Loksins orðin löggildur piparsveinn ;)
Ótrúlegt en satt þá er fyrsta háskólagráðan í höfn. Ég gat að vísu ekki verið viðstödd þegar nafnið mitt var lesið upp en þeir ætla að geyma skírteinið fyrir mig þangað til ég kem aftur á klakann.
Eftir allt þetta puð hefði nú verið gaman að vera viðstödd og fá smá viðurkenningu fyrir þetta streð mitt en það bíður betri tíma.
Við Gummi héldum upp á þetta, fórum út að borða á einhvern fínan veitingastað.
Þar sem 20 kg af farangri bjóða ekki upp á mikið úrval af fötum þá vorum við víst ekki alveg eins og þjóninum fannst viðskiptavinir sínir ættu að vera. Ég átti alveg von á að hann myndi biðja okkur um að sýna peninga áður en hann við fengum að panta. Hann ákvað samt að taka sjensinn og við sluppum við það.
Einhver lenska hérna er að skýra réttina einhverjum nöfnum sem hafa ekkert að gera með það hvað í þeim er. Við klikkuðum á því að taka með okkur orðabók og eiginlega enduðum á að gera úllen dúllen doff! Næst ætla ég að taka með mér myndavél og þegar þjónninn lítur undan þá ætla ég að taka mynd af matseðlinum og þýða hann svo heima.
Þjónninn gat lítið hjálpað okkur þar sem hann talaði enga ensku en tilraunir mínar við að leika humar framkölluðu nú smá glott á fésið á honum.
Endaði samt með eggjasúpu með reyktu svínakjöti, grillaðan fisk og súkkulaði köku (ein sú mesta málasnilld mannkynsins er að hafa súkkulaði nokkurn veginn eins á öllum tungumálum) og Gummi fékk eitthvað soð (sem var súpa í bolla) og reyktan kúahala!
Ég verð eiginlega að láta Pabba vita af því að við fórum á veitingastað og fengum reykta kúahala! Honum fannst það nefninlega lítil kurteisi að spyrja hvað væri í matinn, hvað þá að láta í ljós óánægju yfir því, svo ævinlega ef hann heyrði mann spyrja hvað væri í matinn þá greyp hann fram í og sagði... ,, það eru bara reyktir kúahalar" og þar við sat!
Ef þið farið á veitingastað hérna þá mæli ég sérstaklega með Rapo de Toro. Þetta er að vísu ekki borið fram alveg sem hali, þetta er ekki á löngum disk en beinið er með, og kjötið er frekar feitt. Ég hef nú aldrei gert neinar sérstakar væntingar til þess að éta halann þegar ég sé hann allan útataðan í kúaskít... en kemur á óvart ;)
10 Comments:
Bahaha, mér finnst svo mikil snilld að það séu í alvöru til reyktir kúahaldar, ég hef einmitt sagt þetta við Emilíu ef hún er eitthvað að tuða um að hún vilji ekki einhvern mat, að hún fái þá bara reykta kúahala næst hehe ;o)
Gréta systir
Ég minnist þess að hafa étið nautahala í barnæsku en þeir voru bara soðnir en ekki reyktir (helvítis lúxus á þér þarna að fá þá reykta), en kjötið var einmitt mjög feitt en samt mjög meirt og gott með brúnni sósu og kartöflum... og rabbarbarasultu að sjálfsögðu.
Til hamingju með piparsveinsgráðuna;)
til hamingju með gráðuna! En nú fer ég í það að pressa á að fá kúahala í jólamatinn....
Kveðja Sunna
Innilega til hamingju með að vera orðin löggiltur verkfræðingur :) en það væri nú gaman að sjá svipinn á föður þínum ef honum væri boðið uppá reykta kúahala og minna hann á þessa mannasiði!!!!
Já þetta er sumsé Berglind :)
Er vist ekki orìnn loggiltur verkfraedingur enn... bara buin med fyrrihlutaprofid. Seinnihlutinn eftir, kannski nae eg ad klara hann herna sydra, aldrei ad vita ;)
Til hamingju piparsveinka Katrín! Húrra, húrra, húrraaaa!
-Kitta
Til hamingju með gráðuna, spánarfljóð :D
Hvernig væri nú að fara að koma með nýjar fréttir, já eða bara að láta sjá sig eitthvað á MSN...eða er bara búið að gleyma okkur klakabúunum??
Post a Comment
<< Home