Wednesday, December 15, 2004

Er að drepast úr leti... hvar er eiginlega lokaspretturinn? Alveg tíbískt, totally búin á því... Ég sem hélt að skrokkurinn á mér gæti framleitt efidrín; það er eitthvað farið að klikka í þeim málum.

Vaknaði í morgun kl. 6 og ég vissi ekki, og gat ekki munað í hvaða próf ég var að fara eða hvað próf ég hafði verið að læra fyrir 4 tímum áður. Hausinn á mér er fastur á effect sem heitir random standby.

Núna er ég búin að setja hreint utanum, fara í sturtu og borða vel. Ég hlýt að sofa vel í nótt. Best að ná góðri nótt, vakna um 7 og massa þetta síðan!

Síðasta prófið... beint frá svörtustu sataníu -Straumfræði- here I come!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home