Nú er prófatíðin á enda og næsta önn framundan. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn tæp, en engu að síður mun þessi tími vera ljúfur í minningunni. Við allar heima að læra, ég fór eiginlega í próf í furðulegustu fögum, umhverfisefnafræði, bókmenntafræði, erfðafræði o.s.frv.
Þegar ég kom heim úr framkvæmdafræðiprófinu stökk Ringa í það að elda handa okkur Láru. Ekki veitti af, enda hefur næringarplanið farið fyrir ofan garð og neðan.
Margt var fundið sér til dundurs annað en læra og þóttu litirnir hennar Kittu sérlega vel til þess fallnir að leika sér með þá og gera vísindalegar kannanir á þeim.
Sumir voru þreyttari en aðrir. En það var svo sem ekkert því til fyrirstöðu að leggja sig aðeins.
Loforð voru gerð og skrifuð niður, skjalfest. Þetta kemur til með að vera á ísskápnum fram næstu önn!!!
Maður fann til með öllum sem voru að fara í próf og upplifiði töp og sigra hvers og eins. Ótrúlegustu upplýsingar sitja eftir eins og hyruvognar...katastrófía...framandgerving...metónómía... o.s.frv.
Hvað var eiginlega gott að koma uppgefinn úr prófi og þegar maður kom heim tók fólk á móti manni og peppaði mann upp.
Yfirleitt vaknaði ég um 6 á morgnana, vakti stelpurnar sem svo komu í morgunkaffi um sjö og maður hresstist allur við fyrir próf kl. 9.
Alls kyns kvíðaflog, uppgefni, áhyggjur og þreyta var tæklað um hæl. Ég hefði ekki lifað þetta af án þeirra. Eins og Stella segir: ,, erfiðleikarnir eru til þess að takast á við þá"
Eftir á að hyggja var þetta bara mjög gaman, þrátt fyrir að á tímabili liti út fyrir að liðið færi yfirum.
Ég tek þetta svo í skrefum. Get ekki verið alein núna svo Lára situr hérna og lærir bókmenntafræði og ég get þá skrifað jólakort og svona á meðan.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home