Monday, March 24, 2008

Lewinsky hvað???

Hvað er málið með Frakklandsforseta og hans konur?

Fyrir utan það að hann skildi við konu sína núna í haust eftir 11 ára hjónaband, þrátt fyrir að hún hafi búið með öðrum manni 2005 og 2006. Rétt eftir skilnaðinn hittir hann enn eina ,,konuna í lífi sínu", fræga fyrirsætu og milljarðaerfingja og þau giftu sig nokkrum mánuðum seinn. Mánuði síðar giftist hans fyrrverandi svo viðhaldinu sínu sem er maroccoskur milli. Þessa dagana er svo að fara fram uppboð á nektarmyndum af NÚVERANDI forsetafrú, en það er allt í lagi af því að ,,Um er að ræða listaverk, smekklega nektarmynd sem tekin er af þekktum og virtum listamanni."
Það er nú tilbreyting samt að hafa svona spússu sem forsetafrú. Ekki það fyrsta sem manni dettur í hug. Frakkarnir klikka ekki á þessu!


Hvað eru bandaríkjamenn að velta sér upp úr Lewinsky enn þann dag í dag? Og þvílíku hreinsanirnar sem eru unnar þar þessa dagana með ríkisstjórana. Held reyndar að það hafi meiri pólitískan tilgang að upplýsa öll þessi framhjáhöld en að það komi eitthvað við siðferðiskennd þeirra.
Það sem ég átta mig bara ekki alveg á er þetta með konurnar þeirra. Ef ég væri með lögfræðigráðu frá Harvard og hefði lagt starfsframann á hilluna til að ala upp börnin mín með manninum mínum og standa með honum í hans starfsframa í blíðu og stríðu, hans markmið verða þeirra markmið; komast síðan að því að hann væri búinn að eyða milljónum í hórur sl. árin. Djöfull myndi ég þokkalega urlast! Ég held að eina ástæðan fyrir því að hún stóð þarna við hliðina á honum er að hún átti viðhald líka;)

Never the less. Frakkar virðast hafa tekið þann pólinn í hæðina að pólitískur leiðtogi þarf ekki að vera einhver siðapostuli eða fyrirmynd annara í einkalífinu. Telst þetta sem aðskilnaður ríkis og kirkju? ;)

En fyrrverandi frakklandsforsetafrú fór að mínum ráðum... grenjaði svolítið og skrifaði svo bók um það! Það sem verra er er að núna er hún með móral yfir trúnóinu sem hún fór á og er að reyna að afturkalla útgáfuna. Þetta er bara eins og góð slúðursaga af balli í Valaskjálf;)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

bwaaaaaaaaaaaahahahaha... heyr heyr, góður pistill
Gréta syss

11:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er naumast dugnaðurinn, maður skreppur í páskafrí í nokkra daga og svo eru bara komin mörg ný blogg þegar maður kemur til baka. Gaman engu að síður.

Gunnarsstaðadóninn

12:32 PM  

Post a Comment

<< Home