Thursday, October 12, 2006



Þá er ég búin að sjá þessa barbaraíþrótt. Ég viðurkenni alveg að maður hrífst með stemmingunni sem myndast á nautaatinu, svona er maður illa innrættur. Það er fullt af hefðum í kringum þetta og alls kyns kúnstir.
Þetta voru 6 nautaöt, þrír nautabanar og hver þeirra tvisvar. Einn var voðalega lélegur og það var mikið púað á hann. Hann ætlaði bara ekki að ná að drepa nautið, hálf murkaði úr því líftóruna. Nautið var farið að æla blóði og vafra um og maðurinn bara náði ekki að stinga það þannig að það dræpist. Það voru allir farnir að púa og arga. Það kom svo einhver gaur og stakk stuttum hníf aftan við hnakkann á nautinu og þá loksins datt það niður. Það var hálfgerður óhugur í manni eftir þetta.
Hinir nautabanarnir voru aftur á móti mjög snöggir að þessu. Léku lystir sýnar á hestunum, alls kyns snúningar, krossgangar og dansar en voru snöggir að aflífa nautið þegar þar að kom.

Þetta nautaat var á hestum. Mig langar að fara aftur og sjá þá hlaupandi. Kannski nær nautið þeim þá ;)

5 Comments:

Blogger raggatagga said...

Finnst að þeir ættu bara að fá vissan tíma til að drepa nautið og ef það tekst ekki þá er það bara skotið eða e-ð, það er ógeð að kvelja greyin í lengri tíma..en það væri örugglega viss upplifun að sjá 1 stikki brjálað naut ná einum kallinum...

10:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

getið þið ekki fengið að hirða nautið eftir slátrunina, svona til að drýgja matarkaupin aðeins. Það yrði nú upplit á helvítunum ef þið Gummi ædduð út á leikvanginn og byrjuðuð að gera að nautinu eins og sannir villi menn, hehehehehe.

6:01 PM  
Blogger Katrín said...

Við vorum meira að spá í hvort nautaatið væri í boði MacDonalds eða Burger King!

Og þetta eru engin smá helvitis naut. Þau voru öll yfir 500-580 kg, 5-6 ára og feit og falleg.
Og ekkert smá mannýg, þau eru svo snælduvitlaus að þau eru eflaust óæt með öllu þegar þeir hafa loksins náð að drepa það.

Nautabaninn fær svo verðlaun, eitt eyra ef hann stendur sig vel, tvö ef hann stendur sig mjög vel, eyra og hala ef hann stendur sig frábærlega og tvö eyru og hala ef hann er framúrskarandi góður!
Þeir eru ekki búnir að fatta að tungan er besti bitinn ;)

2:38 PM  
Blogger Fjölnir said...

Nautaat er einn af þessum vettvöngum þar sem fólk fær útrás fyrir schadenfreude.

Mjög smekklegt allt saman þannig séð.

Þetta hefur eflaust verið ógleymanleg upplifun.

9:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Frekar geðslegt eða þannig. Nautin eru líka svo gáfuð dýr - ég kem aldrei aftur til Spánar og er hættur að kaupa spænskar vörur!! :)

3:27 PM  

Post a Comment

<< Home