Tuesday, March 25, 2008

Þegar ég vaknaði í morgun,þá bara vissi ég það. Ég hreinlega fann það á mér! Ætli það kallist ekki sjötta skilningsvitið, eitthvað sem við kvennþjóðin höfum þróað með okkur frá örófi alda. Ég er kona eigi einsömul! Ég varð að athuga þetta betur og það fór ekki á milli mála. Rúmmálsaukningin leyndi sér ekki, ótrúlega gerist þetta hratt. Ég bara vissi ekki hvernig ég átti að láta sjá mig svona, fara í skólann og láta sem ekkert sé og leyfa alþjóð að pískra um þetta. Það er nú þjóðríþrótt Spánverja að tala hver um annan. Ég ýtti við Gumma og reyndi að ræða þetta eitthvað við hann, en hann hafði lítinn áhuga og fannst þetta ekki tiltökumál. Ég fór aftur í spegilinn til að virða undrið fyrir mér, sætta mig við orðinn hlut. Nefið á mér er nú stórt fyrir, en kommón! It's so big it has it's own weathersistem! Spurning um að hringja í Guinness. Ætli þeir séu með símavakt?

,,Uhu... Sorry! tekur þú niður ábendingar um ný heimsmet...
Já, ég er með eitt til athugunnar...
það er á nefinu á mér...
tja! Fyrirbærið? Áður fyrr hefði það kallast bóla, en það var áður en ég sá hluti sem voru farnir að sveima á sporbaug umhverfis það! ... "


Ég vaknaði seint og illa og enginn tími fyrir grenjur eða bókaskrif. En veröldin er miskunnarlaus og kann engum grið. Á þessari stuttu leið steig ég í hundaskít; ekki einn af þessum stinnu pylsulaga, heldur ,,ég át of mikið af baunum" týpuna. Þetta hefur verið svona skrítinn baunahundur sem var framleiddur með innræktun rotta og hárbrúska. Það á ekki af mér að ganga!
Ég settist afsíðis í skólastofunni, en endilega þurfi einn hópfélagi minn í Carto að koma auga á mig og þurfa endilega að tala við mig um hópaverkefni. Það var nú huggun harmi gegn að hann þekkti mig svona... eða kannski ekki...
Greyið settist við hliðina á mér og ég sá hann gjóa augunum á hana Gilitrutt mína öðru hvoru, sjálfsagt hræddur um að hún myndi springa, fyrir utan að fitja upp á nefið og líta í kringum sig öðru hvoru, leitandi að fýluuppsprettunni.

Ég var að koma aftur heim úr skólanum og er að spá í hvað maður geri á svona degi. Er ekki ráðlegast að skríða bara undir sæng, áður en fleiri svona atvik eiga sér stað, vonast eftir því að þegar ég vakna aftur á morgun að þetta hafi bara verið draumur.


Hehe... setti inn Grýla á google - imagin... strax á 4 síðu kom upp mynd af Davíð Oddssyni
Hefur þetta eitthvað með stýrivaxtahækkanirnar í morgun að gera ;) Fær hann viðurnefnið Járnherrann - eða kannski Járnfóturinn... hehehe. Eða kannski bara hreinlega Grýla

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góður pistill.
"Ég er kona eigi einsömul!"
Hvað heldurðu að manni detti fyrst í hug þegar maður les svona?? hehe
Gunnarsstaðadóninn

8:00 AM  
Blogger Katrín said...

Að ég sé með bólu á nefinu ;) Sem fer óðum hjaðnandi, sem betur fer !

8:41 PM  

Post a Comment

<< Home