Wednesday, November 26, 2008

Var að koma frá tutor-num mínum. Verkefnið er á síðustu metrunum og ég líka! Náði mér í einhverja vibba pest og hausinn á mér er fullur af hori! Mestmegnis safnast það bak við hægra augað og ég finn til bak við augabrúnina og kinnbeinið. Þess fyrir utan moka ég reglulega út hori í massavís. Er nokkuð viss um að í góðri snýtu nær ég alveg matskeið...
Fyrir utan það hvernig þetta fer svo í skapið á mér!

Never the less... fékk seinni hlutann af verkefninu yfirfarinn. Vinur minn Andrés vinnur uppi í skóla í rannsóknarverkefni og mikið með tutor-num mínum. Fyrr í vikunni vorum við langt fram á nótt að lesa yfir verkefnið og leiðrétta stafsetningu, málfræði og málfar. Hann og Rocio hafa hjálpað mér með að lesa aðeins yfir áður en ég skila inn köflunum svo kennaragreyið geti leiðrétt eitthvað meira en bara stafsetningu og málfræði. Ég sagði tutornum að Andrés væri að hjálpa mér að lesa yfir og svona, sem honum fannst mjög gott, en núna bendir hann Andrési á villurnar sem hann leiðrétti ekki hjá mér...
Ég hef samt lært ótrúlega mikið á þessu verkefni. Það að skrifa ópersónulega formlega ritgerð á öðru máli en sínu eigin er frekar strembið.

Spánverjar eru mjög strangir á allri málfræði og stafsetningu. Það er mjög illa séð að maður geri stafsetningarvillur hérna í háskólanum. Stafsetningarvillur eru einnig misnotkun á kommum, gæsalöppum, tvípunktum etc.. Ég man ekki mikið eftir að kennarar hafi beitt sér fyrir því í háskólanum heima. Kannski vorum við bara svona góð í stafsetninu ;) Kennarar hérna eiga það til að neita að taka við verkefnum sem ekki eru tiltölulega rétt skrifuð. Það þykir hneisa að háskólamenntað fólk skuli ekki skrifa og tala rétt.
Sem betur fer mæti ég nú smá skilningi hvað þetta varðar. Að minnsta kosti leiðréttir tutorinn minn stafsetninguna svo ég geti lagað þetta(eftir að við Andrés löguðum það áður)Ég fæ ekki að skila þessu inn til dómnefndar fyrr en þetta er algjörlega stafsetningar og málfræðilega rétt.

Það er farið að kólna hérna á Spáni. Í Sierra Nevada, sem er skíðasvæðið hérna klst. frá, fór það í -15 gráður. Ég verð eiginlega að fara að finna mér "ömmu" fyrir Bergrós hérna, einhverja sem getur passað í lengri tíma. Mig langar svo að fara á skíði og þá að Gummi komi með. Maður fer samt ekki þangað að leigja dótið og allt nema fyrir alveg heilann dag sem þýðir að fara héðan kl. 7 um morgun og koma aftur kl. 9 um kvöld.

En það verður ekki fyrr en eftir skil og próf !!!

Besitos amigos! Anda ya!

Sunday, November 23, 2008


Ég man þá tíð að allt var fullt af færeyingum á Þórshöfn. Ég spáði aldrei neitt sérstaklega í það af hverju, þeir komu bara af því að þetta var rétt hjá. Í 10. bekk fórum við í skólaferðalag til Færeyja... eða var það í 8. bekk... og það var allt fullt þar af jarðgöngum og íþróttahúsum. Maturinn var vondur og ég skildi engan veginn af hverju einhver vildi búa þarna. Okkur var líka sagt að það væri nóg af húsnæði þarna! Mér fannst bara ekkert skrítið að enginn skyldi vilja búa í þessum útnára...

Las grein:
"Ástandið á Íslandi minnir um margt á það sem gerðist í Færeyjum á árunum upp úr 1990 en þá varð mikill efnahagslegur samdráttur í heimsbúskapnum. Færeyska þjóðlífið hrundi nánast til grunna, fjórði hver maður missti vinnuna, 15% eyjaskeggja fluttu úr landi, fjölmörg fyrirtæki urðu gjaldþrota, landsframleiðslan dróst saman um þriðjung og Föroya banki og Sjóvinnubankinn fóru nánast á hliðina."


Það var örugglega fullt af fólki sem vildi búa í þessum útnára, nálægt fjölskyldu og vinum. Það hafði bara ekki vinnu og flutti úr landi í leit að salti í grautinn.

