Saturday, May 28, 2005

Jaja. Fann almennilegt internetkaffi med loftkailingu og alles...

Tessa stundina erum vid a eyju i Nil sem heitir Elefantin eyja og er rett hja Aswan. For brilliant ferd i gair tar sem vid forum a bat upp nil, syntum ut i eyju. Tad var geggjadur straumur og madur var ad hamast vid ad komast alla leid. Sundgarpurin eg hafdi tad nu samt a endanum, enda med serhaifda byggingu fyrir sund.

Svo forum vid fjogur og leigdum okkur ulfalda og forum ridandi upp i torp tarna hja og um torpid. Ulfaldinn minn var ung, stor, sterk og spraik. Alveg magnad. Eg fekk natturulega i gegn ad fa ad vera alein og stjorna honum sjalf. Gat latid hann hlaupa og allt. Tad er storundarlegt ad sitja a tessu kvikindi. Ulfaldinn minn het Camila.

Svo forum vid i tetta Nubiu torp tar sem eg fekk ad halda a krokudil. Hann var alveg magnadur. Rosalega langar mig i einn. Teir stela eggjunum og lata tau klekjast ut. Var ad spa hvort eg kaimi ekki einu i vasann eda svo. Tad er sma vesen samt ad halda a tvi hita. Gaiti bara haft tad a milli brjostanna. Baitist vid tridja brjostid, munar ekkert um tad.

Solbodin eru ekki alveg ad heilla mig, hvad er eiginlega erfitt ad liggja kyrr i marga tima og gera ekki neitt. Svo eftir sma tima er madur lamadur af hitanum. Akkurat nuna er eg eins og karfi i framan og fordast solina eftir fremsta megni.

Maturinn hefur ekki farid vel i folkid. Meirihlutinn hefur fengid alveg rennandi skitu og madur er inni i haigdavandamalum hja ollum. Madur er haittur ad segja... godan daginn, hvernig hefuru tad. Nuna er tad... Godan daginn, hvernig er skitan i dag. Tetta er alveg haitt ad vera feimnismal og flestir bunnir ad eta immodium og pensilin. Drykkurinn sem hann Helgi felagi gaf mer svin virkar tannig ad eg hef sloppid hingad til... 7-9-13...

Aivintyrid gengur s.s. mjog vel. Reyni ad lata vita af mer i Kenya...

C u

Friday, May 27, 2005

Er a lifi, en tolvukerfid her er lamad. Tad er ekki vegur ad pikka a lyklabordid. Eg segi ykkur ferdasoguna bara seinna...

En allt gengur eins og i aivintyri...

Thursday, May 19, 2005

Er stodd i Alexandriu. Forum tangad fra Kairo i dag. Tad var rosalegt get eg sagt ykkur, aldrei upplifad annad eins. Forum fyrst ad skoda Haskola i torpi svona 2 tima fra. Med rosalega logreglufylgd, tad voru bilar ut um allt med sirenur a og okkur leid eins og algjorum vidrinum. Allt folkid stoppadi og sneri ser vid tegar ofurfin loftkaeld ruta umkringd 5 loggubilum tursti i gegnum torpid. Svo voru verdirnir med okkur allann timann.

Eg er alveg komin med einn a haelana, eg er alltaf sidust og tynist odru hvoru svo tad er alltaf einn jakkafataklaeddur a hailunum a mer med talstodina. Teir eru haettir ad hafa ahyggjur af mer.

Eg tyndist a markadnum i gaer, eg og Begga. Svo komum vid i roliheitunum upp gotuna tegar vid maittum Andresi a hardaspretti med tvo verdi a hailunum. Hann var svo feginn ad endurheimta Beggu sina heila a hufi. Gummi sat rolegur inni i rutu... Hun skilar ser, engar ahyggjur...

