Wednesday, November 07, 2007

ETA er einkennilegt fyrirbæri.

Ég bara skil þetta ekki. Hvernig dettur þeim í hug að þetta sé leiðin? Það var verið að sýna í fréttunum frá sprengjuárásunum 2004 hérna á Spáni. Ég man að ég heyrði þetta í fréttunum þá en var svo sem ekkert að pæla frekar í þessu.

Ég þurfti að kaupa mér kort, svona landakort. Rétt eins og við höfum Landmælingar Íslands heima þá er hérna einhver ríkisstofnun sem selur opinber landakort. Ég fór upp í bæ að leita að svoleiðis. Vissi að búðin átti að vera hjá einhverju torgi. Ekki vegur að ég finndi hana, hringdi í Luis sem býr rétt hjá og bað hann um að leiðbeina mér þangað. Hann sagði að þetta kæmist ég ekki ein og kom hlaupandi. Við fórum inn í risa hús með flottu andyri. Þar þurftum við að fara í gegnum málmleitarhlið, það voru vopnaðir hermenn og við þurftum að skila inn persónuskilríkjum til að fá passa sem við hengdum á okkur til að komast að þessari stofnun. Stubbur hékk utan á mér í poka og ég get ekki ímyndað mér að við séum líklegir hryðjuverkamenn, en reglur eru reglur. Ég fékk svo litla kortið mitt sem mig vantaði fyrir verkefnið mitt.
Ég var fyrst alveg viss um að Luis hefði eitthvað misskilið mig. Hann útskýrði þetta svo þegar við komum út... E T A. Hver einasta ríkisstofnun á Spáni þarf að vera svona.
Á pósthúsinu hékk uppi stórt plaggat með myndum af 6 manns. Eftilýstir meðlimir ETA. ...,, ef þú hefur séð þessar manneskjur vinsamlegast láttu vita í síma..."

Eftir að þeir sprengdu lestarstöðvarnar 2004 eru málmleitartæki, gegnumlýsingartæki og hermenn útum alla lestarstöð. Maður hleypur ekkert í gegn til að taka lestina eins og ætlunin var þarna síðustu jól. Þeir eru frekar afslappaðir hérna í Jaén sem betur fer því við Gummi erum alltaf á síðustu stundu;)

Zapatero forsetisráðherra ætlar eitthvað að taka til í þessum málum og núna hefur fólk á tilfinningunni að það hljóti allt að fara að sjóða upp úr.
Og hvað á að gera. Meirihluti Baska vill ekki sjálfstæði frá Spáni. Á að láta lýðræðið ráða og búa við ástandið eins og það er eða á bara að klippa þá frá og leyfa minnihluta hóp, hryðjuverkamönnum að ráða?

Hvernig á Íslendingurinn ég að skilja þetta þar sem okkar helsta vandamál eru unglingadóp og fyllibyttur að berja hvora aðra. Maður spyr sig!

2 Comments:

Blogger Kristjana said...

Þetta kallar á nánast sama svar og síðasta færsla. Ég skil þetta ekki og kæri mig ekki um að skilja það. Ég held við séum heppnar að vera típýskir Íslendingar sem líta raunsætt á sitt heimaland með kostum og göllum... öfgaþjóðernishyggja er jafnhættuleg og öfgatrú held ég. :/

9:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst bara allt gaman :-)

7:49 AM  

Post a Comment

<< Home