Monday, November 03, 2008

Var að koma frá því að hitta tutor-inn inn, leiðbeinandann fyrir lokaverkefnin. Fór með forritið til hans og spurði einfaldlega hvort þetta væri nóg til að ná.
Hann virtist vera ánægður með forritið, vildi laga nokkur smáatiði í uppsetningu og bæta við tveimr aðferðum og henda út öðrum. Spánverjarnir skilja ekki hvað mér liggur á með þetta. Ég sagði honum í síðustu viku að á mánudaginn (í dag) kæmi ég með forritið tilbúið til yfirferðar. Hann brosti bara og sagði já já... svo þegar ég birtist með forritið var hann svo hissa að ég væri búin með þetta. Þetta var eins siðast þegar ég sagði honum að ég ætlaði að klára pappírana og skráningarnar í sambandi við verkefnið og ég kæmi með það vikuna eftir. Hann hélt ég myndi aldrei ná því í gegn á skrifstofunni á þessum tíma... Ég er að verða búin að læra á þetta punkteraða kerfi hérna. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver geri við dekkið, það er aldrei varadekk og enginn aðstoðar þig. Þú keyrir bara um á felgunni, það gerir ekkert til :)
Þegar ég sagði áðan að í næstu viku kæmi ég með forritið, búin að lagfæra villurnar og drögin að skýrslunni til yfirferðar sagði hann að hann ætti nú ekki von á því, en yrði samt ekki hissa ef svo yrði.

Ég eiginlega skil þetta samt ekki. Mér liggur alltaf á, það er alltaf eitthvað sem ég á eftir ógert og hangir yfir mér. Og ef það er ekkert, þá finn ég mér eitthvað. Þetta er samt að verða komi ágætt. Eftir prófin í vor var smá pása, einn mánuður, svo aftur 6 próf í haust. Síðasta prófdaginn byrjaði önnin í efri deildinni, fer í tíma þar á sama tíma og ég skrifa lokaverkefnið í neðri deildinni, deadline 30.nóvember. Prófin í neðri deildinni eru svo 15 til 20 desember. Smá jólafrí, verkefnaskil í próflausum áföngum í janúar í efri deildinni og próf í lok janúar og febrúar. Ég fæ ekki að taka prófin í efri deildinni ef ég fell í prófunum í desember eða næ ekki að klára lokaverkefnið, svo það er smá pressa.
Stundum hugsa ég samt að sorgin yrði ekki rosalega að falla og fá smá brake.

... uhu... daginn eftir... gleymdi að publish-a bloggið í gær. Well, pues...

Það er skítaveður á Spáni. Það er búið að rigna í rúma viku og það ekkert smá rigning. Það sem verra er að það er skítakuldi og bölvaður næðingur. Þetta er alveg tíbískt Reykjavíkur - haustveður. Vonandi fer það nú skánandi þar sem Sirrý systir er á leiðinni og verður í tvær vikur.
Ólífubændur fagna rigningunni. Von á met uppskeru í ár. Gott að einhver er ánægður með úrhellið.

Er farin að skrifa lokaverkefni...

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er þetta svona efri og neðri deild eins og í bandaríska þinginu eða í Svalbarðsskóla ?
Berglind

8:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Berglind: hahahaha.....
Kemur manni nú ekkert á óvart að fröken ofvirk stoppi ekki :)
En gangi þér vel í þessu öllu saman!!

2:52 PM  
Blogger Katrín said...

;) Við erum ekki nema 4 í efri deild rétt eins og í Svalbarðsskóla... og meiri hluti styður demokrata og Obama eins og á þinginu ;) Náum rjómanum af þessu öllu saman :)

5:07 PM  

Post a Comment

<< Home