Wednesday, November 21, 2007

Vegur St. James eða spænska nafnið Camino de Santiago er pílagrímaferð til dómkirkjunnar i Santiago deCompostela í Galiciu. Þar var maður nokkur að nafni James, eða Saint James grafinn.
Þessi leið hefur verið í heiðrum höfð í yfir þúsund ár og var ein mikilvægasta pílagrímaleiðin á miðöldum. Hinar voru frá Frakklandi til Rómar og til Jerúsalem.
Þess fyrir utan... voru ekki Ástrikur og Steinríkur frá Galiciu? Eða hvað?

Never the less...Svo hverjir eru memm???

800 km frá Pyreneafjöllunum og niður að kirkjunni, ~ 10 dagar.

Fín ástæða til að koma sér í form... þ.e.a.s. áður! Ágætis útilega og heilsusamlegt ferðalag.

og to be continued...Næst er hægt að taka partinn frá París og svo til Rómar...

Málið er bara að kaupa sér hjól (og láta ekki stela því) eða þurrka af gamla hjólinu, setja nokkra steina í bakpokann and move your asse!!! Þetta er ekkert Everst, þetta er alveg fyrir okkur venjulega fólkið er mér sagt.
Mig langar hrikalega að fara. Það fer hópur úr háskólanum í sumar. Ég bara veit ekki alveg hvenær ég á að finna mér tíma í þetta. Ég væri sjálfsagt fljótust á Kawasaki... það er bara ekki málið. Ég meina... hver fer í pílagrímaferð á Kawasaki. Maður ætti helst að vera berfættur með skýlu...

Tuesday, November 20, 2007

Áramótasteikin er í höfn !


Maður á alltaf að prófa eitthvað nýtt. Við erum að reyna að læra inn á nýja matargerð hérna syðra. Ég skal nú alveg viðurkenna að spörfuglarnir sem við elduðum síðast voru frekar spes. Ég er viss um að það er meira kjöt á skógarþresti!

Ég man að Styrmir í bakaríinu var alltaf segja að kanínukjöt væri svo gott og það skal alveg viðurkennast, þetta er þrælgott. Við vissum ekki alveg hvernig ætti að elda þetta. Gummi sá um eldamennskuna og ég held að hann hafi endað á kjúklingakryddi.
Það er spurning um hvað á að gera við hausinn. Kanínusvið eru ekki neitt sérlega aðlaðandi...

Saturday, November 17, 2007

Tapas er snilld!

Hérna er hefð fyrir því að maður fær alltaf tapas þegar maður pantar sér drykk, hvort sem það er lítill bjór, kók eða rauðvín. Þetta eru yfirleitt litlir hamborgarar, pylsur, kjötbollur og franskar eða eitthvað svoleiðis. Málið er að ef þú hefur það af að drekka tvo drykki þá ertu komin með ágætis máltíð. Andrés, Ismanuel og Gaspar komu hérna í gær og ég skrapp með þeim á barinn. Ég boða reyndar um 8 - 9 leytið en þeir borða ekki fyrr en um tíu. Þess vegna var ég búin að borða þegar þeir komu, en kíkti samt með þeim.
Við Gummi vorum rétt komin úr verslunnarleiðangri, nenntum ekki að elda og pöntuðum okkur kínverskan mat. Ef appelsínu önd og peking önd er ekki það besta ever.
Never the less þá kostaði maturinn okkur um 20 evrur eða 1800 kall. Svo fór ég með strákunum og við fjögur borðuðum fyrir 1600 kall og allir pakk saddir, þ.a.m. ég þar sem þetta var kvöldmatur nr. 2.
Við höfum s.s. enn ekki þróað með okkur neitt peningavit hérna og erum enn ógeðslega gráðug.

Sá eitt fyndið á matseðlinum. ,,Perrito caliente". Perro er hundur og perrito er lítill hundur. Caliente er heitur!
Getið þið ímyndað ykkur hvað þetta var! Brúa yfir í ensku og svo á íslensku... Sá sem giskar á rétt er boðið í tapas á pub de Adelfas.

Monday, November 12, 2007

Dagur er mjög athyglisvert nafn. Ekki síst þar sem þetta er ekki einungis sérnafn heldur notað í "dag"legu máli. Partýbrandarinn: ,, Viltu bollu Dagur?" er ótrúlega langlífur. En svo ég komi mér nú að punktinum þá var ég í verklegu og lenti í hóp með Domingo eða Sunnudegi. Þeir tiltaka meira að segja hvaða dag vikunnar þeir skíra í höfuðið á... hehehe. Ég held að mér hafi fundist þetta fyndnara en honum. Búinn að heita þetta alla ævi.

