Innkaupakarfan...
Labba inn í búðina og það fyrsta sem ég sé er nammibarinn. Við Lára keyptum svo mikið úr honum á laugardaginn, því þá er 50% afsláttur, að ég ætla að láta hann vera.
Best að kaupa eina mjólk út á Coca Puffs-ið.
1 pottur mjólk
Kaffið... ekki gleyma kaffinu, það gæti farið að klárast.
2 pakkar kaffi
Sé svo ekkert sem mig langar í nema kannski...
1 pk. Kit Kat
1 pk. lakkrís
1. stór poki lakkrískúlur
1. poki sykurhúðaðar hnetur
Súkkulaðirúsínur
Hmm... verð að borða eitthvað... 1944, matur fyrir sjálfstæða Íslendinga og fólk í prófum. Læt þrjá bakka duga, gæti álpast út í búð aftur. Ekki í bráð samt, þetta ætti að duga eitthvað.
Gummi greyið kemur til með að þurfa að brjóta út úr dyragættinni til að koma mér út og þarf trúlega að koma á pikkup til að ferja mig á milli staða. Galantinn er hvort eð er orðinn það dældaður að það munar ekkert um að hafa mig á toppnum;). Sumir eru með tengdamömmubox á toppnum en aðrir konuna sína;)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home