Ég er bara að spá... hvað varð eiginlega um kerti og spil?
Kreppa hvað...
Að mínu mati eru lang skemmtilegustu jólagjafirnar bækur og spil. Reyndar finnst mér hvoru tveggja frekar dýrt sem jólagjafir nema fólk slái saman í gjafir. Góð bók kostar 4 til 5 þúsund kall sem og spil kosta venjulega eitthvað í kringum 5 þúsund kallinn.
Við ættum að taka Spánverja okkur til fyrirmyndar í þessu eins og mörgu öðru hvað eyðslu varðar.
Á aðfangadag kemur stórfjölskyldan saman og borðar.
Á jóladag fer fjölskyldan í kirkju.
Á gamlársdag horfa þau á flugeldana sem bæjarfélagið sprengir og borða vínber. ´
Á nýársdag borða þau saman.
6. janúar gefa þau pakka og þá bara svona smápakka og bara frá nánustu. Þau borða í morgunmat svona hringlaga köku (svona eins og afmæliskringlu) og inni í henni eru smápakkar og mandla. Sá sem fær möndluna borgar kökuna árið eftir.
Ég skal alveg viðurkenna að mér finnst gaman að gefa pakka. Vildi að ég ætti alla heimsins peninga til að gefa hinum og þessum það sem mig lagar til að gefa þeim. Það er víst ekki fyrir hendi... Ég er samt búin að nurla saman nokkrum krónum sem ætlaðar eru í jólagjafir. Stefnt á að kíkja í búð næstu helgi ef verkefna vinna leyfir... En það eru engar utanlandsferðir á þeim lista!
2 Comments:
Ooooog thad sem fylgir ekki sogunni er ad thegar folk notar gjafabrefin sin er thad rukkad um flugvallaskatta og thess hattar ser. Ekki ma nota gjafabref upp i skatta til rikisins. Gallinn er ad skattar, eldsneytisgjald o.fl. endar i kring um 20 000 kr... mig langar ekkert ad gefa randyra gjof sem er jafnframt randyr fyrir thann sem thiggur hana!
Mer finnst lika gaman ad gefa og thad er gott ad bua i Ameriku i addraganda jola. Eg er engin hatekjumanneskja og a ekki mikid afgangs, en thad er haegt ad fa svo margt fallegt og skemmtilegt a litinn pening her. Baekur a 15 dollara og spil a 20!
Heppin á meðan þú ert með laun í dollurum;)
Dæmið snérist við allt í einu! Það var svo gott að eiga íslenska peninga og búa úti. Núna er gott að eiga dollara á Íslandi...
Post a Comment
<< Home