Friday, November 09, 2007

Tíbískur föstudagur...



Skrítið þegar maður kemur heim úr skólanum á föstudögum þá er maður eitthvað svo týndur. Fyrir liggja fullt af verkefnum sem krefjast þess að vera í ,,leyst og klárað" búnkanum á mánudagsmorgunn en það er einhvern veginn ómögulegt að ná utan um verklagsskipanina. Af gamalli reynslu þá veit ég að það þýðir ekki að ætla að klára of mikið en listinn verður engu að síður að vera svolítið krefjandi svo eitthvað komist í verk.
Vikan einhvern veginn reið yfir eins og fellibylur og núna finnst mér eins og ég hafi bara dottið inn í miðjuna og er að reyna að ná áttum. Fyrr en varir verð ég aftur farin að hringsnúast án nokkura möguleika á að hafa stjórn á nokkrum hlut. Þar sem ég sit í logninu í miðju fellibylsins ákvað ég að byrja á því að blogga áður en ég set niður skipulag helgarinnar, aðeins að reyna að ná áttum.

Skýrsla í Topometríu, yfirheyrsla á þriðjudaginn.
Skýrsla í Geodesiu... má frestast en ekki lengi
Skýrsla í Topografíu de Obra... má frestast smá
Reikna 3 síðustu vikublöð í Topometríunni. Tja, það hefur frestast hingað til, þau verða bara 4 næstu helgi...
Heimapróf í Fotografíunni fyrir mánudaginn, þarf að fá Pablo til að hjálpa mér aðeins
Heimaverkefni og skýrsla í Fotografíunni. Finn það ekki á netinu. Held að kennarinn hafi gleymt að setja það inn fyrir helgi ::):):)
Lesa og þýða einn kafla í lögfræðinni próf í þarnæstu viku og það eru tveir kaflar til prófs. Hinn kaflinn verður lesinn og þýddur næstu helgi.

Tja...


Spánverjar segja: Más sabe el diablo por ser viejo que por ser diablo
M.ö.o. Djöfulinn veit meira af því að hann er gamall en af því að vera djöfullinn.

21 árið mitt í skóla, m.v. 9 mánuði á ári þá er þetta í kringum 850. helgin. Hinar 849 hafa ekki nýst neitt of vel í lærdóm svo ég geri ekki ráð fyrir að "leyst og klárað" bunkinn hafi hækkað mikið næstkomandi mánudagsmorgun... Vonandi eitthvað samt!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home