Skodudum bokasafnid i Alexandriu i dag, ekkert sma safn. Erum a einhverju gedveiku hoteli herna. Tad er rosalegt. Er samt half pirrud yfir tvi ad taskan er alltaf rifin af manni og madur ma ekki halda a neinu sjalfur. Tetta er alveg ut i ofga.

Er ad reyna ad komast nidur i bai, en vordurinn vill ekki hleypa mer. Mig langar svo ad fa ad sja magadans og eg fer ekki hedan fyrr. Allir eru uppi i einu hotelherberginu ad horfa a eurovision. Aetla ad reyna ad fa Gumma med mer ad rolta um baeinn. Ta fai eg kannski ad fara.

Forum aftur til Kairo a morgun og svo tadan til Aswan tar sem vid forum i 4 daga siglingu a Nil.
Tetta er samt geggjad gaman, vairi samt agaitt ad losna vid barnapiurnar.

Hasta luego... Caio

Wednesday, May 18, 2005

Er enn a lifi.

Er komin til Egyptalands. For ad skoda pyramidana i gaer og komst loksins a bak a ulfalda. I dag forum vid ad skoda egypska safnid og fl. Forum til Alexandriu a morgun. Tad er ekki tad einfaldasta ad komast i internet herna. Hotelstarfsmadurinn situr yfir mer og er ad gera heidarlega tilraun til ad lesa yfir oxlina a mer... Verdi honum af tvi.

Allt gengur vel og enginn kominn med drullu enn sem komid er. Ad visu skiladi eg morgunmatnum i hlidinu a egypska safninu, en tad var af odrum astaedum.

Heilsist ollum heima.

Caio

Monday, May 16, 2005

Jæja... búin að pakka og held að þetta sé bara að verða komið allt saman, 8 kg í heildina. Það verður að hafa það. Get ekki farið allslaus til Afríku.

Mæting á BSÍ eftir 3 tíma. Best að sofa eitthvað smá.

Rétt að vona að ég hafi munað eftir sem flestu. Það verður þá að koma í ljós. Svo fremur sem ég hef flugmiðann, vegabréfið og vísakortið þá ætti þetta að reddast.

C u después Afríka.

Saturday, May 14, 2005

Eftir ellefu og hálfan tíma er ég komin í sumarfrí. Hvað hlakkar mig eiginlega til...

En síðasta prófið er eftir; það er kl. 9 í fyrramálið. Erfiðasta prófið og eins og alltaf er maður alveg búinn á því þegar kemur að síðasta prófi og ég hef bara enganveginn haft aga til að læra nokkurn skapaðann hlut fyrir það.
Svo veit ég að ég verð hundfúl á morgun þegar mér gengur illa að leysa prófið. Ég er samt að hugsa um að fara bara að sofa og sjá til. Kannski sting möppunni undir koddann; það hlýtur að virka.
Helvítis prófið byggist á tveim dæmum, annað er klukkutíma dæmi og hitt er tveggja tíma dæmi. Kennarinn var eiginlega miður sín yfir því að eitt árið kom það fyrir að nemanda tókst að klára prófið áður en próftíminn var búinn. Hann hefur passað það vel síðan að það komi ekki fyrir aftur. En fyrir lúða eins og mig sem er svo lengi að reikna, þá er þetta bara ekki sanngjarnt. Ég veit ég er ekki alveg alvitlaus í þessu, en það er erfitt að sýna fram á það ef manni tekst ekki að koma því litla sem maður veit niður á próförkina áður en tíminn er búinn.
Svo er maður nokkuð glataður ef maður byrjar illa á 67% dæmi. Það veit aldrei á gott.

Ég verð samt í skýjunum yfir því að vera búin, hvernig sem fer ;)

Hasta pronto...

Thursday, May 12, 2005

Ógeðsdrykkurinn er kominn ofan í maga!

