Nú er bekkurinn kominn með sína eigin heimasíðu, þar sem allir hafa aðgang og geta bloggað það nýjasta... Við gerum okkur náttúrulega fyllilega grein fyrir því að við erum samansafn af mismiklum nord-um og misskrítnu fólki, aðallega samt skrítin nord, og óvíst hvort einhver annar en við nennum að skoða þetta blogg, en fyrir þá sem hafa áhuga... verkfræðicoolistar
Fékk grill, blóm og rauðvín í gær, svona í tilefni af sumardeginum fyrsta. Gummi gerði lúmska tilraun til að losna við mig í eitt skiptið fyrir öll. Hann sem sagt staðsetti grillið fyrir neðan opinn herbergisgluggann minn þannig að öll mengunin kom inn. Þegar ég svo loksins fattaði að þessi reykur og lykt kom ekki úr hausnum á mér (var að læra stærðfræðigreiningu) þá var ég rétt nærri dauða en lífi af koldíoxíðeitrun. Ég sá við honum, í þetta skiptið, og lokaði glugganum. Það leikur enginn svo auðveldlega á mig ;)
Hef áhyggjur af froskunum. Þeir eru farnir að grafa sig í sandbotninn voðalega oft og mikið. Veit ekki hvort þeir eru að leita að matarleifum eða hvort það er eitthvað annað í gangi. Ég hélt samt að þetta væru tveir karlar, en nú á síðustu og verstu tímum virðist ekki skipta máli hvort kynið það er, hvernig það er á litinn eða hvort það er af sömu tegund yfirleitt. Voðalega er maður eitthvað gamaldags í sér og eftirá í nútíma samfélagsþróun.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home