Vesturfaraævintýrin eru að byrja aftur á Íslandi. Munurinn er bara að það er mun auðveldara að fara út, upplýsingaflæðið er ótakmarkað í húsnæðis og atvinnuleit. Það er hægt að fara í atvinnuviðtal í gegnum netið. Ekkert bras með að bíða eftir að senda bréf með skipi, maður hringir bara á skype og horfir í RTK á viðkomandi.

"...það sem reyndist Færeyingum erfiðast var hve margir fluttu úr landi. Það hafi haft mikið að segja fyrir efnahagsuppbygginguna og þess vegna sé það sitt álit að Íslendingar eigi að reyna með öllum ráðum að sjá til þess að slíkt gerist ekki hér."

Norðurlandaþjóðirnar auglýsa eftir fólki á Íslandi í vinnu sem og Þýskaland. Sá skrifað um það um daginn þar sem talað var um að vantaði tölvunnarfræðinga, forritara, tækni- og verkfræðimenntaða og smiði og eitthvað fleira.
Strákur sem var með mér í skólanum í fyrravetur var skiptinemi frá Póllandi. Hann sagði að vandamálið þar væri að stór hluti þess fólk sem væri búið að mennta sig mikið færi til annara landa að vinna og skortur væri orðinn í landinu á ýmsu lærðu fólki. Launalega séð gætu þeir bara ekki keppt við önnur lönd.

Hvernig höldum við ungu og menntuðu fólki í landinu? Verður svona bil þar sem vantar eina kynslóð,- mína kynslóð -... Í augnablikinu er bara ekki vinna. Það er líka fúlt að auðveldast er að blása lífi í "kalla" vinnuna. Það verður bara ein fyrirvinna og konurnar fara aftur inn á heimilið og krakkarnir af leikskólanum, þeim verður lokað og þar með verður minni kvennavinna etc.. Fólk fer að spara, þjónusta minnkar, fleiri konur missa vinnuna... Brjáluð jákvæðni í gangi hérna.

Það eina sem myndi fá mig til að vera áfram heima ef ég hefði ekki vinnu væri að fara bara í meiri skóla. Sá auglýsingu frá Hólaskóla áðan þar sem boðið er upp á skráningu á vorönn til 10. desember. Þetta finnst mér ótrúlega sniðugt. Það er rándýrt að hafa allt þetta fólk á atvinnuleysisskrá. Af hverju ekki að setja bara meiri peninga inn í námslánkerfið, ekki gefa fólki þetta kannski alveg en auka framfærsluna mikið og minnka vexti og endurborgun af námslánunum. Nám verður hálfgerð fíkn. Ég er viss um að fullt af fólki væri til í að fara í endurmenntun, bæta við sig eða klára eitthvað sem það náði aldrei á meðan gullærið var í gangi. Þetta fólk lifir svo sem ekki á loftinu en LÍN gæti brúað bilið í 3 ár. Það er örugglega ódýrara en að fólk fari úr landi eða hafa folk á atvinnuleysisbótum.

Sá að ef fyrirtæki ráða einhvern af atvinnuleysisskrá þá borgi ríkið 90% af atvinnuleysisbótunum á móti launum. Þetta er náttúrulega magnað... ef fyrirtækin fara ekki að misnota þetta.

Þetta er að verða hálfgert kreppublogg... Er að brasa í lokaverkefni og komin með gubbuna upp í háls ! Búin að fá alveg nóg og rúmlega það... vika í viðbót... Ég held alltaf að þetta sé rétt handan við hornið. Þetta helvítis verkefni er hringlótt, ég er alltaf að hlaupa fyrir hornið...

Saturday, November 22, 2008




Þessa dagana eru allir frekar foj yfir ástandinu í efnahagsmálum. Þeir flokkar sem hvað mest fylgjast með gengi krónunnar í útlöndum eru einmitt:
Námsmenn á íslenskum námslánum
Fólk með erlend lán, myntkörfulán
Fólk í innflutningi
og svo hinn venjulegi Jón sem núna borgar 200 kall fyrir hveitið í stað 100.

Margir sjá lausnina í hyllingum að skipta bara út krónunni, selja bílinn af því að það er sprungið á honum, í stað þess að skipta fyrst um dekk og fá meira fyrir hann.
Enginn nema kannski útflutningurinn hugsaði þetta á meðan krónan var sterk. Þá var voðalega gaman að fara til útlanda og versla sem og kaupa nýja bíla beint úr kassanum. Ef til stóð að skipta út krónunni þá áttum við að gera það akkurat á þeim tímapunkti, en þá var bara enginn til í það.

