Tuesday, March 18, 2008

Og krónan er í sögulegu lágmarki!
Þarf að borga leiguna á morgun og hún er búin að hækka um 12 þús. kall íslenskar krónur frá því um síðustu mánaðarmót. Gott að ég á nóg af fötum og bleyjum á krakkann í bili. Meira verður ekki keypt fyrr en evran er aftur komin niður fyrir 110 kallinn en hún er tæpar 123 kr. núna! Það er að hitna svo mikið í veðri að samfellan fer að duga ein og sér.

Er að brasa í video-klippi-málum. Á aldrei eftir að hætta að segja video þó svo að þetta sé meira stafræn myndbands upptökuvél! Ég veit það kemur að því að krakkinn minn spyr að því, af hverju ég tali um video? Eða af hverju ég tali um að festa þetta á filmu? Þá ætla ég að staldra aðeins við og upplifa ,,mómentið" sem ÉG er manneskjan sem er eldri og vitrari;) hehe
Eins og krakkinn sem hlustaði á afa sinn tala um vin sinn sem var prentari og sagði: ,,En afi ! Hvernig getur maður verið prentari?"

En engu að síður! Hver veit í hvaða forriti er best að klippa og brasa þetta? Er að hlaða spólunum inn og er að verða búin að fylla 300 GB harðan disk. Ég sé nú alveg að myndirnar af krakkanum, fyrsta mánuðinn, eru ekki alveg að gera sig. Ég held að ein spólan sé bara þar sem hún er sofandi, en það var verið að bíða eftir því að hún vaknaði til að festa það á FILMU. Spurning um að stytta það aðeins;)

Annars er hrikalega gott veður þessa dagana. Mér er heitt í andlitinu eftir göngutúrinn í dag. Við Gummi splæstum á okkur borðtennisspöðum (áttum 3 evrur frá því í góðærinu) en það er fullt af borðum í garðinum hérna hjá. Borðtennis er nú varla úti íþrótt, en það breytir svo sem litlu hérna. Verra að spila á móti sólinni, maður reiknar bara út m.v. hvellinn þegar kúlan var slegin til baka og reynir þá að sveifla spaðanum nóg og athuga hvort það kemur ekki dynkur til marks um að maður hafi hitt... Ég þarf varla að taka það fram hver vann, er það nokkuð?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home