Tuesday, November 06, 2007

Las frétt í morgunblaðinu í gær... Fyrirsögnin var: ,,Þáði ekki blóð og lést af barnsförum"

Hvað er að fólki eiginlega? Trú getur verið ágæt, en þetta nær út fyrir öll ágætismörk. Stendur ekki líka einhversstaðar í biblíunni að móðir á að sjá um börnin sín og gæta þeirra.
Konan ól sem sagt tvíbura og missti mikið blóð við það. Þar sem hún neitaði blóðgjöf gátu læknarnir ekkert gert og hún dó. Eftir lifa tvíburarnir í umsjá föður síns.

"Þér tókst það kona! Þú fórnaðir þér fyrir trúnna, þú ert píslarvottur, þú verður áreiðanlega gerð að heiðursfélaga Jehova, reistur minnisvarði þér til heiðurs og nafn þitt er að eilífðu skráð á spjöld sögu Votta Jehova fyrir utan að sál þín fær pláss í paradís.
Litlu tvíburarnir þínir koma aldrei til með að þekkja móður sína öðruvísi en af mynd, þeir fá aldrei að heyra röddina hennar nema af upptöku og þeir minnast þess alla ævi að móðir þeirra dó við að koma þeim í heiminn.
Þú verður ekki til staðar til að sjá fyrstu skrefin, heyra fyrstu orðin eða fylgjast með töpum og sigrum í lifanda lífi. Þú verður ekki til staðar til að þurrka tárin, kyssa á bágt-ið eða samgleðjast á gleðistundum. "

Að taka þessa ákvörðun var hennar en um leið tók hún þá ákvörðun að neita börnunum sínum um móður. Ég bara leyfi mér að efast um réttmæti þessarar ákvörðunnar. Og það versta er að fólk skuli í alvöru peppa hvort annað upp í þessu.
Trú getur verið af hinu góða, falleg hugsun og svona. En það er ekkert sem segir að hún eigi að standa í veg fyrir framförum.

Rökin fyrir því að okkur hafi ekki verið ætlað að þiggja blóð frá öðrum. Sálin er í blóðinu...Við vorum víst ekki sköpuð þannig og höfum gripið inn í með þróun og tækniframförum. Ég veit ekki betur en að ég hafi fæðst berstrípuð. Það að ég fari út fyrir hússins dyr svoleiðis kemur ekki til mála og myndi trúlega túlkast sem heimska ef úti væri stórhríðarveður. Ég sem sagt tekið þá ákvörðun að láta tæknina og þróunina standa með mér og ganga í fötum, þó ég hafi ekki verið sköpuð þannig.

Ekki það að ég vilji fordæma einhver ein trúarbrögð frekar en önnur. Fólk má hafa sína skoðun fyrir mér en þetta finnst mér varða fleiri en bara þessa einu manneskju.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Muhu og urrr yfir þessu!! Ég fór bara næstum að gráta fyrir hönd greyið barnanna og pabbans.. ekki allveg laust við tölverða reiði gagnvart konunni og þeim sem hvetja til svona vitleysu!!
BS ekki með BS

7:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef að ég hefði verið læknir á þessu sjúkrahúsi (sem ég er ekki enn) þá hefði ég talið konuna vera með óráði vegna blóðleysis og bara gefið henni blóð.
Trúarbrögð, frúarbrögð.

ÁDH með ÁDH

7:50 AM  
Blogger Katrín said...

með ÁDH??? Ágæt Drullu Hóra???

Mér finnst Beggu nú flottari ;) hehehe

1:22 PM  
Blogger Kristjana said...

Ég skil þetta ekki heldur og kæri mig ekki um að skilja það. Þetta felur í sér þá skoðun að lífið sé bara ómerkilegur undirbúningur undir dauðann og það sem tekur við þar á eftir, og til hvers er maður þá að bagsa við að gera eitthvað úr því?...

7:01 PM  

Post a Comment

<< Home