Wednesday, February 25, 2004

Hvað er hægt að vera latur? Á skalanum 0 til 10 er ég að verða komin upp í 3489i. Ég kom heim úr skólanum í dag og hef hreinlega ekki gert neitt. Þá á ég við ekki neitt. Held að ég sé að fá flensu eða eitthvað.

Það er eitthvað skrítið með froska-krílin mín. Það er komin einhver skrítin, ekki leðja og ekki þang, í botninn á búrinu. Samt er ég að skipta um vatn tvisvar þrisvar á dag, svona tvö til þrjú glös. Það átti að vera nóg að gera það einu sinni á dag. Kannski er ég að gefa þeim of mikið. Þeir eru held ég örugglega að stækka.

Er að spá í að skríða snemma upp í rúm og fara að sofa, ég er ekki að áorka neinu. Vakna í fyrramálið og fer að læra, það eru ekki svo merkilegir tímar. Nú fer að koma að því að maður hætti að hafa tíma til að mæta í skólann til að geta klárað að komast yfir efnið sem á að vera til prófs. Hversu slæmt er það?

Það er svo sem ekkert nýtt, en ég varð auðvitað að núa sjálfri mér því um nasir hvað ég er fyrirmunanlega illa gefin og bara frekar vitlaus svona almennt. Þetta með að hafa þykkan skráp... ég er búin að lifa við það í 22 ár að þetta sé einhver helvítis skápur, ekki skrápur. Var svo sem ekki búin að gera það upp við mig hvort þetta væri fataskápur eða eldhússkápur, úr birki eða eik, en skápur engu að síður. Svo vorum við Begga frænka að velta því fyrir okkur (hún fékk nú heiðurinn af því að ,,brake the news to me") hvernig þetta væri með fólk sem kæmi út úr skápnum, það er þá alveg varnarlaust; berskjaldað. Ég hafði svo sem ekkert spáð í það, en svona þegar ég fer að spá í það þá hvernig í ósköpunum kom þessi skýring með að koma út úr skápnum. Ég reyndar er búin að átta mig á því að skrápur er mun líklegra en skápur í hinu fyrrnefnda, en að koma út úr skápnum... Á það kannski líka að vera að koma út úr skrápnum en einhver með IQ=Katrín hefur aðeins klikkað á þessu.
Næsta mál á dagskrá er að finna bókina orðatiltæki á Íslandi og lesa hana spjaldanna á milli. En það verður náttúrulega eins og að draga tennur úr svíni að komast í gegnum þá skruddu;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home