Sunday, February 22, 2004

Árshátíðin var frábær, alveg geggjuð ! Ég skemmti mér alveg ótrúlega vel, ekki bara á árshátíðinni sjálfri heldur einnig bara allann tímann. Þetta var algjört girls-night-out um daginn. Við vorum 7 saman í bíl, fórum um hádegi, rúntuðum um Hveragerði í leit að pizzastað, vorum allar hlið við hlið á hótelinu, jarðhæð og komumst út í pott út um gluggann, spiluðum Actionary og Gettu betur. Ekki skal minnast á hverjir unnu því það vekur einungis upp gorgeir hjá viðkomandi aðilum. Náttúrulega vorum við dum, dummer and dummiere langbest...
Fordrykkur, forréttur og aðalréttur voru snilld, en auðvitað þurfti að troða ís í eftirrétt. Át ávextina ofanaf og gaf restina.
Skemmtiatriðin voru snilldin ein og stóð þar annað ár í byggingarverkfræði uppúr. Strákarnir tóku nokkur dansspor og söngtakta, og meira að segja Gunni fór í kjól. Við vorum nú allar stelpurnar svolítið stoltar af þeim.
Við Ringa ætluðum að ná morgunmat kl. 7 eins og auglýst var, en svo stóðst það nú ekki þannig að við fengum okkur smá lúr, en vöknuðum við óargadýrin í sundlauginni og fengum okkur morgunmat um hálf tíu. Begga kom með, á grænu náttfötunum og hálf sofandi. Eitthvað vorum við að spá í að bílstjórinn okkar, Þorbjörg, kom ekki heim úr partý fyrr en um 7 leytið, en hún, eins og við, ætlaði að ná morgunmatnum áður en hún færi að sofa. Hún var ótrúlega hress um hádegi og kom okkkur heilum heim. Eftir að ég kom heim fór lungað úr deginum í að sofa og eftir það var litlu komið í verk.

Gummi var svo hugulsamur að drattast á lappir í morgun og baka pönnukökur handa mér í morgunmat. Svona ekta bandarískar pönnukökur með kanadísku sýrópi, bönunum og ferskum jarðaberjum.
Er búin að kaupa kaffibaunir þannig að núna kemur kaffikvörnin, sem Sirrý systir gaf okkur í jólagjöf ,sér vel. Nú get ég fengið mér nýmalað kaffi og það er svo góð lykt af því. Er að prófa Columbía-kaffi núna og það er geggjað gott.

Fór í ræktina í dag með Beggu og Gumma. Enduðum á að fara í pottinn og höfðum það náðugt. Fórum svo og keyptum okkur gommu af bolludagsbollum og ekta rjóma og átum eins og svín. Ilmur og Hóa komu í kaffi til okkar.
Ótrúlegustu hlutir gerast enn, Ilmur er farin að drekka kaffi, án þess að setja nokkuð nema mjólk útí það...

Gummi á setningu dagsins: ,,mér finnst svo gott svona granít með kjúklingnum"...hmmmm, hvað? ,,svona kartöflugranít"... Það næsta sem ég frétti örugglega úr vinnunni hjá honum er að hann hefur lagt gratín-borðplötu á eldhúsbekkinn!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

fallandaforad.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading fallandaforad.blogspot.com every day.
no fax loans
cash advance

3:19 AM  

Post a Comment

<< Home