Saturday, December 18, 2004

Nú er prófatíðin á enda og næsta önn framundan. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn tæp, en engu að síður mun þessi tími vera ljúfur í minningunni. Við allar heima að læra, ég fór eiginlega í próf í furðulegustu fögum, umhverfisefnafræði, bókmenntafræði, erfðafræði o.s.frv.

Þegar ég kom heim úr framkvæmdafræðiprófinu stökk Ringa í það að elda handa okkur Láru. Ekki veitti af, enda hefur næringarplanið farið fyrir ofan garð og neðan.
Margt var fundið sér til dundurs annað en læra og þóttu litirnir hennar Kittu sérlega vel til þess fallnir að leika sér með þá og gera vísindalegar kannanir á þeim.

Sumir voru þreyttari en aðrir. En það var svo sem ekkert því til fyrirstöðu að leggja sig aðeins.


Loforð voru gerð og skrifuð niður, skjalfest. Þetta kemur til með að vera á ísskápnum fram næstu önn!!!

Maður fann til með öllum sem voru að fara í próf og upplifiði töp og sigra hvers og eins. Ótrúlegustu upplýsingar sitja eftir eins og hyruvognar...katastrófía...framandgerving...metónómía... o.s.frv.
Hvað var eiginlega gott að koma uppgefinn úr prófi og þegar maður kom heim tók fólk á móti manni og peppaði mann upp.
Yfirleitt vaknaði ég um 6 á morgnana, vakti stelpurnar sem svo komu í morgunkaffi um sjö og maður hresstist allur við fyrir próf kl. 9.
Alls kyns kvíðaflog, uppgefni, áhyggjur og þreyta var tæklað um hæl. Ég hefði ekki lifað þetta af án þeirra. Eins og Stella segir: ,, erfiðleikarnir eru til þess að takast á við þá"



Eftir á að hyggja var þetta bara mjög gaman, þrátt fyrir að á tímabili liti út fyrir að liðið færi yfirum.
Ég tek þetta svo í skrefum. Get ekki verið alein núna svo Lára situr hérna og lærir bókmenntafræði og ég get þá skrifað jólakort og svona á meðan.

Friday, December 17, 2004

BÚIN Í PRÓFUM !!!

Veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera. Það að sofa út, þ.e. lengur en til átta er bara fjarlæg minning -eitthvað sem gerðist í fyrndinni-.
Prófið í morgun gékk merkilega vel, betur en ég átti von á. Lára kom til mín í morgunkaffi um sjö og ég var totally hopeless. Drattaðist í prófið og þegar ég settist og fór að skoða prófið, svona með semingi, þá allt í einu lifnaði yfir mér; ég fann bara fullt af hlutum sem ég gat gaufast við. En það var svo sárt að tíminn leið svo hratt. Ég skrifaði og skrifaði, reiknaði, teiknað og útskýrði til að reyna að sýna fram á að ég gæti nú eitthvað; tíminn vann gegn mér og ég varð að sleppa 20% alveg og 20% gerði ég á einu korteri. Ég efast um að kennarinn skilji hvað ég skrifaði og ég vísaði í skýrslur og aðra útreikninga máli mínu til sönnunar. Veit ekki hvort þetta hefur dugað, en því ég geri lítið í því hingað til.
Fyrir næsta próf hjá Sigga Straum ætla ég að fara á hraðskriftar- og hraðlestrarnámskeið. Ekki veitir af.

Fór í búðir með Láru og Ilmi áðan, keypti smá jólagjafir og geggjaða skó. Lét vera að kaupa mér buxur, þar sem það hefur verið frekar vinsælt hingað til...

Þrif á íbúðinni og jólakortaskrif liggja fyrir...

Caio

Thursday, December 16, 2004

Vonir eru undanfari vonbrigða...

