Sunday, October 22, 2006

Loksins orðin löggildur piparsveinn ;)

Ótrúlegt en satt þá er fyrsta háskólagráðan í höfn. Ég gat að vísu ekki verið viðstödd þegar nafnið mitt var lesið upp en þeir ætla að geyma skírteinið fyrir mig þangað til ég kem aftur á klakann.
Eftir allt þetta puð hefði nú verið gaman að vera viðstödd og fá smá viðurkenningu fyrir þetta streð mitt en það bíður betri tíma.

Við Gummi héldum upp á þetta, fórum út að borða á einhvern fínan veitingastað.
Þar sem 20 kg af farangri bjóða ekki upp á mikið úrval af fötum þá vorum við víst ekki alveg eins og þjóninum fannst viðskiptavinir sínir ættu að vera. Ég átti alveg von á að hann myndi biðja okkur um að sýna peninga áður en hann við fengum að panta. Hann ákvað samt að taka sjensinn og við sluppum við það.
Einhver lenska hérna er að skýra réttina einhverjum nöfnum sem hafa ekkert að gera með það hvað í þeim er. Við klikkuðum á því að taka með okkur orðabók og eiginlega enduðum á að gera úllen dúllen doff! Næst ætla ég að taka með mér myndavél og þegar þjónninn lítur undan þá ætla ég að taka mynd af matseðlinum og þýða hann svo heima.
Þjónninn gat lítið hjálpað okkur þar sem hann talaði enga ensku en tilraunir mínar við að leika humar framkölluðu nú smá glott á fésið á honum.
Endaði samt með eggjasúpu með reyktu svínakjöti, grillaðan fisk og súkkulaði köku (ein sú mesta málasnilld mannkynsins er að hafa súkkulaði nokkurn veginn eins á öllum tungumálum) og Gummi fékk eitthvað soð (sem var súpa í bolla) og reyktan kúahala!

Ég verð eiginlega að láta Pabba vita af því að við fórum á veitingastað og fengum reykta kúahala! Honum fannst það nefninlega lítil kurteisi að spyrja hvað væri í matinn, hvað þá að láta í ljós óánægju yfir því, svo ævinlega ef hann heyrði mann spyrja hvað væri í matinn þá greyp hann fram í og sagði... ,, það eru bara reyktir kúahalar" og þar við sat!

Ef þið farið á veitingastað hérna þá mæli ég sérstaklega með Rapo de Toro. Þetta er að vísu ekki borið fram alveg sem hali, þetta er ekki á löngum disk en beinið er með, og kjötið er frekar feitt. Ég hef nú aldrei gert neinar sérstakar væntingar til þess að éta halann þegar ég sé hann allan útataðan í kúaskít... en kemur á óvart ;)

Friday, October 20, 2006

Mismunandi siðir... Eru við algjörir dúddar eða eru þeir aðeins að missa sig?

Var að spjalla við spænska stelpu þegar einhver vinur hennar kom. Þau náttúrulega hrópuðu upp yfir sig og kysstust á báðar kinnar og svo þetta venjulega: hvernig gengur? Hvernig er í skólanum? o.s.frv. Svo kynnti stelpan mig: ,, Hérna er Katrín, hún er skiptinemi frá Íslandi og þetta er Luis, frá sama þorpi og ég." Ég náttúrulega var að fara að rétta manninum spaðann þegar gaurinn stekkur á mig og kyssir mig á báðar kinnar, hálf tekur utan um mig í leiðinni. Ég stóð bara eins og tré þarna enda átti ég ekki alveg von á þessu. Þau sáu það nú greinilega á mér og fóru að hlæja að þessu, spurðu hvort þetta væri ekki venjan heima hjá mér...(ágætt að ég barði gaurinn ekki þegar hann kom inn á "mitt svæði")

Ég fór að pæla í muninum á fólkinu heima og hérna.
Hérna hafa allir gríðarlega snertiþörf og þetta endalausa kossaflens.
Þegar ég er að bíða eftir strætó í strætóskýlinu við skólann þá koma kannski einhverjar 3 - 5 vinkonur og eru að bíða eftir strætó. Þær taka ekki allar sama strætóinn og því kyssast þær allar bless, koss á hvora kinn, þegar annar strætóinn kemur. Þær sjást svo aftur í skólanum daginn eftir.

