Ógeðsdrykkurinn er kominn ofan í maga!
DUKORAL heitir hann. Stundum held ég að hann Helgi félagi niðri á Heilsuvernd sé satisti með meiru, minnst kosti er hann með frekar kaldhæðinn húmor. Sem er svo sem í lagi, þangað til eitthvað viðkvæmt mál eins og niðurgangur ber á góma. ,,hva! smá ferðamannaskita gerir engum mein". Svo glottir hann bara. Ég vissi samt af askoti góðum herði sem hann lumar á og benti honum á að þetta væri einmitt það sem mig vantaði. Ég ætlaði sko ekki að eyða Afríku-ferðinni minni sitjandi á dollunni með buxurnar á hælunum.
Það væri þá ekki nema Gunni tæki sitt heittelskaða ferðaklósett með, sem mér skilst að sé útbúið eins og bakpoki og maður labbi bara um með það á bakinu. Þá fengi ég kannski bara að sitja á því á meðan hann labbar um... Það yrði nú frekar skondin sjón fyrir Afríkubúana. En þar sem ég er nú ígildi tveggja áburðarpoka þá held ég að það sé nú ekki á nokkurn mann leggjandi, jafnvel Gunna.
Ógeðsdrykkinn þarf að drekka á fastandi maga, sem ég og gerði, þannig séð, fyrir utan rauðvínið sem Láru tókst með kænsku sinni að koma ofan í mig. Það var vaknað um miðja nótt og ógeðinu sem blandað var kvöldið áður var þröngvað ofan í maga með tilheyrandi tilraunum til uppkasta við og við. Síðan var samviskusamlega fastað eftir það.
Svo til að venja magann við var dreginn upp restin af hákarlinum sem er búinn að vera inni í frysti síðan þorramaturinn var eldaður hér fyrir garðabúa. Við Ringa dundum okkur við að éta hann, svona snakk með stál og tré. Þar sem hann er aðeins farinn að þrána aðeins þá held ég að maginn í mér verði himin lifandi að fá að éta afríska termíta frekar en þetta fæði. Það er öllum brögðum beitt.
Besta var náttúrulega að Gummi hringdi í mig í morgunn og tilkynnti mér að hann hefði farið einn að versla og keypt sér helling af nýjum fötum. Meira að segja buxur með malaríuvörn... Ég veit ekki hversu útsmognir sölumenn í litlu sveitabúðinni á Egilsstöðum eru, en þetta fannst mér brilliant. Auðvitað keypti Gummi buxurnar og ég fer ekkert að skemma það fyrir honum (held að hann lesi aldrei bloggið mitt). Hann á eftir að vera svo ánægður með malaríu-heldu buxurnar sínar. Ég hefði nú getað sparað mér 8000 kallinn við að kaupa handa honum malaríulyf... humpf.
En fyrst Gummi er búinn að kaupa öll þessi nýju föt, þá benti ég honum auðvitað á það að það væri nú sniðugt að við tækum ekkert svo mikið af fötum með okkur, reyndum frekar að samnýta fötin ;). Hann fattaði það náttúrulega um leið. Þekkir mína. :,,ætlar þú þá að ganga í nýju fötunum mínum og ég fæ gömlu larfana þína?". Maðurinn ætti nú að vita að hann giftist bláfátækri og allslausri námsmannesku sem engan veginn getur borið sitt barr. Það er samt óþarfi að benda manni á það í tíma og ótíma...
Litla fátæka stelpan sem langar svo í mótorhjól...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home