Hvað er maður að kvelja sig áfram, vitandi að það er ekki til neins. Er þetta einhver sérstök sjálfspyntingarhvöt; hvenær verður maður bara sáttur við sitt og getur haldið áfram að lifa lífinu, svona eins og annað fólk.
Ef ég yrði fyrir bíl, ætti það ekki að skipta mig meira máli en að ná einhverju prófi? En neeeiiii... Ég get endalaust velt mér upp úr ómerkilegum, einskisnýtum hlutum og kem ekki auga á heildarmyndina. Ég gæti ekki á nokkurn hátt haft það betra, ég tel mig vera ein af þessum heppnum manneskjum í lífinu. Ef tilveru minni á jörð myndi ljúka skyndilega þá gæti ég farið nokkuð sátt af því að mér finnst ég hafa haft það betra en margur sem lifði 80 ár.
Af hverju þá... finnst mér eins og ég standi og falli með þessu eina prófi? (Aðallega falli samt)

Það eru 13 og hálfur klst eftir af þessari prófatörn... Þar af kem ég til með að sofa svona 4, og éta svona einn. Restin fer í að velta mér upp úr eigin eymd og volæði.

Mikið óskaplega hlakka ég til að sjá karlræksnið mitt um helgina... to see why life's worth living...

Wednesday, December 15, 2004

Er að drepast úr leti... hvar er eiginlega lokaspretturinn? Alveg tíbískt, totally búin á því... Ég sem hélt að skrokkurinn á mér gæti framleitt efidrín; það er eitthvað farið að klikka í þeim málum.

Vaknaði í morgun kl. 6 og ég vissi ekki, og gat ekki munað í hvaða próf ég var að fara eða hvað próf ég hafði verið að læra fyrir 4 tímum áður. Hausinn á mér er fastur á effect sem heitir random standby.

Núna er ég búin að setja hreint utanum, fara í sturtu og borða vel. Ég hlýt að sofa vel í nótt. Best að ná góðri nótt, vakna um 7 og massa þetta síðan!

Síðasta prófið... beint frá svörtustu sataníu -Straumfræði- here I come!

Tuesday, December 14, 2004


Svona a eg nu goda stora systur. Af tvi ad eg er nu i profum og ad læra fra mer vitid, ta sendi hun mer smakokur og randalin.
Myndina sendi ég

Ég held að af því að ég skírði þetta samgöngutækni þá vildi enginn kíkja á þetta, en þetta er óendanlega fyndið og held að margir hverjir ættu að kannast við það. Þið verðið að hafa hljóðið á! brum, brum... víííí.

Prófið í morgun var dauði og djöfull og helvíti á jörð. Hefði þurft um 11 klst til að leysa þetta. Skrifaði eins og brjálæðingur allann tímann, viska mín varð að táknum og varpaðist með ljóshraða yfir á próförkina... en allt kom fyrir ekki; það var ógjörningur að leysa þetta próf á þessum tíma.

Er ekki sagt að ef kennari leggur fyrir 3 tíma próf þá eigi hann sjálfur að vera um klst að leysa það? Er það ekki þumalputtareglan í þessu? Það tekur nú bara fyrsta klst. að lesa í gegnum prófið, hvað þá leysa það.
Eg verð greinilega að æfa mig í að tekka og fá að taka tölvuna með í próf héðan í frá.

Monday, December 13, 2004

Núna er klukkan að verða þrjú og ég ætla bara að fara að sofa. Held að ég sé búin að nema allt það sem ég þarf í jarðtækni og grundun fyrir prófið á morgun. Ég ætla bara að vakna um sex, lesa yfir og læra utanað það sem ég þarf að læra utanað og fara svo í prófið sem byrjar kl. 9.

Gott plan!

Er tekin saman við viðhaldið, sem er búkstór og hálslangur og ber eftirnafnið Mariner. We are best buddies.

Puff allar svefntöflur þegar þetta býðst. Ég efast líka um að þetta fari vel saman, plús það að ég get lært og drukkið, en varla lært og sofið.

Ég er nú harla lítil drykkjumanneskja en ég verð örugglega komin með helvíti góða skorpulifur um það leiti sem ég klára doktorsgráðuna. Sem betur fer er bara prófatíð tvisvar á ári, þrisvar með sumarprófum. Lifrargreyið verður bara að harka að sér og berjast með mér í gegnum þetta. Við reynum nú að standa saman fyrst við erum nú frekar nátengdar hvor annari. Ég skal vera duglega að taka lýsið á móti fyrir hana í staðinn.