Svo eru líka allir, allt niður í 13 ára aldur held ég, helmingur af pari... og allur heimurinn þarf að vita það. Meira að segja fertuga fólkið leiðist og kyssist úti á götu.
Það kemur alveg fyrir að ég leiði Gumma. Ég þarf samt ekki að hanga utan í honum, skakast á honum og kyssa hann á hverju götuhorni svo það slitni ekki á milli okkar slefan. Gríðarlega er maður órómantískur! Þeir hljóta að halda að við séum voðalega óhamingjusamt par, ef það á annað borð hvarflar að þeim að við séum yfir höfuð par.

Ég var að reyna að segja stelpunni að heima væri þetta meira svona að gaurarnir færu á barinn, drykkju sig fulla, finndu svo einhverja álíka drukkna gellu og pickuplinan væri: heima hjá mér eða þér?
Ef þetta gengi sæmilega upp, klóin passar í innstunguna, þá væri kominn bíll, íbúð, krakki og ógrynni af skuldum innan tveggja ára - oftar en ekki skilnaður, fastráðinn lögfræðingur og meðlagsdeilur innan fjögurra ára.
Þá fer gaurinn aftur á barinn til að drekkja sorgum sínum - sama barinn og upphaflega - þar sem hann hefur þurft að stunda kaffihús, matarboð og leikhúsferðir með par-vinum undanfarin fjögur ár.

Erum við dúddar eða eru þeir aðeins að missa sig?

Monday, October 16, 2006

Setti inn myndir af nautaatinu - ég vara ykkur samt við! þær eru ekki geðslegar, margar hverjar eiginlega bara ógeðslegar. Ég sé að ég á enn greinilega langt í að gerast alvöru villimaður, ég hef ekki alveg þessa mannvonsku að níðast svona á skepnunum.
Það að elta hænurnar hennar ömmu og kreysta eggin úr þeim, hanga í halanum á kálfunum eða ýta hundinum fram af flekanum til að sjá hann synda í land er tittlingaskítur í samanburði við þetta. Þetta á rætur sínar að rekja til hreinnar mannvonsku!

Fór í ,,Kringluna" - Centro Comercial de Loma öðru nafni- í dag. Við Gummi ákváðum að rölta þangað en enduðum í einhverjum ógöngum þegar við ætluðum að stytta okkur leið fyrir ólífuakrana. Vissum ekkert hvert við forum komin og sáum bara ólífutré. Náðum að koma okkur á rétta braut á endanum.

FANN PÖNNUKÖKUR ! og í fyrsta skipti frá því að ég kom hingað át ég alveg magafylli mína. Mikið óskaplega var það gott.

Merkilegt hvað tíminn er afstæður hérna. Fórum með strætó til baka og þurftum bara að bíða í rétt rúman hálftíma eftir honum. Maður er svo sem ekkert að kippa sér upp við það, það væri fyrst eitthvað óeðlilegt við það ef hann kæmi á réttum tíma.
Svo er spurningin um að fara að herða sig upp í matargerðinni. Keypti krabba og ætla að prófa að elda hann. Legg ekki alveg strax í smokkfiskinn.
Hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að elda hann. Ég verð að fara að redda mér almennilegri spænskri matreiðslubók.

Er að baksast við að gera lasanga í gasofninum, spurning hvort við fáum skitu af því. Það var reyndar í tilbúinni pakningu, en ég þurfti að taka utan af því og svona áður en ég setti í ofninn...

