Lognið á undan storminum...
Ég veit ekki nákvæmlega hvenær, en á vissum tímapunkti um helgina hætti ég að horfa á dagatalið og fór að horfa á klukkuna. Það er ótrúlega skrítið, ég get velt því fyrir mér í drjúgan tíma reglulega, að það er ekki hægt að stoppa tímann. Það er ekki hægt að hafa áhrif á hann með nokkru móti; hann fer áfram hvað sem á dynur. Mér finnst það alltaf pínu krípí...
Versti tíminn þegar líður að prófum er einmitt þegar ,,þegar líður að" prófum. Það er fátt verra en bíða. Maður er að baksast við að læra en samt ekki kominn í prófgírinn.
Þetta er einmitt tíminn þegar maður hættir að geta sofið, sofnar ekki á kvöldin, vaknar með 2-3 klst. millibili og ekki vegur að sofa út á morgnana. Það er varla hægt að borða morgunmat og það litla sem fer niður fer helst upp líka. Matarlistin það sem eftir er dagsins er í lamasessi. Maður vill ekki gera neitt nema læra, nota tímann, samt starir maður á vegginn fyrir framan sig kannski í klst. án þess að gera sér grein fyrir því.
Tímamótin eru því þegar maður hættir að horfa á dagatalið og fer að horfa á klukkuna.
Heimilið ber þess merki. Eldhúsborðið er úti á miðju gólfi fullt af bókum og á stólum og borðum í kring eru möppur og bækur.
Á föstudag var pöntuð pizza, 2 x 16" (við vorum 3) svo var hún étin um kvöldið og daginn eftir í hádegis og kvöldmat. Ég henti síðustu sneiðinni áðan. Enginn vildi hana þannig að Nings var næsta númer. Nú eigum við forða til morgundagsins.
Hér er fólk komandi og farandi allann daginn, flestir sitja samt við bækurnar mestan tímann og líta upp öðru hvoru til að spjalla. Eldhúsborðið ber 3 með góðu móti, það reddast með fjóra. Annars er líka hægt að hreiðra um sig í sófanum. Þeir sem vilja hvíla sig á próflestrinum fara inn í herbergi og þar komast þeir í tölvu og msn. Aðeins að sinna félagslegu hliðinni. Þeir sem vilja sofa finna sér blett til að sofa á, sófinn er oftast notaður þar sem rúmið er fullt af bókum og pappírum eftir að húsráðandi var að reyna að skipuleggja pappaflóðið sitt.
Það sérst meira að segja á klæðnaðinum, víðar pokabuxur og skræpóttur bolur. Það fer ekki að vera mikið af þvotti hreint og því innar sem maður fer í fataskápinn þá verða fötin furðulegri.
Þegar síminn hringir eru random tvær hugsanir fyrir hendi.
1. Djöfullinn, hver dirfist að trufla mig...
2. Guð, hvað það var gott að einhver hringir svo ég þurfi ekki að horfa á þetta dæmi lengur.
Eftir tvær vikur... only! Þetta verða afdrifaríkar tvær vikur... og ég þarf að gera gott betur en höfuðlausn til að geta eitthvað í fxxxxxx straumfræðinni.
Hasta luego
0 Comments:
Post a Comment
<< Home