Friday, November 21, 2008

Eitt af því sem fylgir því að vera í háskóla er að sækja málstofur. Bauð Gumma með mér á eina í dag og viti menn... hann lét gabbast.

Ég var að reyna að hnippa í hann þegar hann geispaði aðeins of mikið og aðeins of lengi. Það að það var frír bjór í pásunni hafði mikið að segja um þá ákvörðun að koma en eftir því sem konan talaði meira og meira hafði hann minni og minni löngun í bjór. Við strukum af málstofunni í pásunni án þess að fá bjór og Gummi sagði að hann ætti inni hjá mér feitann fyrir að láta hafa sig í þetta. Ég náði að sjá það sem ég ætlaði að sjá á þessari málstofu, kynningu á INSPIRE, sameiginlegri fasteignaskráningu í Evrópu. Ekki alveg á topp 10 áhugamálunum hans Gumma og ég á pottþétt aldrei aftur eftir að ná honum með mér á málstofu... Og ég fæ sko ekki að gleyma þessu í bráð. Talandi um að þurfa að elda kvöldmatinn... "bíddu, fór ég ekki með þér á málstofu í evrópskri fasteignaskráningu í dag eða...?" þrífa baðherbergið... "uhu... hvernig var þetta með þessa málstofu í dag?" Ég veit hver fær að þrífa og elda út mánuðinn!
Fyrir utan... "Fyrst ég fór með þér á málstofuna, ætlar þú þá ekki að hjálpa mér að heimaverkefnin í forritun... "

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

heppilegt að það er bara rúm vika eftir af mánuðinum ;)

9:33 PM  
Blogger Katrín said...

Nefndu það ekki ógrátandi... styttist í próf og skil á lokaverkefni... AARRRGGGG...

12:51 PM  

Post a Comment

<< Home