Þegar ég kom hérna út var evran 85 krónur. Ég var reglulega spurð að því hvað fólk væri með í laun á Íslandi og ég var að áætla að það væri svona í kringum 150 þús. kallinn miðað við hinn hefðbundna verkamann... 1500 evrur til 2000. Flestir af ungu kynslóðinni væru með einhvers konar verkmenntun eða stúdentspróf og þá væru launin komin yfir 200 þús. með einhverri yfirvinnu, 2000 til 3000 þús. evrur. Læknir eða lögfræðingur væri síðan með svona 4 þús. evrur og yfir.
Ef við skiptum krónunni út núna (jafnvel þó henni sé haldið á föstu gengi er hún 177 krónur en talið er að hún fari í 250 - 300 kall þegar hún fer á flot) þá væri staðan:

Verkamaðurinn færi úr 1500 - 2000 evrum í 900 - 1200 og lögfræðingurinn í 1900 - etc.

Það var svo sem vitað að gengi krónunnar var ekki raunhæft áður og núna er það ekki raunhæft í hina áttina. Það þarf samt að koma henni í lag áður og hver vill þá skipta henni út?

Þess fyrir utan vil ég ekki fara í ESB, hvort sem það er skilyrði fyrir evru-upptöku eða ekki.
Spánverjar vilja að við göngum í ESB, þeir telja okkur enn í dag vera ríka þjóð og finnst ekki rétt að við ráðum yfir öllum þessum fiskimiðum. Þess fyrir utan eru 120 spánverjar fyrir hvern íslending svo þeir myndu hafa mun meiri atkvæðarétt en við um þau mál þar sem þetta fer víst eftir hausafjölda.
Hérna er líka mikið talað um olíuauðlindir og gasauðlindir undir norðurheimskautinu. Þeim finnst betra að Ísland gangi í Evrópusambandið áður en byrjað verður að vinna þær.

Og hvernig eigum við þá að fara að borga þessa skýjakljúfra af skuldum með skert fiskimið og deila þeim náttúruauðlindum sem fyrir finnast í framtíðinni...

Friday, November 21, 2008

Eitt af því sem fylgir því að vera í háskóla er að sækja málstofur. Bauð Gumma með mér á eina í dag og viti menn... hann lét gabbast.

Ég var að reyna að hnippa í hann þegar hann geispaði aðeins of mikið og aðeins of lengi. Það að það var frír bjór í pásunni hafði mikið að segja um þá ákvörðun að koma en eftir því sem konan talaði meira og meira hafði hann minni og minni löngun í bjór. Við strukum af málstofunni í pásunni án þess að fá bjór og Gummi sagði að hann ætti inni hjá mér feitann fyrir að láta hafa sig í þetta. Ég náði að sjá það sem ég ætlaði að sjá á þessari málstofu, kynningu á INSPIRE, sameiginlegri fasteignaskráningu í Evrópu. Ekki alveg á topp 10 áhugamálunum hans Gumma og ég á pottþétt aldrei aftur eftir að ná honum með mér á málstofu... Og ég fæ sko ekki að gleyma þessu í bráð. Talandi um að þurfa að elda kvöldmatinn... "bíddu, fór ég ekki með þér á málstofu í evrópskri fasteignaskráningu í dag eða...?" þrífa baðherbergið... "uhu... hvernig var þetta með þessa málstofu í dag?" Ég veit hver fær að þrífa og elda út mánuðinn!
Fyrir utan... "Fyrst ég fór með þér á málstofuna, ætlar þú þá ekki að hjálpa mér að heimaverkefnin í forritun... "

Thursday, November 20, 2008

Ég er bara að spá... hvað varð eiginlega um kerti og spil?




Kreppa hvað...

Að mínu mati eru lang skemmtilegustu jólagjafirnar bækur og spil. Reyndar finnst mér hvoru tveggja frekar dýrt sem jólagjafir nema fólk slái saman í gjafir. Góð bók kostar 4 til 5 þúsund kall sem og spil kosta venjulega eitthvað í kringum 5 þúsund kallinn.