Eg ætti ad na ad sofna i nott;-) Engin thynnka! Er nokkud bannad ad mæta olvadur i prof? Ætli madurinn med ljainn standi fyrir utan stofuna a morgun med blastursmæli...
Myndina sendi ég

Saturday, December 11, 2004

Jæja, nú er gerðist það á endanum... ég fór yfir strikið...

Ég er hætt að geta sofið, held engu niðri (einstaka kókómjólk) og er orðin stjörf. Ég reyndi að sofa í nótt, hætti að velta mér eftir 3 tíma. Var búin að vera halda vöku fyrir Guðmundi mínum. Lá uppi í rúmi, tennurnar glömruðu uppi í mér og ég gat ekki hætt að skjálfa.

Ég man ekki eftir að hafa gert það áður, en núna næ ég tveim prófum í röð, sitt hvorn daginn án þess að sofa á milli. Og það versta er að ég reyndi...

Ég held að þetta sé það sem gerist þegar maður gengur fram af líkamanum. Andlega hliðin virðist sterkari en líkamlega og gerir sér ekki grein fyrir hvenær á að stoppa.

Ég ætla að reyna að sofna þegar ég kem úr prófinu, geðheilsan er í hættu. Svo hef ég á tilfinningunni að þetta sé ekkert að gera góða hluti fyrir mig einkunnalega séð...


Boy oh boy... það hlaut að koma að því!

Friday, December 10, 2004

Úff... nú er álag og öryggi að baki. Ég held ég bíði enn um sinn áður en ég fer að reikna fyrir einhvern eitthvað hvað jarðskjálfta varðar!!!

Samgöngutækni á næsta leiti... Nenni ekki að læra fyrir það, er að vonast eftir að það reddist bara... How likely is that?

Hérna er samgöngutækni í hnotskurn. Reyni þessa taktík í prófinu og athuga hvort mér verður ekki hent út.

Thursday, December 09, 2004

Ég er búin að fatta það!!!

Ég veit hvernig ég get hægt á tímanum... en ég efast um að ég fái Nobel-inn fyrir það. Ég skilgreini hann bara í afköstum og hann fer hægar en allt!

Wednesday, December 08, 2004

Föstudagur...

Laugardagur...

Mánudagur...

Miðvikudagur...

Föstudagur

Og þá er ég búin í prófum!

Hverjar eru líkurnar á því að ég haldi geðheilsunni? Ég verð örugglega á Klepp um jólin og svona vel fram yfir áramót.
Ég hélt að það væri ekki hægt að sofa þetta lítið í þetta langan tíma. 3 próf frumles ég alveg frá grunni. Búin að læra fyrir eitt, er að læra fyrir það sem verður á föstudaginn.
Þau fög sem mér finnst virkilega eitthvað varið í eru þau fög sem ég fell líklegast í og eiginlega það eina sem ég er búin að læra eitthvað í í vetur. Boy oh boy...

Mig dreymdi að ég féll í straumfræðinni. Þetta er orðið andlegt álag. Það sem var eiginlega verst var að kennarinn kom með einkunnir allra á blaði og sumar voru í brotum, almennum brotum. Einkunnin mín var svo flókið brot að ég starði og starði og reyndi að reikna það út til að finna út hvort ég hefði náð eða ekki... Hversu ruglaður er maður orðinn.

En best að fara að læra eitthvað í Álagi og öryggi burðarvirkja. Það próf er álíka og ætla að taka bílpróf en hafa aldrei séð bíl.
Ragga frænka er að koma heim á morgun og ég ætla að taka á móti henni. Svo þarf ég líka að fara í lyfjatilraunirnar í dag. Vona að ég veikist ekki af þeim, þá er fjandinn laus. Ég er vissum að blóðsýnið sem þeir taka úr mér er eitthvað koffein-mengað og laust við alla næringu.

Hasta pronto!

Tuesday, December 07, 2004

Innkaupakarfan...

Labba inn í búðina og það fyrsta sem ég sé er nammibarinn. Við Lára keyptum svo mikið úr honum á laugardaginn, því þá er 50% afsláttur, að ég ætla að láta hann vera.
Best að kaupa eina mjólk út á Coca Puffs-ið.

1 pottur mjólk

Kaffið... ekki gleyma kaffinu, það gæti farið að klárast.

