Saturday, December 11, 2004

Jæja, nú er gerðist það á endanum... ég fór yfir strikið...

Ég er hætt að geta sofið, held engu niðri (einstaka kókómjólk) og er orðin stjörf. Ég reyndi að sofa í nótt, hætti að velta mér eftir 3 tíma. Var búin að vera halda vöku fyrir Guðmundi mínum. Lá uppi í rúmi, tennurnar glömruðu uppi í mér og ég gat ekki hætt að skjálfa.

Ég man ekki eftir að hafa gert það áður, en núna næ ég tveim prófum í röð, sitt hvorn daginn án þess að sofa á milli. Og það versta er að ég reyndi...

Ég held að þetta sé það sem gerist þegar maður gengur fram af líkamanum. Andlega hliðin virðist sterkari en líkamlega og gerir sér ekki grein fyrir hvenær á að stoppa.

Ég ætla að reyna að sofna þegar ég kem úr prófinu, geðheilsan er í hættu. Svo hef ég á tilfinningunni að þetta sé ekkert að gera góða hluti fyrir mig einkunnalega séð...


Boy oh boy... það hlaut að koma að því!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home