Við ættum að taka Spánverja okkur til fyrirmyndar í þessu eins og mörgu öðru hvað eyðslu varðar.
Á aðfangadag kemur stórfjölskyldan saman og borðar.
Á jóladag fer fjölskyldan í kirkju.
Á gamlársdag horfa þau á flugeldana sem bæjarfélagið sprengir og borða vínber. ´
Á nýársdag borða þau saman.
6. janúar gefa þau pakka og þá bara svona smápakka og bara frá nánustu. Þau borða í morgunmat svona hringlaga köku (svona eins og afmæliskringlu) og inni í henni eru smápakkar og mandla. Sá sem fær möndluna borgar kökuna árið eftir.

Ég skal alveg viðurkenna að mér finnst gaman að gefa pakka. Vildi að ég ætti alla heimsins peninga til að gefa hinum og þessum það sem mig lagar til að gefa þeim. Það er víst ekki fyrir hendi... Ég er samt búin að nurla saman nokkrum krónum sem ætlaðar eru í jólagjafir. Stefnt á að kíkja í búð næstu helgi ef verkefna vinna leyfir... En það eru engar utanlandsferðir á þeim lista!

Wednesday, November 19, 2008

Kennarinn minn sendi mér póst með blaðagrein sem hann las:




Á Íslandi búa einungis 300 þús. persónur. (Sagði kennaranum mínum að reyndar væru það 317 þús. skv. síðustu tölum. Hann var ekki alveg að átta sig á mikilvægi 17 þúsund manneskja í þetta fámennu samfélagi)

Hlutfallslega:
Á Íslandi er fallegasta kvennfólkið, við höfum unnið Miss World (einu sinni segja þeir reyndar þarna)
Á Íslandi eru sterkustu karlmennirnir, við eigum tvo vinningshafa í heimsins sterkasti karlmaður.
Á Íslandi eru 99.9% þjóðarinnar læs.
Á Íslandi er enginn her. Við erum friðarsinnar og augljóslega gott að búa þar.
Á Íslandi erum við í öðru sæti yfir að lifa lengst í heiminum, 81.5 ár.

Svo kemur í framhaldi... það sem þau þurfa ekki að vera stolt af eru skuldirnar. Fyrir 6 árum voru skuldirnar bankanna í útlöndum 26 þús. dollarar á haus en í dag eru það 280 þús. dollarar á haus.

Við Gummi erum náttúrulega talandi dæmi fyrir þetta... nema það hefur ekki enn komið í ljós þetta með 81.5 árið ;)

Er þetta sýn útlendinga almennt á Íslandi. Við erum falleg, sterk, menntuð og góð en umfram allt spillt...

Sunday, November 16, 2008

Móðir mín ól mig vel upp. Ég lærði hannyrðir frá blautu barnsbeini, prjóna og sauma, sokka, vettlinga og lopapeysur, sem og sauma buxur og kjóla. Hún kenndi okkur systrum að elda hinn hefðbundna heimilismat allt frá því að sjóða fisk með kartöflum og hamsa í steikta gæs með fyllingu. Það voru teknar sérstkar baksturs helgar, enda stórt heimili og mikið matfólk, steikja kleinur og soðbrauð, baka snúða og kanillengjur. Sláturtíðir með öllu tilheyrandi, þ.á.m. kreppusteik eins og slátur heitir víst í dag. Ég Tel mig nokkuð vel undir lífið búin.

Ég ákvað að koma Bergrós og Gumma á óvart áðan og baka handa þeim. Sökum tímaleysis þar sem lokaverkefnið er komið á deadline greip ég Bettý instant köku ofan úr skáp. Það er skemmst frá því að segja að ég gleymdi egginu... kakan samanstendur af því sem er í pakkanum, eggi og vatni. Ég gleymdi að smyrja formið og í ofanálag ætlaði ég aðeins að forrita á meðan hún var í ofninum svo hún brann svona rúmlega í köntunum.

Bergrós horfði þá þetta apparat þegar ég setti það á disk fyrir framan hana. Hló svo og fór að berja í hana og myndaði hljóðið "íða", "íða" sem hingað til hefur verið notað með hamrinum og stendur fyrir smíða... Á andlitinu stóð... ég er kannski 80 cm á hæð en ég er enginn hálviti. Þetta fer ekki inn fyrir mínar varir.
Hversu marga krakka þekkið þið sem hafna betty súkkulaðiköku? Hún heimtaði að fá ís úr ísskápnum. Þegar ísinn kom á borðið tók hún út úr sér súkkulaðikökubitann sem hún var að baksast við að reyna að tyggja og fékk sér bara ís.
Dóttir mín er greinilega með afbrigðum matvönd. Og það var að sjá að hún hefði það greinilega frá pabba sínum því hann var litlu hrifnari af kökunni.
Ég er að reyna að koma henni niður með bjór. Það er spurning um að láta hana liggja í bjórnum dálitla stund áður en ég læt tennurnar fara að vinna á henni, áður en ég læt hana liggja í magasýrunum sem undirbýr það fyrir þarmaflóruna. Ég spái því að ég nái nú töluvert að rúnna kantana a.m.k..

