Föstudagur...
Laugardagur...
Mánudagur...
Miðvikudagur...
Föstudagur
Og þá er ég búin í prófum!
Hverjar eru líkurnar á því að ég haldi geðheilsunni? Ég verð örugglega á Klepp um jólin og svona vel fram yfir áramót.
Ég hélt að það væri ekki hægt að sofa þetta lítið í þetta langan tíma. 3 próf frumles ég alveg frá grunni. Búin að læra fyrir eitt, er að læra fyrir það sem verður á föstudaginn.
Þau fög sem mér finnst virkilega eitthvað varið í eru þau fög sem ég fell líklegast í og eiginlega það eina sem ég er búin að læra eitthvað í í vetur. Boy oh boy...
Mig dreymdi að ég féll í straumfræðinni. Þetta er orðið andlegt álag. Það sem var eiginlega verst var að kennarinn kom með einkunnir allra á blaði og sumar voru í brotum, almennum brotum. Einkunnin mín var svo flókið brot að ég starði og starði og reyndi að reikna það út til að finna út hvort ég hefði náð eða ekki... Hversu ruglaður er maður orðinn.
En best að fara að læra eitthvað í Álagi og öryggi burðarvirkja. Það próf er álíka og ætla að taka bílpróf en hafa aldrei séð bíl.
Ragga frænka er að koma heim á morgun og ég ætla að taka á móti henni. Svo þarf ég líka að fara í lyfjatilraunirnar í dag. Vona að ég veikist ekki af þeim, þá er fjandinn laus. Ég er vissum að blóðsýnið sem þeir taka úr mér er eitthvað koffein-mengað og laust við alla næringu.
Hasta pronto!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home