Litla ófétið, hún litla systir mín, sem er höfðinu hærri en ég, stal lúkkinu mínu. Hún afrekaði það uppá eigin spýtur að búa sér til blogsíðu, en eins einkennilegt og það nú er þá er bakgrunnurinn óheyrilega líkur mínum. Held að þetta hafi nú aðallega verið til að gera at í mér. Þeir sem vilja skoða bloggsíðuna hennar geta farið hingað . Ég fæ nú hugsanlega að skipta mér eitthvað af þessu hjá henni, af því að ég er nú einu sinni stóra systir hennar.
Fallandaforað
Hel er dóttir Loka og Angurboðu. Hún er systir Fenrisúlfs og Miðgarðsorms. Óðinn kastaði Hel í Niflheim og þar ræður hún yfir níu heimum. Salur Heljar heitir Éljúðnir og nefnist þröskuldur hans Fallandaforað. Þræll hennar heitir Ganglati og ambáttin Ganglöt. Hún matast af disknum Hungri með hnífnum Sulti. Sæng Heljar heitir Kör og rekkjutjöldin blíkjandaböl.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home