Íslendingurinn kvefaður á Spáni!!!
Að öllu jöfnu veikist ég ekki oft en ég er búin að vera núna í nærri því tvær viku með hor í nös og sl. viku með hausinn fullann af hori.
Gummi segir að ónæmiskerfið mitt sé hrunið af of miklum lærdómi, kaffidrykkju og andvökum. I need it back! ég á eftir 3 próf í desember og ekki seinna en í gær þarf ég að fara að læra undir þau af krafti.
Sem betur fer eru nefgöngin ríflega útilátin hjá mér þannig að nauðsynlegt loftflæði er gerlegt. Önnur nösin er alltaf stifluð og því þarf hin að sinna tvöfaldri umferð.
Ég ætla að fara að athuga hvort þeir í apotekinu geti ekki hjálpað mér. Þeir eiga meðöl við öllu og það er ekkert vesen með þetta uppáskriftir hjá læknum og svona. Maður þarf að borga meira ef maður er ekki með lyfseðil en þetta helsta er ekkert mál að nálgast. Það er bara að vita hvað á að biðja um. Held að efedrín í sprautuformi ætti að duga daglega fram yfir síðasta próf . Eyði jólunum svo einhversstaðar með Amy Winehouse...
En var að lesa bloggið hennar Grétu systir og fékk hrikaleg heimþrá. Mig langar heim!!!!!!!! En ég er fátækur námsmaður og í tímaþröng ofan á allt annað. Þegar ég heyri um partý í Dalnum og að fullt af ættingjum og vinum verði í sveitinni þá leggst heimþráin yfir mig eins og mara.
En það þýðir ekki að væla. Berja úr sér þennan aumingjaskap og fara aftur að læra... that's what live is all about...
6 Comments:
Við reynum okkar besta með nútímatækni að hafa þig með í dalspartý ;o) Ef einhver hefur elju í að læra endalaust þá ert það þú, þetta viltu heheh!!!
puss og kram
Gréta syss
Svo getur vel verið að verði bara hundleiðinlegt í partýinu.... NOOOOOOOT, glætan.
Rosalega er ég vondur. Ætli ég hafi ekki verið Láki jarðálfur í fyrra lífi
uhu... Láki jarðálfur??? já sæællllllll... A baaaddddd boy!
Það fer lítið fyrir lærdómseljunni núna. Nenni þessu bara engan veginn :( Letin er farin að búa um sig hérna og líkar vel... urrr...
Áðan sá ég 3 "krakka" á skóla bistróinu "sniffa" kakó
Spurning hvort það hafi verið við kvefi?
kannski þess virði að profa.. það virtist allavega vera gaman
uhu... sniffa kakó. Margt hef ég prófað um ævina en aldrei það samt... Spurning samt hvort kakóið komist fyrir í nefinu á mér fyrir hori... Og þegar ég snýti mér koma þá kakó-fiðrildi :) hehe
Er orðin leið á þessum horgrænu sko...
Ég er einmitt kvefuð í Kaliforníu. I feel your pain!
Post a Comment
<< Home