Sunday, June 29, 2008

















Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!

Þetta var tær snilld. Hélt að einhver fótboltatuðra myndi lítið hreyfa við blóðinu í mér en heldur betur !!!

























Fór yfir til strákanna að horfa á leikinn og er marin, blá og daufdumb þeim megin sem Pablo sat því hann stökk svo oft af stað og argaði eins og vitfirrtur. Það var samt ekki annað hægt en að hrífast með. Þetta er sko langþráður sigur, þeir hafa ekki unnið neitt svona í tugi ára.
Þeir eru enn svekktir yfir leiknum við Ítali þar sem úrslitamarkið var á síðustu stundu og dómarinn búinn að fara horðalega með þá. Það sem þeir geta talað um þann leik. Enda var hefndin sæt þegar þeir slóu Ítalina út.

Og það er allt vitlaust hérna. Það liggja allir á flautunni, fólk gengur um götunar með fánann vafinn um sig og syngur Que viva Espana . Það sem verra er að lögreglu og sjúkrabílavæl eru um allt.
Það var rústað helling af bílum í hverfinu eftir leikinn við Rússana. Fullt af bílum færðir, lyfti upp og settir þvert í stæðin. Rúður og speglar brotnir. Ég sé ekki alveg hvaða ánægju þeir fá af því að fagna svoleiðis ,en þetta fylgir víst með.

Það verður lítið um svefnfrið í nótt, svo mikið er víst !!!




Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!
Que viva España !!!!!!!

Thursday, June 26, 2008




Stubbur litli er farinn í ferðalag. Hún fór með pabba sínum með lestinni kl. 3 í gær. Gummi var að hringja og þá sat hann á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir Tóta. Ferðalagið gékk víst alveg ótrúlega vel, enda er litla Bergrós að verða býsna veraldarvön þegar að þeim kemur. Ég held í alvörunni að henni finnist gaman að ferðast, það er alltaf eitthvað um að vera í kringum hana.

Strákarnir í íbúðinni hérna við hliðina voru alveg vissir um að Gummi kæmist aldrei alla leið með hana. Hver myndi hleypa úr landi karlmanni með þetta lítið barn. Í ofanálag til að hann komist með góðu móti með farangurinn þá er hann með svona ferðalangabakpoka svo hann hafi hendurnar lausar til að sinna Bergrós. Með sitt síða hár og skeggbrodda þá lýtur hann út fyrir að vera puttalingur með tíeyring í vasanum.

Ég skal alveg viðurkenna að það var skrítið að horfa á eftir lestinni. Rocio skutlaði okkur á lestarstöðina þar sem engir leigubílar voru fáanlegir í síestunni (Spánverjar!!!). Það var ágætt því þá þurfti ég ekki að labba ein heim. Gaspar hringdi svo í gær því hann vantaði hjálp við að breyta matlab forriti sem ég gerði í fyrra og sem hann ætlar að skila inn núna. Ég held það hafi bara verið yfirskin til að athuga hvort ég væri á lífi. Þeim finnst þetta voðalega skrítið, að þau fari bara heim á undan mér. Ég var að reyna að útskýra að það hentaði bara betur í þessu tilfelli en fjölskyldan er það mikilvægasta hérna á Spáni og þeim finnst Íslendingar vera ótrúlegir þumbar.
Ég horfði svo á leikinn Þjóðverjar - Tyrkir með þeim og við pöntuðum okkur eitthvað að éta.
Núna tekur svo alvaran við, jarðeðlisfræðiprófið er næst !

Prófið í gær gékk ekki vel :( Þetta voru þrjú próf, eða próf í þremur hlutum og maður verðu að ná öllum til að fá það gilt. Þetta er voðalega vinsælt kerfi hjá þeim hérna, sem hentar mér ekkert rosalega vel þar sem yfirleitt gengur mér mjög vel í reikningnum en illa í fræðihlutanum.
En svo var ekki í þetta skiptið. Fræðihlutinn gékk brill, ég fékk ekki ritgerðarspurninguna sem ég vildi úr verklegahlutanum, en ég held ég hafi reddað þvi fyrir horn. Í reiknihlutanum voru tvö dæmi og ég hreinlega fattaði ekki annað þeirra. Vissi ekki bara í veröldinni hvernig ég átti að leysa það. Mér gékk vel með hitt dæmið en hvort ég leysti það upp á 10 veit ég ekki... svo nú er bara að grenja og bloggumþað ;)

En best að fara að reyna að troða einhverri þekkingu inn í þennan haus minn.

Ef þið sjáið stubbinn minn einhversstaðar á þvælingi þá kannki takið hann uppí;)

Saturday, June 21, 2008


Var ég ekki búin að segja ykkur að það er sundlaug í garðinum ;) meira að segja tvær! Þvílík snilld. Samt erfitt stundum að ætla að læra inni þegar það er 40 stiga hiti úti og steikjandi sól.

Var í prófi í morgun í æðislegri loftkældri stofu, fínt þar sem má ekki vera í pilsi, stuttbuxum eða stuttum buxum í prófi. Svo kemur maður út og mætir vegg! Það er alveg agalegt. Manni finnst eins og maður hafi labbað inn í eitthvað hitaský, en maður fer aldrei út úr því. Það eru kannski 200 metrar frá skólanum og að blokkinni minni og manni er samt ónotalega heitt að labba þetta.

Kom heim úr prófi um það leiti sem stubbur var að vakna og við drifum okkur í sund. Hún er aðeins að venjast vatninu, en það er samt helvíti kalt svona í fyrstu ofaníferð. Samt er of heitt að liggja bara.