Thursday, October 12, 2006



Þá er ég búin að sjá þessa barbaraíþrótt. Ég viðurkenni alveg að maður hrífst með stemmingunni sem myndast á nautaatinu, svona er maður illa innrættur. Það er fullt af hefðum í kringum þetta og alls kyns kúnstir.
Þetta voru 6 nautaöt, þrír nautabanar og hver þeirra tvisvar. Einn var voðalega lélegur og það var mikið púað á hann. Hann ætlaði bara ekki að ná að drepa nautið, hálf murkaði úr því líftóruna. Nautið var farið að æla blóði og vafra um og maðurinn bara náði ekki að stinga það þannig að það dræpist. Það voru allir farnir að púa og arga. Það kom svo einhver gaur og stakk stuttum hníf aftan við hnakkann á nautinu og þá loksins datt það niður. Það var hálfgerður óhugur í manni eftir þetta.
Hinir nautabanarnir voru aftur á móti mjög snöggir að þessu. Léku lystir sýnar á hestunum, alls kyns snúningar, krossgangar og dansar en voru snöggir að aflífa nautið þegar þar að kom.

Þetta nautaat var á hestum. Mig langar að fara aftur og sjá þá hlaupandi. Kannski nær nautið þeim þá ;)



Þarna verð ég á eftir. Búin að kaupa mér miða á fremsta bekk! Nú er að duga eða drepast. Veit ekkert hvernig mér á eftir að finnast þessi villimannsíþrótt þeirra. Það eru allir þvílíkt hrifnir af nautaatinu. Færu á öll, dag eftir dag, ef þeir ættu pening. Í hverjum einasta krummaskuði er svona nautaatshús. Allir bekkjarfélagar mínir þekkja nautabanana og hafa einhverja skoðun á því hverjir eru góðir og hverjir ekki. Þetta geta þeir rökrætt fram og til baka.
Ætli þetta sé ekki eitthvað svipað og með hestana hjá okkur og hestamannamótin. Á eftir verður nautaat með hestum. Mig langar að sjá það og svo á að vera einhver rosalega góður nautabani á sunnudaginn, einhver voðalega frægur.
En þetta kemur von bráðar í ljós. Er alveg komin með fiðrildi í magann!
Þeir voru að koma með hestana áðan þegar ég fór að kaupa miða. Stalst til að kíkja inn í hringinn ;) Posted by Picasa

Wednesday, October 11, 2006

Það eru fleiri myndir á leiðinni á netið. Þvílíkt farg af myndum sem ég er búin að safna að mér og alltaf bara hent inn á diskinn óflokkað og ófrágengið! Veit ekki á gott.

Konur í tilvistarkreppu og strætó!

Þessa dagana er strætó brúkaður óspart, allt upp í 4 ferðir á dag ef ég nenni ekki að labba í skólann. Það er yfirleitt fínt að labba í skólann og taka svo strætó til baka. Það er nefninlega allt niður í mót á leiðinni í skólann og tekur rétt um 35 mínútur. En ekki sjens að ég nenni að labba til baka ;)
Hérna nota allir strætó, strætóferðin kostar um 35 krónur og strætóinn er alltaf stappaður af fólki og yfirleitt aldrei laus sæti.

Svo komu tvær gamlar konur inn í strætóinn. Eitt sæti var laust og þær fara að rífast um hver eigi að sitja í því, eða öllu heldur hver eigi ekki að sitja í því. Báðar ,,héldu því fram" að hin væri eldri og vesældarlegri og ætti því frekar að sitja í sætinu. Þetta endaði með því að báðar stóðu. Ég stóð fyrir aftan sætið, var að spá í að svekkja þær og hlamma mér í sætið fyrst þær ætluðu ekki að sitja þar en kunni varla við það. Sætið stóð autt áfram. Svo keyrir strætóinn náttúrulega eins og skrattinn sé á hælunum á honum og konugreyin hentust til og frá. Næst þegar hann stoppaði kom gamall kall inn í strætóinn og þær hjálpuðu honum báðar að setjast í lausa sætið(hann var nefninlega svo gamall og átti svo bágt). Þegar strætóinn fór af stað var önnur næstum dottin og kona sem sat í sæti rétt hjá stóð upp og sagði henni að setjast. Gamla tók það náttúrulega ekki í mál þó svo að hin gamla konan kvatti hana þvílíkt til að hætta þessari vitleysu og setjast nú... (sjálf rétt lafði hún á stönginni, fauk til eins og laufblað þegar strætóinn hreyfðist). Gamla hékk enn uppi á stoltinu og sagði konunni að hún gæti bara átt þetta sæti sitt, hún ætlaði ekki að setjast. Konan reifst eitthvað við hana en settist svo bara aftur. Einhverju síðar fóru nokkri úr strætónum og önnur gamla konan varð bara að setjast. Hin klabbaði henni á öxlina, beið aðeins og hálf rak svo einhverja stelpu úr sætinu sínu til að setjast þar. Hún hafði unnið og henni var óhætt að setjast!

