Monday, December 13, 2004

Núna er klukkan að verða þrjú og ég ætla bara að fara að sofa. Held að ég sé búin að nema allt það sem ég þarf í jarðtækni og grundun fyrir prófið á morgun. Ég ætla bara að vakna um sex, lesa yfir og læra utanað það sem ég þarf að læra utanað og fara svo í prófið sem byrjar kl. 9.

Gott plan!

Er tekin saman við viðhaldið, sem er búkstór og hálslangur og ber eftirnafnið Mariner. We are best buddies.

Puff allar svefntöflur þegar þetta býðst. Ég efast líka um að þetta fari vel saman, plús það að ég get lært og drukkið, en varla lært og sofið.

Ég er nú harla lítil drykkjumanneskja en ég verð örugglega komin með helvíti góða skorpulifur um það leiti sem ég klára doktorsgráðuna. Sem betur fer er bara prófatíð tvisvar á ári, þrisvar með sumarprófum. Lifrargreyið verður bara að harka að sér og berjast með mér í gegnum þetta. Við reynum nú að standa saman fyrst við erum nú frekar nátengdar hvor annari. Ég skal vera duglega að taka lýsið á móti fyrir hana í staðinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home