Saturday, November 22, 2008




Þessa dagana eru allir frekar foj yfir ástandinu í efnahagsmálum. Þeir flokkar sem hvað mest fylgjast með gengi krónunnar í útlöndum eru einmitt:
Námsmenn á íslenskum námslánum
Fólk með erlend lán, myntkörfulán
Fólk í innflutningi
og svo hinn venjulegi Jón sem núna borgar 200 kall fyrir hveitið í stað 100.

Margir sjá lausnina í hyllingum að skipta bara út krónunni, selja bílinn af því að það er sprungið á honum, í stað þess að skipta fyrst um dekk og fá meira fyrir hann.
Enginn nema kannski útflutningurinn hugsaði þetta á meðan krónan var sterk. Þá var voðalega gaman að fara til útlanda og versla sem og kaupa nýja bíla beint úr kassanum. Ef til stóð að skipta út krónunni þá áttum við að gera það akkurat á þeim tímapunkti, en þá var bara enginn til í það.

Þegar ég kom hérna út var evran 85 krónur. Ég var reglulega spurð að því hvað fólk væri með í laun á Íslandi og ég var að áætla að það væri svona í kringum 150 þús. kallinn miðað við hinn hefðbundna verkamann... 1500 evrur til 2000. Flestir af ungu kynslóðinni væru með einhvers konar verkmenntun eða stúdentspróf og þá væru launin komin yfir 200 þús. með einhverri yfirvinnu, 2000 til 3000 þús. evrur. Læknir eða lögfræðingur væri síðan með svona 4 þús. evrur og yfir.
Ef við skiptum krónunni út núna (jafnvel þó henni sé haldið á föstu gengi er hún 177 krónur en talið er að hún fari í 250 - 300 kall þegar hún fer á flot) þá væri staðan:

Verkamaðurinn færi úr 1500 - 2000 evrum í 900 - 1200 og lögfræðingurinn í 1900 - etc.

Það var svo sem vitað að gengi krónunnar var ekki raunhæft áður og núna er það ekki raunhæft í hina áttina. Það þarf samt að koma henni í lag áður og hver vill þá skipta henni út?

Þess fyrir utan vil ég ekki fara í ESB, hvort sem það er skilyrði fyrir evru-upptöku eða ekki.
Spánverjar vilja að við göngum í ESB, þeir telja okkur enn í dag vera ríka þjóð og finnst ekki rétt að við ráðum yfir öllum þessum fiskimiðum. Þess fyrir utan eru 120 spánverjar fyrir hvern íslending svo þeir myndu hafa mun meiri atkvæðarétt en við um þau mál þar sem þetta fer víst eftir hausafjölda.
Hérna er líka mikið talað um olíuauðlindir og gasauðlindir undir norðurheimskautinu. Þeim finnst betra að Ísland gangi í Evrópusambandið áður en byrjað verður að vinna þær.

Og hvernig eigum við þá að fara að borga þessa skýjakljúfra af skuldum með skert fiskimið og deila þeim náttúruauðlindum sem fyrir finnast í framtíðinni...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég hugsa að ég flytji úr Evrópu ef við göngum í ESB

12:03 AM  
Blogger Katrín said...

Þá höfum við það bókfært hér og nú!
Hvert eru að hugsa um að fara, ef til þess kæmi?

8:19 AM  

Post a Comment

<< Home