Friday, October 20, 2006

Mismunandi siðir... Eru við algjörir dúddar eða eru þeir aðeins að missa sig?

Var að spjalla við spænska stelpu þegar einhver vinur hennar kom. Þau náttúrulega hrópuðu upp yfir sig og kysstust á báðar kinnar og svo þetta venjulega: hvernig gengur? Hvernig er í skólanum? o.s.frv. Svo kynnti stelpan mig: ,, Hérna er Katrín, hún er skiptinemi frá Íslandi og þetta er Luis, frá sama þorpi og ég." Ég náttúrulega var að fara að rétta manninum spaðann þegar gaurinn stekkur á mig og kyssir mig á báðar kinnar, hálf tekur utan um mig í leiðinni. Ég stóð bara eins og tré þarna enda átti ég ekki alveg von á þessu. Þau sáu það nú greinilega á mér og fóru að hlæja að þessu, spurðu hvort þetta væri ekki venjan heima hjá mér...(ágætt að ég barði gaurinn ekki þegar hann kom inn á "mitt svæði")

Ég fór að pæla í muninum á fólkinu heima og hérna.
Hérna hafa allir gríðarlega snertiþörf og þetta endalausa kossaflens.
Þegar ég er að bíða eftir strætó í strætóskýlinu við skólann þá koma kannski einhverjar 3 - 5 vinkonur og eru að bíða eftir strætó. Þær taka ekki allar sama strætóinn og því kyssast þær allar bless, koss á hvora kinn, þegar annar strætóinn kemur. Þær sjást svo aftur í skólanum daginn eftir.

Svo eru líka allir, allt niður í 13 ára aldur held ég, helmingur af pari... og allur heimurinn þarf að vita það. Meira að segja fertuga fólkið leiðist og kyssist úti á götu.
Það kemur alveg fyrir að ég leiði Gumma. Ég þarf samt ekki að hanga utan í honum, skakast á honum og kyssa hann á hverju götuhorni svo það slitni ekki á milli okkar slefan. Gríðarlega er maður órómantískur! Þeir hljóta að halda að við séum voðalega óhamingjusamt par, ef það á annað borð hvarflar að þeim að við séum yfir höfuð par.

Ég var að reyna að segja stelpunni að heima væri þetta meira svona að gaurarnir færu á barinn, drykkju sig fulla, finndu svo einhverja álíka drukkna gellu og pickuplinan væri: heima hjá mér eða þér?
Ef þetta gengi sæmilega upp, klóin passar í innstunguna, þá væri kominn bíll, íbúð, krakki og ógrynni af skuldum innan tveggja ára - oftar en ekki skilnaður, fastráðinn lögfræðingur og meðlagsdeilur innan fjögurra ára.
Þá fer gaurinn aftur á barinn til að drekkja sorgum sínum - sama barinn og upphaflega - þar sem hann hefur þurft að stunda kaffihús, matarboð og leikhúsferðir með par-vinum undanfarin fjögur ár.

Erum við dúddar eða eru þeir aðeins að missa sig?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

haha, sé þetta alveg fyrir mér, svipinn á þér, alveg stirður og önnur augabrúnin upp ;o)
Ég held að þeir séu aðeins að missa það, mér er ekki vel við þetta kossastand við alla og hvað þá ókunnugt fólk...

7:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

já, þetta var ég þarna fyrir ofan
Gréta systir ;o)

7:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

alveg svaka-svaka-svakalega sammála þér, dönsku pörin eiga við sama vandamál að stríða. Aðeins þreitandi að komast varla leiðar sinnar í Ikea fyrir pörum sem þurfa að stoppa á fimm metra fresti til að slefa uppí og káfa á hvort öðru. ojbjakk:)En ég er þó alla vega greinilega heppnari en þú og slepp við að ókunnugir séu að ráðast á mig

Kv.
Hallfríður

9:34 PM  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Þetta er svo satt hjá þér, allt saman. lIka hjá þér Hallfríður.

6:12 PM  
Blogger Katrín said...

Gaman að sjá hverjir eru að lesa bloggið;) Ótrúlegasta fólk sem dettur hérna inn

En mér finnst að þetta sé bara spurning um að misbjóða siðferðiskennd gangandi vegfarenda. Að geta ekki komist leiðar sinnar án þess að detta um ástfangið pakk hér og þar.
,, get a room!!!"

12:45 PM  
Blogger Víkingur said...

Ég verð að játa að ég er sjúklega ómannglöggur... en mér sýnist hann Hlynur hérna að ofan vera einn af þeim sem ég tók í nefið á íslandsmeistaramótinu í bandý árið 2005 og hann spilaði fyrir hönd Hvanneyrar ef mér skjátlast ekki. En nóg um það...
Eitt af því sem ég er búinn að læra hér er að spænskar stelpur skal kyssa á sitt hvora kinnina áður en maður kveður en ítalskar skal kyssa þrisvar, hægri vinstir hægri. Ekki veit ég af hverju en þetta er bara ósköp venjulegt... að þeirra mati!!!

10:32 PM  
Blogger Katrín said...

Spadu i tad, tvilikt bras ! En tessar itolsku eru sagdar blodheitar ;) En tu ert nu svo hardlofadur ad tu graedir litid a tvi ;)

En tessar fronsku?
Og einhver sagdi mer ad Russarnir kysstust 3 eda 4 sinnum? Tad kemur nu eins og skrattinn ur saudaleggnum?

En ad sja tvo kalla kyssast, to tad se bara a kinnarnar... Eg a tvi bara ekki ad venjast, ekki svona uti a gotu !

12:44 PM  
Blogger Kristjana said...

Svona erum við ólíkar Katrín mín... mér fannst kossaflensið í Portúgal yndislegt! Það er gaman að fá risaskammta af umhyggju í hvert skipti sem maður hittir vini sína á förnum vegi. Það eina sem ég ekki fílaði var að sumir karlmenn "hittu" stundum ekki í seinni kossinum og maður fékk einn blautan á munninn ;)

11:12 PM  

Post a Comment

<< Home