2 pakkar kaffi

Sé svo ekkert sem mig langar í nema kannski...

1 pk. Kit Kat
1 pk. lakkrís
1. stór poki lakkrískúlur
1. poki sykurhúðaðar hnetur
Súkkulaðirúsínur

Hmm... verð að borða eitthvað... 1944, matur fyrir sjálfstæða Íslendinga og fólk í prófum. Læt þrjá bakka duga, gæti álpast út í búð aftur. Ekki í bráð samt, þetta ætti að duga eitthvað.

Gummi greyið kemur til með að þurfa að brjóta út úr dyragættinni til að koma mér út og þarf trúlega að koma á pikkup til að ferja mig á milli staða. Galantinn er hvort eð er orðinn það dældaður að það munar ekkert um að hafa mig á toppnum;). Sumir eru með tengdamömmubox á toppnum en aðrir konuna sína;)

Sunday, December 05, 2004

Lognið á undan storminum...

Ég veit ekki nákvæmlega hvenær, en á vissum tímapunkti um helgina hætti ég að horfa á dagatalið og fór að horfa á klukkuna. Það er ótrúlega skrítið, ég get velt því fyrir mér í drjúgan tíma reglulega, að það er ekki hægt að stoppa tímann. Það er ekki hægt að hafa áhrif á hann með nokkru móti; hann fer áfram hvað sem á dynur. Mér finnst það alltaf pínu krípí...

Versti tíminn þegar líður að prófum er einmitt þegar ,,þegar líður að" prófum. Það er fátt verra en bíða. Maður er að baksast við að læra en samt ekki kominn í prófgírinn.
Þetta er einmitt tíminn þegar maður hættir að geta sofið, sofnar ekki á kvöldin, vaknar með 2-3 klst. millibili og ekki vegur að sofa út á morgnana. Það er varla hægt að borða morgunmat og það litla sem fer niður fer helst upp líka. Matarlistin það sem eftir er dagsins er í lamasessi. Maður vill ekki gera neitt nema læra, nota tímann, samt starir maður á vegginn fyrir framan sig kannski í klst. án þess að gera sér grein fyrir því.
Tímamótin eru því þegar maður hættir að horfa á dagatalið og fer að horfa á klukkuna.

Heimilið ber þess merki. Eldhúsborðið er úti á miðju gólfi fullt af bókum og á stólum og borðum í kring eru möppur og bækur.
Á föstudag var pöntuð pizza, 2 x 16" (við vorum 3) svo var hún étin um kvöldið og daginn eftir í hádegis og kvöldmat. Ég henti síðustu sneiðinni áðan. Enginn vildi hana þannig að Nings var næsta númer. Nú eigum við forða til morgundagsins.
Hér er fólk komandi og farandi allann daginn, flestir sitja samt við bækurnar mestan tímann og líta upp öðru hvoru til að spjalla. Eldhúsborðið ber 3 með góðu móti, það reddast með fjóra. Annars er líka hægt að hreiðra um sig í sófanum. Þeir sem vilja hvíla sig á próflestrinum fara inn í herbergi og þar komast þeir í tölvu og msn. Aðeins að sinna félagslegu hliðinni. Þeir sem vilja sofa finna sér blett til að sofa á, sófinn er oftast notaður þar sem rúmið er fullt af bókum og pappírum eftir að húsráðandi var að reyna að skipuleggja pappaflóðið sitt.
Það sérst meira að segja á klæðnaðinum, víðar pokabuxur og skræpóttur bolur. Það fer ekki að vera mikið af þvotti hreint og því innar sem maður fer í fataskápinn þá verða fötin furðulegri.
Þegar síminn hringir eru random tvær hugsanir fyrir hendi.

1. Djöfullinn, hver dirfist að trufla mig...
2. Guð, hvað það var gott að einhver hringir svo ég þurfi ekki að horfa á þetta dæmi lengur.

Eftir tvær vikur... only! Þetta verða afdrifaríkar tvær vikur... og ég þarf að gera gott betur en höfuðlausn til að geta eitthvað í fxxxxxx straumfræðinni.

Hasta luego


Læri... læri... The story of my life! Thanks for good study- buddies.
Myndina sendi ég