Fyrnist uppeldi?

Á ég bara að láta það vera að reyna að brasa við að kenna Bergrós Ástu allt þetta gauf ef hún endar kannski bara eins og ég inni í einhverjum tölvuskjá...

Wednesday, November 05, 2008



Nú er bara að bíða og sjá hvort kappinn standi undir væntingum!

Honum tókst að fá fólk sem aldrei hefur haft nokkurn áhuga á pólitík láta sig málið varða. Það skiptir ótrúlega miklu máli að góð þáttaka standi á bak við niðustöður kostninga. Ef hann getur fengið fólkið með sér þá ætti hann að geta staðið fyrir breytingum. En hann verður ekki öfundsverður að taka við búi af Bush... nema að einu leiti. Það er ekki hægt að klúðra því meira en orðið er!



Hehe... þetta er snilld! Hvað dettur fólki ekki í hug? Og í ofanálag að ná að kaupa fyrir seðilinn???

Monday, November 03, 2008

Var að koma frá því að hitta tutor-inn inn, leiðbeinandann fyrir lokaverkefnin. Fór með forritið til hans og spurði einfaldlega hvort þetta væri nóg til að ná.
Hann virtist vera ánægður með forritið, vildi laga nokkur smáatiði í uppsetningu og bæta við tveimr aðferðum og henda út öðrum. Spánverjarnir skilja ekki hvað mér liggur á með þetta. Ég sagði honum í síðustu viku að á mánudaginn (í dag) kæmi ég með forritið tilbúið til yfirferðar. Hann brosti bara og sagði já já... svo þegar ég birtist með forritið var hann svo hissa að ég væri búin með þetta. Þetta var eins siðast þegar ég sagði honum að ég ætlaði að klára pappírana og skráningarnar í sambandi við verkefnið og ég kæmi með það vikuna eftir. Hann hélt ég myndi aldrei ná því í gegn á skrifstofunni á þessum tíma... Ég er að verða búin að læra á þetta punkteraða kerfi hérna. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver geri við dekkið, það er aldrei varadekk og enginn aðstoðar þig. Þú keyrir bara um á felgunni, það gerir ekkert til :)
Þegar ég sagði áðan að í næstu viku kæmi ég með forritið, búin að lagfæra villurnar og drögin að skýrslunni til yfirferðar sagði hann að hann ætti nú ekki von á því, en yrði samt ekki hissa ef svo yrði.

Ég eiginlega skil þetta samt ekki. Mér liggur alltaf á, það er alltaf eitthvað sem ég á eftir ógert og hangir yfir mér. Og ef það er ekkert, þá finn ég mér eitthvað. Þetta er samt að verða komi ágætt. Eftir prófin í vor var smá pása, einn mánuður, svo aftur 6 próf í haust. Síðasta prófdaginn byrjaði önnin í efri deildinni, fer í tíma þar á sama tíma og ég skrifa lokaverkefnið í neðri deildinni, deadline 30.nóvember. Prófin í neðri deildinni eru svo 15 til 20 desember. Smá jólafrí, verkefnaskil í próflausum áföngum í janúar í efri deildinni og próf í lok janúar og febrúar. Ég fæ ekki að taka prófin í efri deildinni ef ég fell í prófunum í desember eða næ ekki að klára lokaverkefnið, svo það er smá pressa.
Stundum hugsa ég samt að sorgin yrði ekki rosalega að falla og fá smá brake.

... uhu... daginn eftir... gleymdi að publish-a bloggið í gær. Well, pues...

Það er skítaveður á Spáni. Það er búið að rigna í rúma viku og það ekkert smá rigning. Það sem verra er að það er skítakuldi og bölvaður næðingur. Þetta er alveg tíbískt Reykjavíkur - haustveður. Vonandi fer það nú skánandi þar sem Sirrý systir er á leiðinni og verður í tvær vikur.
Ólífubændur fagna rigningunni. Von á met uppskeru í ár. Gott að einhver er ánægður með úrhellið.

Er farin að skrifa lokaverkefni...