DUKORAL heitir hann. Stundum held ég að hann Helgi félagi niðri á Heilsuvernd sé satisti með meiru, minnst kosti er hann með frekar kaldhæðinn húmor. Sem er svo sem í lagi, þangað til eitthvað viðkvæmt mál eins og niðurgangur ber á góma. ,,hva! smá ferðamannaskita gerir engum mein". Svo glottir hann bara. Ég vissi samt af askoti góðum herði sem hann lumar á og benti honum á að þetta væri einmitt það sem mig vantaði. Ég ætlaði sko ekki að eyða Afríku-ferðinni minni sitjandi á dollunni með buxurnar á hælunum.
Það væri þá ekki nema Gunni tæki sitt heittelskaða ferðaklósett með, sem mér skilst að sé útbúið eins og bakpoki og maður labbi bara um með það á bakinu. Þá fengi ég kannski bara að sitja á því á meðan hann labbar um... Það yrði nú frekar skondin sjón fyrir Afríkubúana. En þar sem ég er nú ígildi tveggja áburðarpoka þá held ég að það sé nú ekki á nokkurn mann leggjandi, jafnvel Gunna.

Ógeðsdrykkinn þarf að drekka á fastandi maga, sem ég og gerði, þannig séð, fyrir utan rauðvínið sem Láru tókst með kænsku sinni að koma ofan í mig. Það var vaknað um miðja nótt og ógeðinu sem blandað var kvöldið áður var þröngvað ofan í maga með tilheyrandi tilraunum til uppkasta við og við. Síðan var samviskusamlega fastað eftir það.

Svo til að venja magann við var dreginn upp restin af hákarlinum sem er búinn að vera inni í frysti síðan þorramaturinn var eldaður hér fyrir garðabúa. Við Ringa dundum okkur við að éta hann, svona snakk með stál og tré. Þar sem hann er aðeins farinn að þrána aðeins þá held ég að maginn í mér verði himin lifandi að fá að éta afríska termíta frekar en þetta fæði. Það er öllum brögðum beitt.

Besta var náttúrulega að Gummi hringdi í mig í morgunn og tilkynnti mér að hann hefði farið einn að versla og keypt sér helling af nýjum fötum. Meira að segja buxur með malaríuvörn... Ég veit ekki hversu útsmognir sölumenn í litlu sveitabúðinni á Egilsstöðum eru, en þetta fannst mér brilliant. Auðvitað keypti Gummi buxurnar og ég fer ekkert að skemma það fyrir honum (held að hann lesi aldrei bloggið mitt). Hann á eftir að vera svo ánægður með malaríu-heldu buxurnar sínar. Ég hefði nú getað sparað mér 8000 kallinn við að kaupa handa honum malaríulyf... humpf.
En fyrst Gummi er búinn að kaupa öll þessi nýju föt, þá benti ég honum auðvitað á það að það væri nú sniðugt að við tækum ekkert svo mikið af fötum með okkur, reyndum frekar að samnýta fötin ;). Hann fattaði það náttúrulega um leið. Þekkir mína. :,,ætlar þú þá að ganga í nýju fötunum mínum og ég fæ gömlu larfana þína?". Maðurinn ætti nú að vita að hann giftist bláfátækri og allslausri námsmannesku sem engan veginn getur borið sitt barr. Það er samt óþarfi að benda manni á það í tíma og ótíma...

Litla fátæka stelpan sem langar svo í mótorhjól...

Tuesday, May 10, 2005

Það hefur fækkað um einn í litlu fjölskyldunni minni...

Þetta rennir styrkum stoðum undir það að ég er enganveginn fær um að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut, varla sjálfri mér...

