Saturday, April 24, 2004



Giskið hver er á leiðinni á tónleika ;)

Held á tveim miðum, en ég held samt að mér hafi nú tekist að kaupa 5. Nú er ég nefninlega orðinn meðlimur í Metallica-klúbbnum. Þá pranga ég umframmiðum upp vini og ættingja. Axel bróðir ætlar samt að koma með mér pottþétt. Ég verð meira að segja fyrir sunnan þessa helgi, þ.e. á landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu, þannig að mig munar ekkert um að fara á tónleikana í leiðinni. Spurning hvernig ég verð eftir viku legu í tjaldi og umkringd snarvitlausum klikkhausum... Það var minnst kosti ógeðslega gaman síðast á Vindheimamelum.



Fór á Metallica á Roskilde í fyrra.... Scream for me Roskilde !!!!!
Það var geggjað... Að vísu verða bara 15 þúsund manns þarna, en það voru um 100 þúsund á Roskilde. Fékk miða á svæði A, þannig að ég ætti að sjá Hetfield almennilega... Efast samt um að þeir muni eftir mér þarna ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home