Það eru fleiri myndir á leiðinni á netið. Þvílíkt farg af myndum sem ég er búin að safna að mér og alltaf bara hent inn á diskinn óflokkað og ófrágengið! Veit ekki á gott.
Konur í tilvistarkreppu og strætó!
Þessa dagana er strætó brúkaður óspart, allt upp í 4 ferðir á dag ef ég nenni ekki að labba í skólann. Það er yfirleitt fínt að labba í skólann og taka svo strætó til baka. Það er nefninlega allt niður í mót á leiðinni í skólann og tekur rétt um 35 mínútur. En ekki sjens að ég nenni að labba til baka ;)
Hérna nota allir strætó, strætóferðin kostar um 35 krónur og strætóinn er alltaf stappaður af fólki og yfirleitt aldrei laus sæti.
Svo komu tvær gamlar konur inn í strætóinn. Eitt sæti var laust og þær fara að rífast um hver eigi að sitja í því, eða öllu heldur hver eigi ekki að sitja í því. Báðar ,,héldu því fram" að hin væri eldri og vesældarlegri og ætti því frekar að sitja í sætinu. Þetta endaði með því að báðar stóðu. Ég stóð fyrir aftan sætið, var að spá í að svekkja þær og hlamma mér í sætið fyrst þær ætluðu ekki að sitja þar en kunni varla við það. Sætið stóð autt áfram. Svo keyrir strætóinn náttúrulega eins og skrattinn sé á hælunum á honum og konugreyin hentust til og frá. Næst þegar hann stoppaði kom gamall kall inn í strætóinn og þær hjálpuðu honum báðar að setjast í lausa sætið(hann var nefninlega svo gamall og átti svo bágt). Þegar strætóinn fór af stað var önnur næstum dottin og kona sem sat í sæti rétt hjá stóð upp og sagði henni að setjast. Gamla tók það náttúrulega ekki í mál þó svo að hin gamla konan kvatti hana þvílíkt til að hætta þessari vitleysu og setjast nú... (sjálf rétt lafði hún á stönginni, fauk til eins og laufblað þegar strætóinn hreyfðist). Gamla hékk enn uppi á stoltinu og sagði konunni að hún gæti bara átt þetta sæti sitt, hún ætlaði ekki að setjast. Konan reifst eitthvað við hana en settist svo bara aftur. Einhverju síðar fóru nokkri úr strætónum og önnur gamla konan varð bara að setjast. Hin klabbaði henni á öxlina, beið aðeins og hálf rak svo einhverja stelpu úr sætinu sínu til að setjast þar. Hún hafði unnið og henni var óhætt að setjast!
Ég ætla að setja brakepoint á líflínuna þegar einhver stendur upp fyrir mér í strætó. Þá veit ég að ég er orðin nógu gömul til að hljóta virðingu samborgara minna - fyrir það eitt að vera gömul og hafa lufsast þetta lengi ofanjarðar á þessari plánetu. Ég kem til með að staulast í sætið, segja: ,,Þakka þér fyrir vinurinn/vinan, þetta var nú fallegt af þér, þú ert góð/ur og vel uppalin stúlka/drengur". Svo þegar ég lít út um gluggann þá leyfi ég mér að hugsa - Lúser... tapaðir sætinu þínu, ég er ekkert eins gömul og ég lít út fyrir að vera - sucker! Helduru að ég sé einhver aumingi að geta ekki staðið í lappirnar? En fyrst þú endilega vilt...
6 Comments:
Hahaha... ég sé þig alveg fyrir mér í svona "ég er sko enginn aumingi" rifrildi þegar þú verður gömul;)
Ekki gleyma því að ég verð hin gamla kellingin og ég rífst sko ekkert við þig, sest bara í lausa sætið hehe ;o)
Gréta systir
Yea right! Ég myndi bara sparka þér úr sætinu! Þá fengi einhver að sjá tvær gamlar kellingar slást í strætó;) hehehe
Ég sé þig fyrir mér áttræða, ferðast með strætó í Reykjavík (sem VG verða að sjálfsögðu búnir að taka í gegn fyrir þann tíma ;)) og berja illa upp alin krakkaskrímsli í sköflunginn með staf ef þú ásælist sætin þeirra.
Já ég held það verði vissara fyrir krakka greyin að færa sig þegar þú kemur á svæðið...með þvílíkan grimdar svip að annað eins hefur nú ekki sérst..og brosir svo blítt þegar þú verður búin að fá sætið
Hehe... ég sé að flestir sjá mig fyrir sér sem gamla indæla konu sem er hvers manns hugljúfi! Enda ekki við öðru að búast, annars væri mér nú illa úr ætt skotið!
Post a Comment
<< Home