Ég var að hreinsa búrið hjá Alexander Fourier. Gummi kom með steina sem ég gat sett í búrið svo hann gæti krifrað á þeim. Ég hreinsaði allt búrið og raðaði steinunum í og hann var alveg hæst ánægður með þá. Allt kvöldið var hann að klifra á þeim á sinn letilega hægfara hátt. Svo þegar ég vaknaði um morguninn þá sá ég hann hvergi. Var að reyna að horfa undir steinana og á milli þeirra því hann á svo auðvelt með að fela sig undir einhverju. Svo hélt ég bara að hann hefði grafið sig undir eða eitthvað og var ekkert að spá meira í það, fyrr en ég fór inn að ná í kerti inn í skáp. Ég fékk alveg sting í hjartað þar sem ég sá hann liggja undir þvottagrindinni, steindauðan; STONE-DEAD... Hann var allur í hárum og ryki og alveg skorpinn. Hann var svo lítill þegar allur vökvinn úr búknum var farinn og meira að segja augun sáust ekki, það voru bara holur í þeirra stað.
Ég skil ekki alveg hvernig hann komst upp úr búrinu, hann hlýtur að hafa staðið á halanum við að klifra upp, ekki hefur hann sýnt neina stökkhæfileika hingað til.

Ég veit ekki hvort þetta var fyrirfram ákveðið sjálfsmorð eða dramatískar afleiðingar flótta. Hann hefur beðið eftir að ég færi að sofa og þá lagt land undir fót. Hann hefur skriðið undir píanóið og sófann og var eiginlega líkari stórum rykhnoðra þar sem hann lá á gólfinu.
Reyndar ágætt að hann skreið ekki ofan í fiðluna eða skóinn minn. Það hefði verið leiðinlegt að finna hann á endanum þar.

Ég hringdi í Gumma og tilkynnti honum um andlátið. Hann reyndi að vera nice og spurði hvort það væri ekki hægt að fá aðra alveg eins eðlu og kalla hana bara líka Alexander. Ég áttaði mig á því að hann hefur ekki tengst honum sömu böndum og ég.

Sökum anna, og hversu skjótt þetta bar að, var útförin frekar stutt og einföld. Damaskbólstraða eikarkistan var frekar dýr þannig að skyr.is drykkjardós varð að nægja og ég hafði varla tíma til að segja ... allt eins og blómstrið eina... þegar hann rann niður ruslarennuna. Hann verður síðan grafin í Álfsnesi.

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans mega redda mér réttum velgerðum heimadæmum í stál og tré, með útskýringum.

Til að hafa einhverja erfidrykkju þá eldaði ég mér saltfisk í hádeginu. Fann meira að segja hamsatólg til að hafa þetta veglegt. Það heppnaðist ekki betur en svo að ég gleymdi fitunni á eldavélinni, sem var fyrir aftan mig á meðan ég var að læra. Það var ekki fyrr en ég var hætt að sjá svalahurðina á móti mér og 25 cm skyggnið niður á námsbókina var farið að minnka verulega sem ég fór að leita að orsökinni.
Með stálull og mikilli sápu held ég að mér hafi tekist að redda pottinum fyrir horn en það var eitthvað lítið um hamsatólg út á saltfiskinn þann daginn.

Sumir dagar eru sem betur fer ekki eins og allir hinir dagarnir!

Sunday, May 08, 2005


Ummm. Huges haugur af riskokum! Best ad æfa hringvodvann fyrir afrikuferdina;-)
Myndina sendi ég

Friday, May 06, 2005

Ráðgátan bak við hið eilífa líf...

Skilgreina tímann í afköstum!

Wednesday, May 04, 2005

Ljós í myrkri...

Stundum gerist bara eitthvað og maður lendir alveg á botninum, hefur allt á hornum sér og lífið nær ekki fram fyrir tærnar á manni. Kvölin liggur á manni eins og mara, verkurinn í maganum fer ekki; eymdin er hroðaleg og meira að segja matarlistin yfirgefur mann.
Var að byrja að læra fyrir prófið á föstudaginn þar sem ég hef engar glósur. Mappan með öllum glósunum, heimadæmunum og nótum frá kennaranum er týnd og tröllum gefin. Fyrir náð og miskunn Víkings, skólafélaga míns, fékk ég afrit af glósunum hans. En huges stafli af ljósrituðum blöðum í reiðuleysi er ekkert sérlega aðlaðandi. Mig langaði mest til að henda mér í gólfið, grenja og hárreita mig.

