Haldiði ekki að ég hafi fengið gjöf frá bónda mínum í dag. Svartan og gylltan silkislopp svo að ég hafi eitthvað utan yfir mér þegar ég er að laumast í ísskápinn á nóttunni. Það er nefninlega frekar óheppilegt að ískápurinn er beint fyrir framan stofugluggan sem snýr beint út að bílastæðinu. Svo þegar er alveg myrkur inni og ég er að laumast í ískápinn, þá kveiknar náttúrulega ljós í honum þegar ég opna hann og þá geta allir séð mig stripplast um að leita mér að æti um miðja nótt. Það er ekki gott til afspurnar. Þannig að ég ákvað að setja það á netið ;)
Eldaði saltkjöt og baunir í kvöld. Amma í Helgó sagði mér til með baunirnar og ég sver að þær duga næstu tvær vikur, alla vega það. Ég er samt enn að velta þessu með natronið fyrir mér, á að setja natron í baunir? eða er Amma akkurat þessa stundina að veltast um af hlátri yfir auðtrúa hálvitanum mér. Trúi því nú varla, hún er svo veik í bakinu að hún veltist nú varla mikið um, það hlakkar örugglega bara duglega í henni...
Fórum í leikhús í gær. Fórum að sjá leikritið sem Sigfús frændi er að leika í fyrir skólann sinn, Menntaskólann við Sund. Minnir að það heiti... leikskáld í hættu... eða eitthvað svoleiðis. Það er alveg snilld. Meira að segja Gummi sem svona hálft í hvoru nennti að fara, skemmti sér bara mjög vel. Frændi er bara ágætis leikaraefni, þó að ég vonist nú til að hann leggji nú eitthvað fleira fyrir sig í framtíðinni. Þarna í leikritinu er stelpa með þá hræðilegustu rödd ever... Maður verður svo pirraður á henni, því hún er svo heimsk, og röddin smýgur í gegnum merg og bein, en það er hrein snilld að geta leikið hana svona. Vona að þessi stelpa sé ekki svona í alvörunni ! Ég sver að ég heyri enn gjammið í henni.
Það er verið að auglýsa einhverjar tilboðsferðir til Cubu, og vinur Gumma er að fara. Þetta er samt rum vika og ekki sjens að ég myndi meika það. Hvenær má maður leyfa sér að fá hreint ógeð á skólanum og snúa sér að því að eiga sér eitthvað líf...
Svo er Ragga frænka að fara að spá í hvað hún á að gera eftir útskrift... Ég er hætt við að fara í eðlisfræðina og held að það sé best að taka sér smá tíma, svona tvö þrjú ár í ævintýramennsku. Skólinn er ekki á förum neitt !
Mig langar til útlanda og í ævintýri og sjá nýja staði og læra svona 7 tungumál í viðbót. Mig langar að fara til Ástralíu og kafa, svo langar mig til Flórida í fallhlífastökk. Mig langar til að fara á hundasleða yfir Grænlandsjökul og að skjóta sauðnaut og seli. Mig langar til Afríku og flakka um. Mig langar að setjast að í Kína í dálítinn tíma og kynnast land og þjóð. Eða mig langar einfaldlega að hafa tíma til að lesa einhverja góða skemmtilega bók, án þess að hafa skólann hvílandi á manni eins og mara, og klára lopapeysuna sem ég er að prjóna, spila pínulítið á píanóið og gítarinn, baka eitthvað gott...
Samt er pínu gaman í skólanum, ég bara held alltaf að tíminn sé að hlaupa frá manni, það þarf allt bara helst að hafa gerst í gær eða vera að gerast í augnablikinu. Hvernig næ ég að gera allt sem mig langar til að gera án þess að flýta mér að því? ...bara að guð gefi mér þolimæði, núna strax !!!...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home