Engu að síður þá heitir einn kennarinn Delgado eða Mjór, og annar sem hefur eftirnafnið Gordo eða Feiti. Og svo heitir Luis vinur minn Palomar sem er dúfuhreiður...

En þetta varð til að létta mér lundina heilmikið í verklegu og brandarinn entist mér alveg tvöfaldan tíma. Sérstaklega þegar við vorum að koma okkur saman um hvenær við ætluðum að vinna skýrsluna upp úr verklegu... : ,,Getur þú komið á föstudaginn Sunnudagur? ... Hvernig hentar fimmtudagur Sunnudagur? ... en mánudagur Sunnudagur... eða kannski bara sunnudagur Sunnudagur" uhhuu... og svo var ég alveg að springa úr hlátir. Hann heldur að ég sé með mesta aulahúmor ever! En þetta er nú dálítið fyndið;)

Friday, November 09, 2007

Tíbískur föstudagur...Skrítið þegar maður kemur heim úr skólanum á föstudögum þá er maður eitthvað svo týndur. Fyrir liggja fullt af verkefnum sem krefjast þess að vera í ,,leyst og klárað" búnkanum á mánudagsmorgunn en það er einhvern veginn ómögulegt að ná utan um verklagsskipanina. Af gamalli reynslu þá veit ég að það þýðir ekki að ætla að klára of mikið en listinn verður engu að síður að vera svolítið krefjandi svo eitthvað komist í verk.
Vikan einhvern veginn reið yfir eins og fellibylur og núna finnst mér eins og ég hafi bara dottið inn í miðjuna og er að reyna að ná áttum. Fyrr en varir verð ég aftur farin að hringsnúast án nokkura möguleika á að hafa stjórn á nokkrum hlut. Þar sem ég sit í logninu í miðju fellibylsins ákvað ég að byrja á því að blogga áður en ég set niður skipulag helgarinnar, aðeins að reyna að ná áttum.

Skýrsla í Topometríu, yfirheyrsla á þriðjudaginn.
Skýrsla í Geodesiu... má frestast en ekki lengi
Skýrsla í Topografíu de Obra... má frestast smá
Reikna 3 síðustu vikublöð í Topometríunni. Tja, það hefur frestast hingað til, þau verða bara 4 næstu helgi...
Heimapróf í Fotografíunni fyrir mánudaginn, þarf að fá Pablo til að hjálpa mér aðeins
Heimaverkefni og skýrsla í Fotografíunni. Finn það ekki á netinu. Held að kennarinn hafi gleymt að setja það inn fyrir helgi ::):):)
Lesa og þýða einn kafla í lögfræðinni próf í þarnæstu viku og það eru tveir kaflar til prófs. Hinn kaflinn verður lesinn og þýddur næstu helgi.

Tja...


Spánverjar segja: Más sabe el diablo por ser viejo que por ser diablo
M.ö.o. Djöfulinn veit meira af því að hann er gamall en af því að vera djöfullinn.

21 árið mitt í skóla, m.v. 9 mánuði á ári þá er þetta í kringum 850. helgin. Hinar 849 hafa ekki nýst neitt of vel í lærdóm svo ég geri ekki ráð fyrir að "leyst og klárað" bunkinn hafi hækkað mikið næstkomandi mánudagsmorgun... Vonandi eitthvað samt!

Thursday, November 08, 2007

Og geðveikin heldur áfram... og er nær manni en maður heldur

Unglinspiltur drepur átta manns í menntaskóla

Ég hreinleg skil ekki hvernig þetta er hægt!

Wednesday, November 07, 2007

ETA er einkennilegt fyrirbæri.

Ég bara skil þetta ekki. Hvernig dettur þeim í hug að þetta sé leiðin? Það var verið að sýna í fréttunum frá sprengjuárásunum 2004 hérna á Spáni. Ég man að ég heyrði þetta í fréttunum þá en var svo sem ekkert að pæla frekar í þessu.

