Wednesday, May 04, 2005

Stundum er gott að hafa sambönd ;)

Þetta með slaufulokann var bara ekki á hreinu og það vissi enginn nákvæmlega hvað þetta var. Kl. hálf níu í morgun var ég alveg komin með nóg af óvissunni þannig að ég hringdi í Húsasmiðjuna hans Dags á Egilsstöðum. Bað hann vinsamlegast um að útskýra málið fyrir mér. Hann aflaði sér upplýsinga um málið og hringdi í mig 25 mín fyrir próf.
,, Nú ætla ég að segja þér sögu! Í gamla gamla daga... " og ég fékk söguna af uppruna og ætterni slaufuloka frá tímum Ingólfs þar til nú.

Haldiði að spurningin hafi ekki komið á prófinu ,) Ég var svo ánægð að ég skrifaði náttúrulega alla söguna og neðst ... þetta svar var í boði Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum sem ég og hringdi í í morgun og fékk upplýsingar um þetta. Þeir eiga þá í stærð 3/4" ...
Svo teiknaði ég stóran broskall.

Það er bara ekki hægt að fella svona nemanda.

Svo var spurt um tilgang byggingafulltrúa. Ég tók bara Gummann á þetta og lýsti því hvernig þetta væri þegar mann vantaði fokheldisvottorð og lán... Sounds familiar! hehehe

En næst er Vega og flugbrautagerð. Það verður ekki alveg eins einfalt :(

0 Comments:

Post a Comment

<< Home