Móðir mín ól mig vel upp. Ég lærði hannyrðir frá blautu barnsbeini, prjóna og sauma, sokka, vettlinga og lopapeysur, sem og sauma buxur og kjóla. Hún kenndi okkur systrum að elda hinn hefðbundna heimilismat allt frá því að sjóða fisk með kartöflum og hamsa í steikta gæs með fyllingu. Það voru teknar sérstkar baksturs helgar, enda stórt heimili og mikið matfólk, steikja kleinur og soðbrauð, baka snúða og kanillengjur. Sláturtíðir með öllu tilheyrandi, þ.á.m. kreppusteik eins og slátur heitir víst í dag. Ég Tel mig nokkuð vel undir lífið búin.
Ég ákvað að koma Bergrós og Gumma á óvart áðan og baka handa þeim. Sökum tímaleysis þar sem lokaverkefnið er komið á deadline greip ég Bettý instant köku ofan úr skáp. Það er skemmst frá því að segja að ég gleymdi egginu... kakan samanstendur af því sem er í pakkanum, eggi og vatni. Ég gleymdi að smyrja formið og í ofanálag ætlaði ég aðeins að forrita á meðan hún var í ofninum svo hún brann svona rúmlega í köntunum.
Bergrós horfði þá þetta apparat þegar ég setti það á disk fyrir framan hana. Hló svo og fór að berja í hana og myndaði hljóðið "íða", "íða" sem hingað til hefur verið notað með hamrinum og stendur fyrir smíða... Á andlitinu stóð... ég er kannski 80 cm á hæð en ég er enginn hálviti. Þetta fer ekki inn fyrir mínar varir.
Hversu marga krakka þekkið þið sem hafna betty súkkulaðiköku? Hún heimtaði að fá ís úr ísskápnum. Þegar ísinn kom á borðið tók hún út úr sér súkkulaðikökubitann sem hún var að baksast við að reyna að tyggja og fékk sér bara ís.
Dóttir mín er greinilega með afbrigðum matvönd. Og það var að sjá að hún hefði það greinilega frá pabba sínum því hann var litlu hrifnari af kökunni.
Ég er að reyna að koma henni niður með bjór. Það er spurning um að láta hana liggja í bjórnum dálitla stund áður en ég læt tennurnar fara að vinna á henni, áður en ég læt hana liggja í magasýrunum sem undirbýr það fyrir þarmaflóruna. Ég spái því að ég nái nú töluvert að rúnna kantana a.m.k..
Fyrnist uppeldi?
Á ég bara að láta það vera að reyna að brasa við að kenna Bergrós Ástu allt þetta gauf ef hún endar kannski bara eins og ég inni í einhverjum tölvuskjá...
7 Comments:
hahaha, hvernig er það hægt að gleyma hráefni þegar það erum bara 3 allt í allt! Þú ert greinilega hin fullkomna húsmóðir...
Hahaha... greinilega gáfaður lítill krakki sem þú átt;)
Náttúrulega bara lítill snillingur sem þú átt!!!!! Spurning hvort einhvern annar taki það að sér að kenna henni heimilisstörfin hehehehehehe..........
Ég er nokkuð viss um að allir sem eru búnir að lesa þetta veltast um af hlátri :) Annars man ég hvað ég öfundaði ykkur því mamma ykkar bjó til svona köku með karmellu yfir, fékk svoleiðis bara hjá henni... en þú þarft nú kanski að dusta rykið af uppeldinu fyrst Betty er farin að vefjast fyrir þér. Nema þú ætlir að baka smíðaverkfæri :)
Berglind
Hehe, þetta er eimitt alveg merkilegt hvað hægt er að klúðra þrátt fyrir þetta fína uppeldi, mér tókst t.d. að baka gulrótarköku og gleyma gulrótunum hehehe...
Gréta syss
Er þetta svona illa upp alið hjá þér Katrín mín? Auðvitað á barnið að borða kökuna sem mamma hennar stóð sveitt við að baka ;)
Æðisleg saga, ég skellihló hérna ein við tölvuna!
Þú og Þórarinn bróður eigið þetta sameiginlegt, hann hefur það reyndar fram yfir þig að hann mundi eftir eggjunum þegar kakan var búin að vera 5 mín í ofninum og skellti þeim bara í þá!
Post a Comment
<< Home