Dagur er mjög athyglisvert nafn. Ekki síst þar sem þetta er ekki einungis sérnafn heldur notað í "dag"legu máli. Partýbrandarinn: ,, Viltu bollu Dagur?" er ótrúlega langlífur. En svo ég komi mér nú að punktinum þá var ég í verklegu og lenti í hóp með Domingo eða Sunnudegi. Þeir tiltaka meira að segja hvaða dag vikunnar þeir skíra í höfuðið á... hehehe. Ég held að mér hafi fundist þetta fyndnara en honum. Búinn að heita þetta alla ævi.
Engu að síður þá heitir einn kennarinn Delgado eða Mjór, og annar sem hefur eftirnafnið Gordo eða Feiti. Og svo heitir Luis vinur minn Palomar sem er dúfuhreiður...
En þetta varð til að létta mér lundina heilmikið í verklegu og brandarinn entist mér alveg tvöfaldan tíma. Sérstaklega þegar við vorum að koma okkur saman um hvenær við ætluðum að vinna skýrsluna upp úr verklegu... : ,,Getur þú komið á föstudaginn Sunnudagur? ... Hvernig hentar fimmtudagur Sunnudagur? ... en mánudagur Sunnudagur... eða kannski bara sunnudagur Sunnudagur" uhhuu... og svo var ég alveg að springa úr hlátir. Hann heldur að ég sé með mesta aulahúmor ever! En þetta er nú dálítið fyndið;)
6 Comments:
*fliss*
Það er gott þú skemmtir þér hehe... hér skrattar fólk, sem hefur ekkert með skrattann að gera heldur að hlægja, mér finns það fyndið ;o)
Gréta syss
Hahaha, snilld! Ég ætlaði nú einhverntíman að bæta við forskeyti fyrir framan nafnið mitt; Rósa-Ilmur. Fannst það svo ógeðslega fyndið! Svo er nú líka klassískt að kalla "viltu KAFFI-ILMUR"? ... Elska svona nafnaspaug.
kv. Ilmur
Ég elska aulahúmor...
Var það ekki systir þín sem fékk að heyra það þegar þið voruð í 10. bekk. Dagsljós og sitthvað fleira hehe
Ætli það ekki... hvaða DAGUR er í dag, hvað á að gera i DAG og fleira sem ég nenni ekki að rifja upp... ;o)
Gréta syss
Post a Comment
<< Home