Held að prófið hafi gengið ágætlega og núna eru bara 2 próf eftir! Gummi og Bergrós fara á miðvikudaginn og ég verð eiginlega bara leið að hugsa um það. Leiðinlegt að vera skilin eftir, en ég hef svo sem öðrum hnöppum að hneppa. Fékk ódýrt flug þann 7. júlí og kem þá um nóttina.

Það er hefð hér á heimili að borða alltaf mjólkurgraut í hádeginu á laugardögum, enda er mjólkurgrautur snilldar matur. En í 40 stiga hita... við þurfum eitthvað að endurskoða það. Það er orðið það heitt að maður fer að missa matarlistina... bara drekka drekka drekka...

Monday, June 16, 2008

,,Krakkinn minn er engill"

Hversu oft heyrir maður foreldra lýsa krakkanum sínum þannig? En ég hef sönnun!

Það eina sem ég skil ekki er hvernig ég gat getið af mér barn með þennan geislabaug?






Ég er búin að reyna að greina þetta. Þetta er ekki í trjánum því þetta hreyfist með hausnum á henni. Þetta gæti hugsanlega verið efnafræðilegt ský af sólarvörninni (nr. 52) en ég myndi fá Kittu í nánari greiningar á því.
Ef þetta er engla - geislabaugur þá greinilega kemur hann og ferð með skapinu því það má með sanni segja að eins og Spánverjarnir orða það: ,,Hún hefur mikinn karakter!"
Ef þetta er áran þá er hún hlutbundin við hausinn á henni...
Ef þetta er linsan á myndavélinni á hún eitthvað í sérstökum vandræðum með hausinn á henni... Eða kannski er hún bara skítug, en það ætti að koma fram á fleiri myndum sem við tókum þarna við sundlaugina.
Ef þetta er ,,orka" þá vinnur heilinn greinilega meira en hann afkastar.

Einhverjar tillögur?

Friday, June 06, 2008

Þvílík landkynning

Ég fór í skólann í gær á inniskónum, oftar sem áður enda er að verða sjúklega heitt hérna í veðri. Ég þurfti að hitta hina og þessa kennarana, skila verkefnum og spyrja spurninga um hitt og þetta. Sat fyrir utan stofuna hjá einum kennaranum ásamt fleirum þegar ein skólasystir mín spurði af hverju ég væri í sokkum, hvort það væri ekkert heitt. Ég sagði henni bara að ég væri vön að vera í sokkum og finndist skrítið að vera berfætt í skónum.
Þegar ég var svo að labba heim og var að horfa niður til að passa mig á hundaskítnum á gangstéttinni fattaði ég það. Þegar ég fór í sokkana um morguninn sá ég lítið gat, en mjög lítið. Þarna sá ég hvar stóratáin var búin að troða sér í gegnum litla gatið og var þarna utan-sokks í öllu sínu veldi.
Ég leyfði henni bara að viða sig áfram þarna á heimleiðinni, enda leið henni ágætlega þarna. Sýndi Gumma svo þegar ég kom heim. Hann fórnaði bara höndum, sagði að ég væri heimsins mesti drullusokkur og ömurleg landkynning.
Honum fannst hugmyndin mín um sandalasokka ekkert sniðug... glatað viðskiptatækifæri...

Tuesday, June 03, 2008

Það skiptir ekki öllu hvað maður segir, heldur hvað maður segir ekki...

Ég fór í tíma á fimmtudaginn; rétt komin inn úr dyrunum sé ég hvar tveir jarðeðlisfræðikennarar (annar kenndi mér í fyrra og hinn núna) standa og ræða málin. Um leið og þeir koma auga á mig stökkva þeir á mig, veistu að það var jarðskjálfti heima hjá þér fyrir tveimur og hálfum tíma síðan. Ég var búin að lesa á mbl um skjálftann undir Ingólfsfjalli sem var um 3 og fannst þetta ekkert rosalegt. Þeim fannst ég ótrúlega róleg yfir þessu og voru alveg æstir af spenningi. Sérstaklega þegar ég sagði þeim að ég hefði fundið jarðkjálfta og það væri ekkert rosalegt (hélt því fyrir mig að ég hefði hlaupið út á svalir...) Þegar ég kom heim og las aftur mbl þá fattaði ég hvað þeir áttu við.


Á mánudaginn hélt ég fyrirlestur um hnitakerfi á Íslandi og mælingu þeirra. Í lok fyrirestursins bætti ég við tveimur myndum úr jarðskjálftanum og sagði, þetta var á Íslandi sl. fimmtudag.

















Ég var búin að segja vinkonu minni frá því að mér finndist gaman að veiða. Svo sendi ég henni áðan á tölvupósti þessar myndir.



Sjá litla fallega bangsann






Á Íslandi skelfur jörðin og hristist og brjáluð dýr ganga um laus, blóðþyrst í leit að æti. Hvernig dettur einhverjum í hug að búa þarna?



Ég er komin með ótrúlega hreimþrá. Það eru erfiðir prófatímar framundan og ég veit að þeim loknum fer ég heim. Hugurinn er kominn langt á undan og ég er fastagestur inni á myndasíðum á barnalandi í leit að þekktum andlitum.
Síðasta prófið er 2. júlí og ég kem heim fljótlega eftir það. Var eiginlega búin að ákveða að fresta heimferð og undirbúa lokaverkefni og lokapróf í sept. En ég held að ég haldi það frekar illa út. Gummi og Bergrós Ásta fara á undan heim.
Spurning um hvort maður nái að aga sig í að læra á virkum dögum og hitta ættingja og vini um helgar. Er ekki enn búin að panta flug. Er að bíða eftir tilboði eða ódýru flugi.
Ætlar liðið á landsmót eða hafa fjallkonur ákveðið annað?