Ég þurfti að kaupa mér kort, svona landakort. Rétt eins og við höfum Landmælingar Íslands heima þá er hérna einhver ríkisstofnun sem selur opinber landakort. Ég fór upp í bæ að leita að svoleiðis. Vissi að búðin átti að vera hjá einhverju torgi. Ekki vegur að ég finndi hana, hringdi í Luis sem býr rétt hjá og bað hann um að leiðbeina mér þangað. Hann sagði að þetta kæmist ég ekki ein og kom hlaupandi. Við fórum inn í risa hús með flottu andyri. Þar þurftum við að fara í gegnum málmleitarhlið, það voru vopnaðir hermenn og við þurftum að skila inn persónuskilríkjum til að fá passa sem við hengdum á okkur til að komast að þessari stofnun. Stubbur hékk utan á mér í poka og ég get ekki ímyndað mér að við séum líklegir hryðjuverkamenn, en reglur eru reglur. Ég fékk svo litla kortið mitt sem mig vantaði fyrir verkefnið mitt.
Ég var fyrst alveg viss um að Luis hefði eitthvað misskilið mig. Hann útskýrði þetta svo þegar við komum út... E T A. Hver einasta ríkisstofnun á Spáni þarf að vera svona.
Á pósthúsinu hékk uppi stórt plaggat með myndum af 6 manns. Eftilýstir meðlimir ETA. ...,, ef þú hefur séð þessar manneskjur vinsamlegast láttu vita í síma..."

Eftir að þeir sprengdu lestarstöðvarnar 2004 eru málmleitartæki, gegnumlýsingartæki og hermenn útum alla lestarstöð. Maður hleypur ekkert í gegn til að taka lestina eins og ætlunin var þarna síðustu jól. Þeir eru frekar afslappaðir hérna í Jaén sem betur fer því við Gummi erum alltaf á síðustu stundu;)

Zapatero forsetisráðherra ætlar eitthvað að taka til í þessum málum og núna hefur fólk á tilfinningunni að það hljóti allt að fara að sjóða upp úr.
Og hvað á að gera. Meirihluti Baska vill ekki sjálfstæði frá Spáni. Á að láta lýðræðið ráða og búa við ástandið eins og það er eða á bara að klippa þá frá og leyfa minnihluta hóp, hryðjuverkamönnum að ráða?

Hvernig á Íslendingurinn ég að skilja þetta þar sem okkar helsta vandamál eru unglingadóp og fyllibyttur að berja hvora aðra. Maður spyr sig!

Tuesday, November 06, 2007

Las frétt í morgunblaðinu í gær... Fyrirsögnin var: ,,Þáði ekki blóð og lést af barnsförum"

Hvað er að fólki eiginlega? Trú getur verið ágæt, en þetta nær út fyrir öll ágætismörk. Stendur ekki líka einhversstaðar í biblíunni að móðir á að sjá um börnin sín og gæta þeirra.
Konan ól sem sagt tvíbura og missti mikið blóð við það. Þar sem hún neitaði blóðgjöf gátu læknarnir ekkert gert og hún dó. Eftir lifa tvíburarnir í umsjá föður síns.

"Þér tókst það kona! Þú fórnaðir þér fyrir trúnna, þú ert píslarvottur, þú verður áreiðanlega gerð að heiðursfélaga Jehova, reistur minnisvarði þér til heiðurs og nafn þitt er að eilífðu skráð á spjöld sögu Votta Jehova fyrir utan að sál þín fær pláss í paradís.
Litlu tvíburarnir þínir koma aldrei til með að þekkja móður sína öðruvísi en af mynd, þeir fá aldrei að heyra röddina hennar nema af upptöku og þeir minnast þess alla ævi að móðir þeirra dó við að koma þeim í heiminn.
Þú verður ekki til staðar til að sjá fyrstu skrefin, heyra fyrstu orðin eða fylgjast með töpum og sigrum í lifanda lífi. Þú verður ekki til staðar til að þurrka tárin, kyssa á bágt-ið eða samgleðjast á gleðistundum. "

Að taka þessa ákvörðun var hennar en um leið tók hún þá ákvörðun að neita börnunum sínum um móður. Ég bara leyfi mér að efast um réttmæti þessarar ákvörðunnar. Og það versta er að fólk skuli í alvöru peppa hvort annað upp í þessu.
Trú getur verið af hinu góða, falleg hugsun og svona. En það er ekkert sem segir að hún eigi að standa í veg fyrir framförum.

Rökin fyrir því að okkur hafi ekki verið ætlað að þiggja blóð frá öðrum. Sálin er í blóðinu...Við vorum víst ekki sköpuð þannig og höfum gripið inn í með þróun og tækniframförum. Ég veit ekki betur en að ég hafi fæðst berstrípuð. Það að ég fari út fyrir hússins dyr svoleiðis kemur ekki til mála og myndi trúlega túlkast sem heimska ef úti væri stórhríðarveður. Ég sem sagt tekið þá ákvörðun að láta tæknina og þróunina standa með mér og ganga í fötum, þó ég hafi ekki verið sköpuð þannig.

