrar andabringur í frosti. Gréta systir gerði þessa snilldar appelsínusósu um áramótin, spurning um að reyna að leika þann leik eftir. Annars langar mig að prófa kalkún og fyllinguna hennar Sirrýar systur. (Veit að Gréta systir er með kalkún svo það er spurning um að njósna um hvernig hún ætlar að elda hann)

Rassinn stækkar lítið af páskaeggjunum þessa páskana. En kannski eins gott ef ég ætla að komast eitthvað áfram í hlaupum. Langar að fara í hálft maraþon með Rocio næsta vetur en það eru fuc.... 21 km svo það þarf þá að taka sig vel á!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home