Por fin ! Þetta tókst á endanum!!! Shit hvað ég er komin með ógeð á öllu sem heitir forritun í bili ! Er að útbúa diskinn með forritinu til að setja hann með verkefninu og svo skila ég því inn á skrifstofuna strax og opnar í fyrramálið. Ætla ekki að skoða það of mikið. Var að verða vitlaus á því að lesa það aftur og aftur og aftur í leit að villum. Prófa forritið aftur og aftur til að sjá hvort það virkaði rétt.
Vildi óska þess að ég hefði meiri tíma en því miður er hann ekki fyrir hendi. Ég setti mér deadline 1. des. Það dróst því miður einn dag. Í raun er deadline ekki fyrr en 19. des en ég er í prófum 15. til 19. svo það var ekki möguleiki. Vörnin verður í næstu eða þar næstu viku. Eftir því hvenær dómnefndin kemur saman. Það hefur sína kosti og galla að kynna verkefnð á spænsku og verja það á spænsku. Ef koma spurningar sem ég vil ekki svara þá þykist ég bara skilja þær eins og ég vil skilja þær. Tek bara pólitikina á þetta.
Þetta er eitt af interface-unum sem ég gerði fyrir forritið. Í heild eru 10 svona, mismunandi forrit. Fallegt, ekki satt;)
Þvílík snilldar uppfinning sem Stollen nú er. Lang best um jólin! Ef hún væri til allt árið þá væri ég 150 kg. Stína frænka kynnti okkur í upphafi og nú er ekki aftur snúið. Gummi fór með póst áðan og kom við í búðinni sem er með Stollen og keypti handa mér til að gleðja mig. Sit núna með kaffibollann minn og góða sneið.
Best að fara að berja sig í að koma forritinu og fylgifiskum yfir á disk!
Later
9 Comments:
Til hamingju með að vera búin með þetta og gleðilegan fullveldisdag:)
Og hvað er annars Stollen??
Farðu í kaffi til Stínu frænku á aðventunni ;) uuuummmm... en þér finnst hún ekki góð þar sem hún er með marsipan! ef mig minnir rétt er það ekki efst á óskalista hjá þér, eða hvað?
Þetta er svona þýsk jólakaka með fullt af þurrkuðum ávöxtum og flórsykur utaná...
http://en.wikipedia.org/wiki/Stollen
Myndir og hvaðeina :)
Er ekki nauðsynlegt að halda upp á hvern þann fullveldisdag sem eftir er. Þeim fer óðum fækkandi.
En hamingjuóskirnar á ég svo sannarlega skilið! :):):) shit hvað er gott að þetta er búið!
Vá hvað ég er stolt af þér...bara forsíðan ein og sér lítur út fyrir að vera þrekvirki!!! Svo flott að sjá nafnið þitt innanum texta sem er alls ekki hægt að skilja. Til lukku með þetta :)
Berglind
Hey! Muchos gracias !
Þú ert hetjan mín, ég held ég hefði ekki lifað svona matlab verkefni af ;)
Uhu... forsíðan er stöðluð, hún verður alltaf að vera eins, það má bara breyta titlinum á verkefninu, nemandanum og kennaranum ;) hehe Svo þrekvirkið var að download-a henni og breyta smá ;) hehe :):):)
Ég held í alvöru að það hafi verið meira mál að skrifa helvítis ritgerðina en að forrita. Ég er hrikalega léleg tungumálamanneskja og eftir tvö ár hérna er ég enn málhaltur ræfill, nú með hor í nös.
Til hamingju með þetta. Það eru bara sannir snillingar sem geta forritað.... svona ég og þú og nokkrir aðrir... hehe :):)
Kv. Vilborg
Isss pisss... örfáir bara... en við erum náttúrulega aðalsnillingarnir :)
Til lukku med thetta!
Post a Comment
<< Home