Áramótasteikin er í höfn !
Maður á alltaf að prófa eitthvað nýtt. Við erum að reyna að læra inn á nýja matargerð hérna syðra. Ég skal nú alveg viðurkenna að spörfuglarnir sem við elduðum síðast voru frekar spes. Ég er viss um að það er meira kjöt á skógarþresti!
Ég man að Styrmir í bakaríinu var alltaf segja að kanínukjöt væri svo gott og það skal alveg viðurkennast, þetta er þrælgott. Við vissum ekki alveg hvernig ætti að elda þetta. Gummi sá um eldamennskuna og ég held að hann hafi endað á kjúklingakryddi.
Það er spurning um hvað á að gera við hausinn. Kanínusvið eru ekki neitt sérlega aðlaðandi...
7 Comments:
Djöfull er þetta ógeðslegt kvikindi svona nakið!!!! Ég hefði nú ekki nennt að standa í því að elda þetta, hlítur að hafa brunnið við þetta er svo lítið....
Má ég þá biðja um feitt og fallegt lamb frá föður mínum;)
Bið að heilsa öllum.
Kv. Hadda Drottning
Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan sé eitthvað jafn ógeðfellt og þessa kanínu, merkilegt að kvikindið hafi ekki staðið í ykkur.. En er ekki um að gera að leyfa krakkanum að naga hausinn....
hehehe... það herðir hann ;)
Okey, þetta er hrikalega ógeðslegt kvikindi..ég sá myndina og bjóst við að lesa pistil um mikinn faraldur fósturláta hjá refum... segi ekki meir. En gott að kvikindið bragðaðist þó þokkalega.
Berglind BS.
Kaninur eru ogedslega godar. Med aherslu a ogedslega, thvi thetta er ekki serlega gedslegt ad sja svona heilt. En svosem ekkert verra en heilir, berstripadir fuglar ef madur paelir i thvi.
Við erum efst í fæðukeðjunni, svo mikið er víst og ég hef hugsað mér að lifa samkvæmt því :)
Ég skal nú samt viðurkenna að heilarnir sem fást heilir niðri í búð eru ekkert sérlega aðlaðandi. Hvernig dettur fólki í hug að borða þá? Hvað hét það aftur? Kúrí kúrí eða eitthvað svoleiðis... Held samt að það hafi verið mannsheilar... never the less...
hmm, get ekki að því gert að þetta vekur upp gríðarlegar matarlöngun, sé fyrir mér að geta étið þetta í heilu lagi og séð þetta brjotast svo ut stuttu síðar ut um vömbina rétt eins og alien forðum.
gott að smakkaðist vel ;)jolinn
Post a Comment
<< Home