Thursday, December 16, 2004

Vonir eru undanfari vonbrigða...

Hvað er maður að kvelja sig áfram, vitandi að það er ekki til neins. Er þetta einhver sérstök sjálfspyntingarhvöt; hvenær verður maður bara sáttur við sitt og getur haldið áfram að lifa lífinu, svona eins og annað fólk.
Ef ég yrði fyrir bíl, ætti það ekki að skipta mig meira máli en að ná einhverju prófi? En neeeiiii... Ég get endalaust velt mér upp úr ómerkilegum, einskisnýtum hlutum og kem ekki auga á heildarmyndina. Ég gæti ekki á nokkurn hátt haft það betra, ég tel mig vera ein af þessum heppnum manneskjum í lífinu. Ef tilveru minni á jörð myndi ljúka skyndilega þá gæti ég farið nokkuð sátt af því að mér finnst ég hafa haft það betra en margur sem lifði 80 ár.
Af hverju þá... finnst mér eins og ég standi og falli með þessu eina prófi? (Aðallega falli samt)

Það eru 13 og hálfur klst eftir af þessari prófatörn... Þar af kem ég til með að sofa svona 4, og éta svona einn. Restin fer í að velta mér upp úr eigin eymd og volæði.

Mikið óskaplega hlakka ég til að sjá karlræksnið mitt um helgina... to see why life's worth living...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home