Saturday, December 06, 2008

Gáfaðir karlmenn framleiða betri sæðisfrumur




Bíddu... er það eitthvað nýtt. Var ekki alltaf vitað hvaðan hugsunin kom hjá karlmönnunum? Old news ;)

Ekki seinna en stubbi litli er orðinn netvæddur. Það sem helst heillar félagann á netinu er "cantajuego", söngleikir. Á YouTube er fullt af alls kyns lögum, krökkum að syngja. DVD-ið hjá okkur virkar ekkert rosalega vel. Reyndar kom Júlli mátur lit á það þegar hann var hérna í heimsókn en sjónvarpið er meira til að hlusta á það en til að horfa þar sem það er 12" held ég. Minnst kosti er tölvuskjárinn sem er 14" töluvert stærri.

En mikið ótrúlega eru þessi lög fljót að festast á heilanum. Þetta lag er t.d. í miklu uppáhaldi. Svo reynir þetta grey að dansa með með mis miklum árangri.

Foreldrarnir reyna stundum að beina áhuganum á aðrar brautir. Fann gommo af lion king á youTube og allt á spænsku. Fór að rifja það upp þegar við vorum í vistinni hjá Öllu. Alltaf að horfa á Lion King. Vorum farin að tala með og alla daga var talað um Lion KingFyndið að heyra sömu frasana en bara á spænsku... Viscoso pero saboroso

Thursday, December 04, 2008

Íslenski terminatorinn...




Davíð Oddsson: „Þá mun ég snúa aftur"




Arnold Schwarzenegger: I'll be back




Pues... báðir í stjórnmálum og báðir hægri menn. En ég er hrædd um að aðeins öðrum þeirra hafi tekist að bjarga heiminum...

Wednesday, December 03, 2008

Íslendingurinn kvefaður á Spáni!!!

Að öllu jöfnu veikist ég ekki oft en ég er búin að vera núna í nærri því tvær viku með hor í nös og sl. viku með hausinn fullann af hori.
Gummi segir að ónæmiskerfið mitt sé hrunið af of miklum lærdómi, kaffidrykkju og andvökum. I need it back! ég á eftir 3 próf í desember og ekki seinna en í gær þarf ég að fara að læra undir þau af krafti.
Sem betur fer eru nefgöngin ríflega útilátin hjá mér þannig að nauðsynlegt loftflæði er gerlegt. Önnur nösin er alltaf stifluð og því þarf hin að sinna tvöfaldri umferð.

Ég ætla að fara að athuga hvort þeir í apotekinu geti ekki hjálpað mér. Þeir eiga meðöl við öllu og það er ekkert vesen með þetta uppáskriftir hjá læknum og svona. Maður þarf að borga meira ef maður er ekki með lyfseðil en þetta helsta er ekkert mál að nálgast. Það er bara að vita hvað á að biðja um. Held að efedrín í sprautuformi ætti að duga daglega fram yfir síðasta próf . Eyði jólunum svo einhversstaðar með Amy Winehouse...

En var að lesa bloggið hennar Grétu systir og fékk hrikaleg heimþrá. Mig langar heim!!!!!!!! En ég er fátækur námsmaður og í tímaþröng ofan á allt annað. Þegar ég heyri um partý í Dalnum og að fullt af ættingjum og vinum verði í sveitinni þá leggst heimþráin yfir mig eins og mara.

En það þýðir ekki að væla. Berja úr sér þennan aumingjaskap og fara aftur að læra... that's what live is all about...

Monday, December 01, 2008


Por fin ! Þetta tókst á endanum!!! Shit hvað ég er komin með ógeð á öllu sem heitir forritun í bili ! Er að útbúa diskinn með forritinu til að setja hann með verkefninu og svo skila ég því inn á skrifstofuna strax og opnar í fyrramálið. Ætla ekki að skoða það of mikið. Var að verða vitlaus á því að lesa það aftur og aftur og aftur í leit að villum. Prófa forritið aftur og aftur til að sjá hvort það virkaði rétt.
Vildi óska þess að ég hefði meiri tíma en því miður er hann ekki fyrir hendi. Ég setti mér deadline 1. des. Það dróst því miður einn dag. Í raun er deadline ekki fyrr en 19. des en ég er í prófum 15. til 19. svo það var ekki möguleiki. Vörnin verður í næstu eða þar næstu viku. Eftir því hvenær dómnefndin kemur saman. Það hefur sína kosti og galla að kynna verkefnð á spænsku og verja það á spænsku. Ef koma spurningar sem ég vil ekki svara þá þykist ég bara skilja þær eins og ég vil skilja þær. Tek bara pólitikina á þetta.

Þetta er eitt af interface-unum sem ég gerði fyrir forritið. Í heild eru 10 svona, mismunandi forrit. Fallegt, ekki satt;)







Þvílík snilldar uppfinning sem Stollen nú er. Lang best um jólin! Ef hún væri til allt árið þá væri ég 150 kg. Stína frænka kynnti okkur í upphafi og nú er ekki aftur snúið. Gummi fór með póst áðan og kom við í búðinni sem er með Stollen og keypti handa mér til að gleðja mig. Sit núna með kaffibollann minn og góða sneið.

Best að fara að berja sig í að koma forritinu og fylgifiskum yfir á disk!

Later