Í gær fór ég aftur í leikhús. Í þetta skiptið fór ég að sjá uppistandið 100% hitt með Helgu Brögu. Við Gummi fengum miða á það í jólagjöf frá Hóu, Kittu og Láru.
Það er ótrúlega fyndið, en samt er svo mikið til í því sem hún er að segja og gera grín að. Að mörgu leiti ekki ólíkt hellisbúanum hvað það varðar, nema að þemað hjá henni er kynlíf fólks. Salurinn er virkur þátttakandi í öllu. Svona sem dæmi þá segir hún að forleikur sé ekki bara fimm mínútur fyrir kynlíf, heldur vari hann frá síðustu mínútu síðustu kynlífsstundar til næstu, hvort sem þar eru 2 tímar eða tvær vikur á milli. Þ.a.l. værum við öll stödd þarna í bullandi forleik...
Ætla nú ekki að fara að skemma fyrir þeim sem eiga eftir að sjá þetta, þetta er frekar fyndið. Ágætis líffræðikennsla í leiðinni, þannig að núna er málið að finna allar þær æfingar sem styrkja grindarbotnsvöðvana og stunda þær grimmt ;) Nú fer maður að fiska út þá í ræktinni sem eru búnnir að sjá leikritið og hverjir ekki.
Komst á bókamarkað í gær, úfffff... En ég fann fullt af bókum sem mig langaði í, en gat því miður ekki keypt þær allar. Gummi greyið fékk áfall þegar hann sá staflann sem ég náði að hlaða upp á hálftíma. Hann passaði samt á að segja ekki mikið, hætti sér ekki útí það þar sem þetta eru mín hjartans mál. En mig langar samt að fara aftur, það voru nokkrar bækur sem ég eiginlega sá eftir að hafa ekki keypt. Það á ekki eftir að duga mér að hafa bókaherbergi í húsinu mínu, ég á eftir að þurfa að hafa auka hús!
Gummi er farinn á Selfoss. Hann nefninlega gat ekki verið að rífa sig yfir bókakaupunum hjá mér því hann var að kaupa sér dót fyrir 70 þúsund, batterísborvél, færsara og eitthvað svoleiðis. Núna fór hann svo á Selfoss til að kaupa meira dót, en það er verið að auglýsa einhverja smíðavél sem hann langar í. Þetta er svo sem ekki mitt mál, hann er í vinnu en ég bara fátækur námsmaður og birgði á þjóðfélaginu.
Eitt sem ég þarf nú aðeins að fá álit á ! Ef hann er í vinnu og segjum að hann þéni svona 120 þús. útborgað á mánuði, en ég á námslánum og ,,þéna" svona 60 þús. á mánuði. Er þá ekki sanngjarnt að hann borgi tvo þriðju af húsaleigunni, og því dóti, en ég einn þriðja. Mér finnst þetta bara liggja í augum uppi en hann er að ásaka mig um einhvern komma-hugsunarhátt. Þetta er nú ekkert flókið reikningsdæmi! Hlutfallslega ætti hann meira að segja eftir meiri pening en ég, og það ætti að vera nóg umbun fyrir að vera tekjuhærri.
Ég gæti jafnvel farið fram á að við ættum sama afgang eftir að búið er að greiða þetta nauðsynlega, bílinn, húsið o.s.frv. Mér finnst það bara aðeins of langt gengið, en hitt finnst mér bara sanngjarnt. Ég myndi nú borga bróðurpartinn í þessu ef ég væri tekjuhærri en hann, það vill bara svo skemmtilega til þessa stundina að ég er það ekki. Ef hann gengur ekki að þessu núna, þá þýðir ekki að fara að taka þetta upp þegar ég er komin í einhverja góða vinnu með góð laun. Nei ó nei, þá ætla ég sko að lúra á mínu. Hefur einhver um þetta mál að segja, með eða á móti?
Ég held að karlgreyið sé að reyna að passa að ég eigi ekki of mikinn pening afgangs, því hann er búinn að sjá að þeir virðast alltaf fuðra upp. Hef aldrei verið á þeirri skoðun að maður eigi að baksa við það að safna og safna peningum og eignum alla ævina, ég hef lítið að gera með það þarna fyrir handan. Maður á að njóta þeirra þegar gefst færi á því.