Ég ætla að setja brakepoint á líflínuna þegar einhver stendur upp fyrir mér í strætó. Þá veit ég að ég er orðin nógu gömul til að hljóta virðingu samborgara minna - fyrir það eitt að vera gömul og hafa lufsast þetta lengi ofanjarðar á þessari plánetu. Ég kem til með að staulast í sætið, segja: ,,Þakka þér fyrir vinurinn/vinan, þetta var nú fallegt af þér, þú ert góð/ur og vel uppalin stúlka/drengur". Svo þegar ég lít út um gluggann þá leyfi ég mér að hugsa - Lúser... tapaðir sætinu þínu, ég er ekkert eins gömul og ég lít út fyrir að vera - sucker! Helduru að ég sé einhver aumingi að geta ekki staðið í lappirnar? En fyrst þú endilega vilt...

Saturday, October 07, 2006

Setti aðeins af myndum á netið og fleiri eru á leiðinni ;)

Monday, October 02, 2006

Ta hefst fyrsta alvoru skolavikan. Maetti i fyrsta tima i morgun sem var svo ekki. Var svo heppin ad rekast a Manolo, bekkjarbrodur minn, sem sagdi mer ad timinn vaeri ekki, annars vaeri eg enn ad leita ad stofunni og kennaranum. Eins furdulegt og tad er ta eru verklegu timarnir a morgnana og fyrirlestrarnir a kvoldin, fra half fjogur til half atta eda half niu. Svo gera teir ekkert a milli eitt og 3 a daginn.

Mer list vel a ad vera svona fa i bekknum. Tad eru tvo sem eru med mer i ollum timum og tau eru mjog dugleg ad lata mig vita um tau atridi sem eg nadi ekki tegar kennarinn bladradi i belg og bidu.

Eitt skil eg samt ekki med Spanverja. Teir laera ensku i 7 til 8 ar i grunn og framhaldsskola og eru samt med ollu otalandi og skilja litid sem ekkert. Tad eru allar myndir talsettar. Herna talar Brad Pitt spaensku og tad er alveg faranlegt ad horfa a talsettar myndir. Teir meira ad segja tyda styrikerfin i tolvunum og allar skolabaekurnar. Einn kennarinn setti enska staerdfraedibok a bokalistann og tad aetlar enginn ad kaupa hana fyrst tad er ekki haegt ad fa hana a spaensku. Eg held ad tetta se eitthvad alika og med okkur og donskuna.

Gerdi ekkert um helgina. Tad er svo otrulega skritid ad hafa ekkert serstakt ad gera. Gummi var ad laera, hann er ad na upp tvi sem hann a eftir ad gera i fjarnaminu. Eg las bara Harry Potter, a spaensku til ad reyna ad aefa mig eitthvad, og prjonadi og rolti um baeinn. Otrulega skritid ad hafa nogan tima til ad dunda ser. En nu fer liklega eitthvad ad fara ad gerast i skolanum og ta get eg farid ad sinna tvi eitthvad.

Faum netid heim a midvikudaginn vaentanlega. Eg fann simasnuru tarna en eg veti svo sem ekkert hvort tad er bara stubbur ut ur veggnum hinu megin. Tad kemur gaur a midvikudaginn til ad tengja tetta fyrir okkur, vona bara ad tad virki. Tad verdur otrulegur munur ad komast a netid heima en ekki i skolatolvunum.