Ekki það að ég vilji fordæma einhver ein trúarbrögð frekar en önnur. Fólk má hafa sína skoðun fyrir mér en þetta finnst mér varða fleiri en bara þessa einu manneskju.

Monday, November 05, 2007

Dauði og djöfull...

Er að læra lögfræði. Hvað fær fólk eiginlega til að leggja þetta fyrir sig? Ef það eru launin þá eiga þeir þau skilið fyrir að nenna að hrærast í þessari hringiðu orðaflækja og rökfærslu six saxi.
Fyrir utan að ég skil tungumálið ekki alveg, orðin eru forn og formleg og stundum er ég búin að þýða hvert einasta helvítis orð í setningunni og skil hana samt ekki.
Þess vegna búa þeir til alla þessa skemmtilegu þætti um lögfræðinga, reyna að koma fólki í fagið svo við búum ekki við algjöra lögleysu.

Þessa dagana er allt í rugli hérna syðra vegna heimsóknar konungshjónanna Juan Carlos og Sofíu til Marokko. Þau eru að fara að heimsækja svæði sem "tilheyrir" Spáni en Marokko gerir einnig tilkall til. Marokkobúar kölluðu heim sendiherrann og eru eitthvað móðgaðir yfir þessu.
Ef einhvern tímann kæmi til að Spánverjar myndu fara í stríð þá myndi ég veðja á Marokko sem mótherja. Vonandi samt að þeir bíði nú með svoleiðis rugl fram yfir jól...
Og ég vona nú að stubbur minn komi ekki til með að þurfa að lúta herskyldu þó hún sé fædd á Spáni. Annars held ég að frekjuöskrin myndu nú alveg berast yfir sundið og skelka þá aðeins ;) Ég get þá lánað henni Winshesterinn minn ef þau duga ekki til að hrekja þá á brott ... ;)

Friday, November 02, 2007

Það eru kannski engar fréttir en... Windows vista er drasl!

Hvernig á ég, fátækur námsmaður, að komast af í heimi forritunnarmála, þrívíddarvinnslu, gagnagrunna og tækniteiknunnar án þess að vinna með pirate-útgáfur. Jú, ég hef aðgang að tölvum í skólanum sem eru flestar búnnar þessum hugbúnaði en skólinn er opinn á daginn... þegar ég er í skólanum. Þegar ég þarf svo að vinna heimaverkefnin mín sem er eftir að ég kem heim úr skólanum eftir hálf níu á kvöldin eða um helgar þá er skólinn og tölvuverið læst.
Það helsta sem maður notar er MicroStation, AutoCAD, mitt ástkæra MATLAB, Visual Basic, Photoshop, Coreldrow og MapInfo forrit... Hvert leyfi kostar ekki nema svona 300 þús. kall ef ekki meira. Það er boði upp á stúdentaútgáfur sem æfinlega enda í... en ef þú værir með fullt leyfi þá væri þetta hægt! Es una puta mierda er orðið sem Spánverjar nota yfir þetta.

Og það vitlausa við þetta er að það er bara gott fyrir fyrirtækin að hafa þessar pirate útgáfur á netinu. Ég næ mér í svoleiðis, læri á það og hvað er það sem ég kem til með að vinna með í framtíðinni... það sem ég kann á. En þegar maður er kominn á stofu verður stofan að hafa leyfi fyrir því sem hún er að vinna með og hefur líka efni á að borga fyrir leyfin.

Nýjasta nýtt í skólamálum hjá mér er að þegar ég var komin með upprunalegt skírteini í hendurnar, sem Lára super reddaði fyrir mig, þá sagði maðurinn á skrifstofunni... Hvernig veit ég að þetta er ekta?... Uhu... Tja... Löggildur pappír með háskólamerkinu þrykkt pappírinn undirrita og stimplað... Hvað meira get ég gert? Dregið rektorinn sjálfan hingað niðureftir. Ef pappírar eru ekki nóg hvað þá?
Það sem núna liggur fyrir er að ég er búin að senda prófskírteinið mitt til íslenska sendiráðsins hérna syðra þar sem þeir ætla að gefa mér diplómatíska löggilda pappíra upp á að þetta skríteini er ekta.

