Ekki seinna en stubbi litli er orðinn netvæddur. Það sem helst heillar félagann á netinu er "cantajuego", söngleikir. Á YouTube er fullt af alls kyns lögum, krökkum að syngja. DVD-ið hjá okkur virkar ekkert rosalega vel. Reyndar kom Júlli mátur lit á það þegar hann var hérna í heimsókn en sjónvarpið er meira til að hlusta á það en til að horfa þar sem það er 12" held ég. Minnst kosti er tölvuskjárinn sem er 14" töluvert stærri.
En mikið ótrúlega eru þessi lög fljót að festast á heilanum. Þetta lag er t.d. í miklu uppáhaldi. Svo reynir þetta grey að dansa með með mis miklum árangri.
Foreldrarnir reyna stundum að beina áhuganum á aðrar brautir. Fann gommo af lion king á youTube og allt á spænsku. Fór að rifja það upp þegar við vorum í vistinni hjá Öllu. Alltaf að horfa á Lion King. Vorum farin að tala með og alla daga var talað um Lion KingFyndið að heyra sömu frasana en bara á spænsku... Viscoso pero saboroso
1 Comments:
Hahahaha, þetta er skemmtilegt, tímabilið þegar börnin læra að segja "aftur!" og margendurtaka sama skemmtiefnið. Ég man þegar Auður átti uppáhaldsspólu (segulband nota bene) með lögum um pöddur og öll fjölskyldan kunni hana utan að og fékk lögin á heilann. Kann þau meira að segja ennþá held ég.
Oh, what an itchy bite
It must have happened during the night
What could have bitten me so?
It must have been a mosquito
Snatch, snatch, catch, catch, scratch, scratch...
Náðu nú eins og einu vídjói af danstilburðunum handa mér. Og segðu mér heimilisfangið ykkar einu sinni enn!
Post a Comment
<< Home