Svo kom Lára og drakk með mér bjór, kistan var negld aðeins betur og talað um heimsmálin og ástina. Ég fór að sjá fram fyrir stórutánna (þeir sem þekkja mig vita nú að það er dágóður spölur) og meira að segja í lit.
Svo talaði ég við Kristveigu, sem er ári á undan mér í skólanum og sérlega vel gefin og indæl manneskja. Glósurnar hennar frá því í fyrra biðu eftir mér uppi í hillu í vinnunni hjá henni, sem hún og sótti og lánaði mér.

Stundum spái ég í það. Áttar maður sig nokkuð alltaf á því hvað maður þarf stundum að gera lítið, eitthvað sem maður er svo sem ekkert að telja eftir sér eða spá mikið í, til að lýsa upp tilveru einhvers annars. Oftar en ekki held ég að maður viti ekki af því.

En ég, sem sagt, sagði skilið við botninn, fór að sjá í lit og er bara að hugsa um að fara að sofa og hafa möppuna góðu undir koddanum. Á morgun er nýr og betri dagur með Veg og flugbrautagerð í fararbroddi...

Svona er lífið duttlungum háð ;)

Stundum er gott að hafa sambönd ;)

Þetta með slaufulokann var bara ekki á hreinu og það vissi enginn nákvæmlega hvað þetta var. Kl. hálf níu í morgun var ég alveg komin með nóg af óvissunni þannig að ég hringdi í Húsasmiðjuna hans Dags á Egilsstöðum. Bað hann vinsamlegast um að útskýra málið fyrir mér. Hann aflaði sér upplýsinga um málið og hringdi í mig 25 mín fyrir próf.
,, Nú ætla ég að segja þér sögu! Í gamla gamla daga... " og ég fékk söguna af uppruna og ætterni slaufuloka frá tímum Ingólfs þar til nú.

Haldiði að spurningin hafi ekki komið á prófinu ,) Ég var svo ánægð að ég skrifaði náttúrulega alla söguna og neðst ... þetta svar var í boði Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum sem ég og hringdi í í morgun og fékk upplýsingar um þetta. Þeir eiga þá í stærð 3/4" ...
Svo teiknaði ég stóran broskall.

Það er bara ekki hægt að fella svona nemanda.

Svo var spurt um tilgang byggingafulltrúa. Ég tók bara Gummann á þetta og lýsti því hvernig þetta væri þegar mann vantaði fokheldisvottorð og lán... Sounds familiar! hehehe

En næst er Vega og flugbrautagerð. Það verður ekki alveg eins einfalt :(

Tuesday, May 03, 2005

Slaufuloki: loki sem lok... ... zzzZZZzzzz humm, hvað á ég að taka með mér til Afríku. Verð að muna að þvo þvottinn, og finna einhvern til að gefa Alexander, Fúsa og Kevin...

Andsk...próf á morgun!

Þennsluraufar í gólfum eru til að koma í veg... ZZZzzzZZZ... humm, hvernig fær maður úlfalda til að leggjast niður þegar maður ætlar á bak. Á maður að berja í framlappirnar á þeim, arga eða slá þá í hausinn...

Djö... próf á morgun!

Hmm... til að eldverja timbur ZZZZzzzzzZZZ. Gvöð, ætli maður fái innilokunarkennd inni í pýramídunum. Burðar þol stáls í miklum hita minnkar við 30... Ætli ég sjái Kilanmanjaro? Er maður nokkra stund að skokka það? Varmaeinangrun og loftun húsa... Ætli ég sjái ljón með berum augum? ZZZZzzzzzZZZZ...

Hver pant fá mig í að hanna hús fyrir sig, í afrískum stíl ? ;)