Í háskólanum vorum við hvött til að fara eitthvað út að læra í master. Ekki það að námið væri neitt betra annasstaðar heldur bara til að prófa það og víkka sjóndeildarhringinn. Það er hellingur til í því. Mér finnst eiginlega að ég ætti bara að fá diplómu út á það að hafa búið hérna og lifað og hrærst í þessu þunga lamaða pappírskerfi þeirra.
Hvað við Íslendingar höfum það svo gott að búa í okkar litla kerfi.

Fengum pakka frá Íslandi í vikunni. Tengdó var að senda okkur pakka:) Gummi var akkurat niðri í skóla með stubb þegar pósturinn kom svo hann skildi eftir miða um að við gætum sótt pakkann. Þegar ég er í mörgum timum samfleytt þá koma Gummi og stubbur niður í skóla að fá sér æti svo ég missi ekki úr tíma. Never the less... þá fór Gummi með miðann upp í miðbæ að ná í pakkann en einhvern veginn týndist miðinn á leiðinni. Hann kom svo upp á pósthús með vegabréf, persónuskilríki og allt, horfði yfir afgreiðsluborðið á pakkann en maðurinn sagði að ef hann væri ekki með miðann þá fengi hann ekki pakkann. Miðinn finnst ekki og hvað á að gera. Gummi reyndi að tala þá eitthvað til. Hverjar eru líkurnar á að margir íslendingar séu hérna, hvað þá sem heita Guðmundur Friðriksson? Reglur eru reglur og ekki hægt að breyta þessu. Ég fór svo með Gumma uppeftir í dag, undirbjó ræðu um að ég myndi senda kæru til íslenska sendiráðsins ef á þyrfti að halda... en þetta reddaðist á endanum. Þurftum aðeins að fara og tala við þennan sem vísaði okkur á hinn sem vísaði okkur á annan sem benti okkur á aðra skrifstofu sem sendi okkur...
En á endanum bjuggu þeir bara til annan miða sem var svo hægt að leysa pakkann út með. Málið leyst og ég á núna súkkulaðirúsínur með kaffinu og íslenska kjötsúpu í kvöldmatinn :) Gummi er langt kominn með harðfiskinn og Stubbur spóla um allt á nýju spólsokkunum í nýju göngugrindinni sinni. Hún er reyndar úr búðinni sem er við hliðina á pósthúsinu.

Ég er engan veginn að nenna því að fara að læra. Námið þessa dagana gengur út á að forrita hverja einustu reikniaðgerð sem ég nota í reiknitölvuna mína. Kennararnir eru aldrei með gagnapróf hérna en það er ætlast til þess að fólk sé með forritanlegar reiknivélar. Þetta er svo sem í lagi, nema þessar tölvur eru drullu dýrar, miðað við annað hérna. Það er því aðeins verið að gefa forskot ef þú hefur pening (ný svona tölva hérna er á við nærri 2 mánaða leigu í námsmannahúsnæði). Svo er annað að örfáar manneskjur kunna í rauninni að forrita tölvurnar en það er auðvelt að kópera á milli tölva.
Eg lagðist í það eina helgi að læra eitthvað í þessu RPN forritun fyrir HP og dunda mér við það um leið og ég leysi dæmin að forrita í leiðinni. Svo er prófið þannig að það eru ítranir sem taka svona a.m.k. hálftíma að leysa í höndunum með flóknum formúlum sem maður gerir pottþétt einhverja innsláttarvillu í, en ef þú hefur forritað vélina þína vel þá leysiru þetta á 3 mín. Og kennararnir ganga út frá því að þetta sé leyst þannig.
Einstaka dúddi sem hefur nennt að forrita tölvuna sína hefur svo arfleitt komandi kynslóðir af forritunum sínum.
Svo er ég í áfanga með ofvirkum kennara. Hann er í því að breyta námsefninu ár frá ári sem gerir það að gamla stuffið dugir ekki og um 10% nemendanna ná. Ég er í hóp með þrem strákum í verklegu og þegar þeir vissu a ég var að forrita dæmin jafnóðum þá vilja þeir endilega fá afrit af forritunum... Það er svo sem í lagi nema að þau eru á þrem tungumálum. Sumt veit ég bara á spænsku, sumt hef ég fundið á netinu á ensku og sumt þarf ég að útskýra á íslensku. Þeir eru frekar til í að leggja það á sig að fatta hvað er hvað á íslensku en að læra sjálfir að forrita... hehehe
Ég ætla að skilja eftir mína legend hérna með íslenskum forritum ;)