Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Þetta var tær snilld. Hélt að einhver fótboltatuðra myndi lítið hreyfa við blóðinu í mér en heldur betur !!!
Fór yfir til strákanna að horfa á leikinn og er marin, blá og daufdumb þeim megin sem Pablo sat því hann stökk svo oft af stað og argaði eins og vitfirrtur. Það var samt ekki annað hægt en að hrífast með. Þetta er sko langþráður sigur, þeir hafa ekki unnið neitt svona í tugi ára.
Þeir eru enn svekktir yfir leiknum við Ítali þar sem úrslitamarkið var á síðustu stundu og dómarinn búinn að fara horðalega með þá. Það sem þeir geta talað um þann leik. Enda var hefndin sæt þegar þeir slóu Ítalina út.
Og það er allt vitlaust hérna. Það liggja allir á flautunni, fólk gengur um götunar með fánann vafinn um sig og syngur Que viva Espana . Það sem verra er að lögreglu og sjúkrabílavæl eru um allt.
Það var rústað helling af bílum í hverfinu eftir leikinn við Rússana. Fullt af bílum færðir, lyfti upp og settir þvert í stæðin. Rúður og speglar brotnir. Ég sé ekki alveg hvaða ánægju þeir fá af því að fagna svoleiðis ,en þetta fylgir víst með.
Það verður lítið um svefnfrið í nótt, svo mikið er víst !!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!